Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 28
á spítalann,
og reyni aö lækna hana.
„Hvað - hvað er að henni?
spurðu börnin öll í einu.
„Hún er alltof þreytt,
hún getur ekki
staðið á fótunum lengur.
Þið hafið víst verið
erfið við hana.
Ef þið bætið ykkur,
getur mamma ykkar
fengið að koma
heim um jólin.“
Þetta sagði læknirinn.
Svo hringdi hann
á sjúkrabíl
og tók mömmu með sér.
Börnin stóðu nú
ein eftir.
Þeim leið illa.
Þau skömmuðust sín.
Stærsta systirin sagði:
„Við höfum ekkert
hugsað um mömmu.
Nú verðum við
að hjálpast að
og vera dugleg,
svo að mamma
komi heim um jólin.“
Hin börnin tóku vel
undir það.
Næsta morgun
fengu þau sér sápuvatn
í fötur
og byrjuðu að gera hreint.
Stóru börnin þvoðu veggi,
litlu börnin þvoðu gólf.
Svo bónuðu þau og pússuðu
svo allt glansaði
og ilminn lagði langar leiðir.
Næsta dag fóru þau öll
til konu, sem þau þekktu.
Þau báðu hana að baka
fyrir mömmu jólakökur,
þau skyldu vinna
eitthvað fyrir hana í staðinn.
Hún tók því vel,
og bakaði fyrir þau
allan daginn.
Á meðan fóru þau
í sendiferðir
mokuðu snjó frá húsinu
og gerðu ýmislegt
fyrir hana í staðinn.
Um kvöldið roguðust þau
heim með marga bauka
af fínum kökum.
Þriðja daginn tóku þau niður
það, sem eftir var heilt
af jólagjöfunum, sem þau
höfðu sjálf átt að fá
frá mömmu.
Þau fóru með hlutina
út í búðina
og fengu þeim skipt
fyrir fallega peysu
handa mömmu.
Læknirinn leit
inn til þeirra
á Þorláksmessu.
Þau sýndu honum
sæ! og rjóð
allt, sem búið var að gera.
Læknirinn brosti
hlýtt til þeirra,
klappaði þeim minnstu
á kollinn og sagði:
„Ég sé, að þið hafið skilið
hvað ég meinti um daginn.
Það er víst óhætt að koma
með mömmu ykkar
heim á morgun.“
Það er óhætt að segja,
að mamma og börnin
höfðu aldrei lifað ánægjulegri
jól.
r
Nýtízku gerðir og litir .... Falleg áferð . . . .
Fyrsta flokks vörugæði .... eru einkenni pólskra
efna.
CETEBE
útflutningsfy rirtæki — Lodz, Nautowicza 13, Pól-
landi. — Símnefni Cetebe, Lodz; Telex 88210, 88226.
- Simi 28533. - Pósthólf 320.
býður:
ULLAREFNI fyrir dömur og herra í herrafatnaði,
kjóla, dragtir og frakka.
E L A N A-EFNI í herrafatnaði, dragtir og kjóla
(blönduð ull og Elana sem er pólskt gerviefni fram-
leitt samkvæmt sérleyfi frá ICI).
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum okkar á Is-
landi:
HEILDVERZLUN
V. H. VILHJÁLMSSONAR
Bergstaðastræti 9B — Reykjavík. — Símar 18418 og
16160 - Símnefni: HJÁLMUR.
28 VIKAN «• tbl-
-4