Vikan


Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 10
 ÞEGAR SVIDID FYLLJIST AF FOLKI Spjallað við Sigfús HaEldórsscn — Ef þú aetlar aS fara að skrifa um mig í þátíð, eins og ég sé kominn á grafarbakkann, þá mótmæli ég. Ég er enn kornungur og í fullu fjöri. Ég er með ótal margt á prjónunum: Ég er að undirbúa nýja Reykjavíkursýningu, og svo er ég með heila óperettu í smlðum. Nýlega var flutt eftir mig nýtt lag í sjónvarpinu. Það er við hið gullfallega kvæði Tómasar Guðmunds- sonar, Fagra veröld. Ég hef aldrei verið eins lengi að semj’a eitt lítið lag. Ástæðan er ef til vill sú, að þetta er eina kvæðið, sem Tómas hefur sjálfur beðið mig um að semja lag við . . . Ég er staddur á heimili Sigfúsar Halldórsson- ar, tónskálds og listmálara, að Víðihvammi 16 í Kópavogi. Þrátt fyrir ofangreinda yfirlýsingu, er hann fyrr en varir farinn að tala um for- tíðina, rifja upp hina gömlu og góðu daga. VATNSMÝRIN OG INDÍÁNAFÉLAGIÐ. - Ég er Reykvíkingur í húð og hár. Síðan ég flutti í Kópavoginn segist ég alltaf vera Stór-Reykvíkingur. Bernskuheimili mitt var að Laufásvegi 47. Eins og þú veizt er það ekki langt frá Vatnsmýrinni. Þess vegna held ég, að lagið Við Vatnsmýrina við texta Tómasar sé það sannasta sem ég hef gert. Þegar maður reynir að túlka eitthvað, sem maður hefur sjálf- ur lifað, þá er ofurlítil von til þess, að goður árangur náist. Eins og þú hefur kannski tekið eftir heitir kvæðið Við Vatnsmýrina. Margir segja í Vatnsmýrinni, en það er ekki rétt. Þetta er einkennandi fyrir hógværð Tómasar og kem- ur víða fyrir í kvæðum hans. ,,Enn birtist mér ( draumi sem dýrlegt ævintýr / hver dagur sem ég lifði í návist þinni . . . ." Það er ekki verið að ryðjast inn á neinn. Það var oft gaman í Vatnsmýrinni. Þar var friðland lóunnar á sumrin, og þar fór maður á skautum upp um allt á veturna. Síðan kom tæknin til sögunnar. Þeir byrjuðu að fljúga f Vatnsmýrinni. Ég er hræddur um, að lóan hafi kannski þess vegna horfið þaðan. Það var oft fjörugt í þessu hverfi. Bærinn var lítill og allir þekktu alla. Lögregluþjónana þekktu til dæmis allir með nafni. Það var einn gamall maður, sem mér þófti mjög vænt um. Ég kynntist honum aldrei, en það gerðist svolítið, sem varð til þess, að ég gleymi honum aldrei. Ég sat eitt sinn á tröpp- unum heima hjá mér. Það var snjór. Þegar gamli maðurinn gekk framhjá, kallaði ég til hans: Má ég kasta í þig? Jájá, gerðu það, svaraði hann. Mér datt náttúrlega ekki í hug, að ég mundi hitta,- en ég hitti beint í eyrað á aumingja karl- inum. Ég hljóp strax til hans, og mér varð svo mikið um þetta, að ég grét. En maður var nú ekki alltaf svona næmur fyrir þvt, sem maður gerði af sér. Þetta hefur sennilega verið af því, að hann sagði að ég mætti henda í sig. Þarna var einu sinni strákafélag, sem hét Indíánafélagið. Ég var nú ekki kominn til sög- unnar þá, en mér hefur verið sagt frá því. Björn bróðir minn var í því og fleiri nafnkunnir menn. Til skamms tíma hafa þeir hitzt öðru hverju til þess að rifja upp þessa skemmtilegu daga. Þetta var heljarmikið félag. Það hafði til dæmis á stefnuskrá sinni, að það mátti ekki hrekkja gamla menn, en gamlar konur mátti hins vegar hrekkja! Félagið hafði bækistöð slna einmitt við Vatnsmýrina. Og það var ekki heigl- um hent að ætla sér þangað, meðan félagið réði þar rikjum. Einu sinni réðust þeir á Jónas pólití og bundu hann. Hann var að fara til vinnu sinnar niður á stöðina. Strákarnir voru þá að sjóða sér kartöflur. Þeir fóru vel með Jónas pól og gáfu honum kartöflur. Hann kom náttúrlega of seint á stöðina fyrir bragðið, en lét það ekkert á sig fá; gerði ekkert í málinu. Leikir okkar strákanna hafa sennilega verið svipaðir og þeir eru enn í dag: Fótbolti, bar- dagaleikir og stundum slagsmál. Og leikurinn ,,Að hverfa fyrir horn". Það var nokkuð dular- fullur leikur. Ég man, að ég kompóneraði eift sinn mikla drápu um hann. Maður átti að fela sig, og svo var einn sem taldi. Maður faldi sig oft á stöðum, sem maður var dauðhræddur að vera á. Þetta var óskaplega dularfullt. Maður átti að reyna að komast óséður á staðinn, það- an sem maður fór. Ef það tókst var sungið: „Gefum okkur ( Ijós!" Ut frá melódíunni, sem sungin var, kompóneraði ég drápuna miklu. Ég reyndi að túlka mystikina og allt það, sem maður fann út úr þessu. En nú er drápan löngu gleymd. AÐ RÖLTA Á EFTIR KÚARÖSSUM. Þegar ég var átta ára var ég settur í pfanó- tíma til Önnu Pjeturs. Ég var þá farinn að spila talsvert eftir eyranu og það háði mér dálítið. Ég lærði öll lög um leið og ég heyrði þau. Svo var það einu sinni, að ég kom ( tíma óvart klukkutíma of snemma. Ég átti að mæta klukkan níu á morgnanna, en í þetta skipti mætti ég klukkan átta. Faðir Önnu, dr. Helgi Pjeturs tók á móti mér. Það var hálfgert leiðindaveður. Hann bauð mér inn, setti mig á kné sér og sagði mér sögur af meisturunum. Það þótti mér miklu skemmtilegra en að vera í tímanum. Að lokum gaf hann mér mjólk og kökur. I næsta tíma kom ég líká klukkutíma of snemma. Þá brosti Helgi Pjeturs og sagði: Já. Jæja. Komdu inn. Ég ætlaði náttúriega að fara að leika þetta, því að hanri tók mér svo vel. Mér fannst hrein unun að hlusta á hann segja frá. Kannski var ástæðan líka sú, að ég kunni nú ekki of vel f tímunum og fannst gott að fá svolitla uppörvun á undan þeim. Ég var á fleiri stöðum í píanótímum. Ég var hjá Katrfnu Viðar, Sigurði ísólfssyni, Önnu frænku minni Jónsdóttur og Fritz Weishappel. Síðan fór ég í tónlistarskólann og lærði tón- fræði og píanóleik hjá dr. Urbancic. Ég man enn þá eitt lag, sem ég samdi þegar ég var átta ára. Ég samdi það þegar ég rölti á eftir kúarössum austur í sveit. Ég þori varla að segja það, en það er skrítið, að mér hefur alltaf þótt miklu vænna um kýr en hesta. Það hafði afar góð og róandi áhrif á mig að rölta á eftir kúarössum í aftansól. Ég samdi mörg lög, þegar ég var að dangla í bossana á þeim. Mér þykir líka vænt um hesta, en það er allt öðru vísi. Nei, mér þóttu kýrnar aldrei leiðin- legar. Þær verkuðu vel á mig. Framhald á bls. 40. /------------------------------------- „Hann minnti mig oft á séra FriSrik Friðriksson," segir Sigfús um Vladi- mir Polounin, sem var kennari hans, er hann lærSi leiktjaldamálun f London. V_____________________________________ Hér sést Sigfús ásamt Lulu Ziegler, sem kom eitt sinn hingaS til lands og hélt nokkrar skemmtanir. r ---------------------------------\ Á seinni árum hefur Sigfús feng- izt æ meir viS listmáiun. Sér- staklega eru Reykjavíkurmyndir hans kunnar. 10 VIKAN 51-tbl- 5i. tw. viKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.