Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 8
Karlmaður óskar sér karlmannlegrar gjafar
það hlýtur að vera
uce
Raksápu-Vrús
Andllts-talkúm, Hár.-krem, Svita - kr«m
SHULTON • NEW VORK • LONOON RARIS
Eftir rafmagns - rakstur
Hár- krem
Winther þrihjól
fást í þrem slœröum
ORNINN
SPÍTALASTÍG 8 - SÍMI 14661
PÓSTHÓLF 671.
Þau synda eins
og hundarnir
Álil þýzka barnalæknisins De-
brals hljóðar svo: „Börn hafa
ómetanlegt gagn af því að byrja
svona snemma að æfa sund. Oll
líkamsbyggingin, ekki sízt vöðv-
arnir, styrkist og minni hætta er
á, að síðar komi í ljós einhverjir
líkamsgallar, sem orsakast af
rangri meðhöndlun í frum-
bernsku. Sem dæmi um þetla má
nefna, að börn geta orðið hjól-
beinótt, ef þau byrja of snemma
að ganga, þau geta orðið hrygg-
skökk, ef þess er ekki gætt, að
Þau sitji rétt, og svo framvegis-
Barn lærir vitaskuld ekki að
synda á svo ungum aldri, en það
lærir að athafna sig í valni; það
venst vatni og verður ekki hrætt
við það upp frá því.“
Sundkennsla ungbarna, sem
auðvitað er í rauninni aðeins
busl og leikur, er með öllu
hættulaus. Barnanna er mjög
vel gætt, sérstaklega fyrst í stað,
meðan þau eru að venjast vatn-
inu. Auk sundkennara og aðstoð-
armanna eru mæðurnar viðstadd-
ar allan tímann og fylgist hver
með sínu barni.
Það er fróðlegt að athuga
fyrstu viðbrögð barns í vatni. —
Þegar það hefur vanizt vatninu
eilítið, er ekki svo mikil hætta
á að það gleypi vatn, þótt það
fari öðru hverju í kaf. Og af ein-
hverri eðlishvöt byrjar það að
taka sundtök og busla, rétt eins
og hvolpur, sem lendir í vatni.
Eftir fimm kennslutsundir getur
barnið haldið sér á floti í 25
sekúndur.
Reynslan hefur sýnt, að þau
V.__________________________________________________________________
Þeir sem horfa í fyrsta skipti
á kennslustund yngsta ald-
ursflokksins í Sundskóta Heinz
Bauermeister í Miinchen, gætu
hæglega haldið, að verið væri að
drekkja ungbörnum. Svo er þó
sem betur fer ekki. Hins vegar
eru í yngsta aldurflokknum
nokkurra mánaða gömul börn,
sem ekki eru einu sinni farin að
ganga! Auðvitað öskra litlu grey-
in, þegar þau eru látin ofan í
vatnið fyrst í stað, en þau venj-
ast vatninu furðu fljótt. Það gef-
ur auga leið, að ekki er hægt að
kenna svo ungum börnum að
synda. En til hvers er þá verið
að þessu?
börn sem hafa verið látin venj-
ast vatni frá blautu barnsbeini,
eru fljótari að læra að synda,
þegar þau hafa aldur til þess- Og
það er engin hætta á að þau séu
hrædd við vatnið.
☆
ORÐSENDING
TIL
Með fullri virðingu fyrir hest-
eigendum verður ekki hjá því kom-
izt að segia frá rannsóknum, sem
fram fóru nýlega um gáfnafar dýra.
Og niðurstöðurnar reyndust alls
ekki vera hestinum ( hag.
Filipus, drottningarmaður af Eng-
landi, eignaðist á sínum tíma fjöld-
ann allan af óvinum með því að
halda því fram, að hesturinn væri
verst gefna skepna, sem skaparinn
hefði nokkurn tímann sent frá sér.
En nú blæs byrlega fyrir kónga-
fólkinu í þessu máli, því prinsinn
hefur eignazt dygga stuðningsmenn.
Tveir starfsmenn við háskólann í
Georgiu í Bandaríkjunum hófu ný-
lega gáfnafarsrannsóknir á dýrum.
Þeir fundu margt út. M.a. að
hundurinn er heimskari en svínið,
og að kötturinn er heimskari en
hundurinn.
Hesturinn fékk hins vegar voða-
lega útreið. Þeir fullyrtu þó, að
hann væri aðeins betur í sig kom-
inn en kalkúninn . . .
En hesteigendur mega ekki æðr-
ast við þetta. Það fær sér enginn
hest til þess að nota hann sem
einkaritara. Og hvað er þá að?
JAMES BOND
GERIR UT AF
VIÐ SMÁ-
NJÓSNARA
í Bonn eru þeir kallaðir auka-
vinnunjósnarar, mennirnir, sem að
vísu lenda ekki í neinum stórævin-
týrum eins og hetjan James Bond,
en eru njósnarar samt. Og það er
ekki langt síðan að það var álitið
að u.þ.b. 16.000 slíkir njósnarar
héldu til í Vestur-Þýzkalandi.
I dag eru þessir smánjósnarar
svo mikið sem búnir að vera.
Njósnakerfi austurblokkarinnar var
áður rekið á þann hátt í Vestur-
Þýzkalandi, að þessum smánjósnur-
um var dreift út um alít, til þess
að snapa eftir upplýsingum, og
gamla reglan átti að gilda, að
margt smátt geri eitt stórt. Þýðing-
arlausar upplýsingar gætu farið að
hafa þýðingu, þegar búið væri að
fá nógu mikið af þeim.
Menn voru með ýmsum ráðum
fengnir til þess að taka á sig þess-
ar smánjósnir. En kerfið brást og
það reyndist líka of dýrt.
Þessir menn hafa nú verið leystir
af hólmi af nokkrum fyrsta flokks
og vel menntuðum njósnurum, og
tæknin er betur útfærð í öllu kerf-
inu en áður hefur verið. James
Bond-aðferðirnar hafa gert smá-
njósnara atvinnulausa!
Njósnarinn færir sín daglegu fyr-
irmæli á morgnana í gegn um
útvarp, algerlega áhættulaust. Og
starfsmennirnir eru alveg óhultir.
En það, að austurblokkin hefur
gjörbreytt njósnakerfinu ( Vestur-
Þýzkalandi hefur komið skýrt ( Ijós
við dómstólana. Fyrir nokkrum ár-
um voru hundruðir dæmdir árlega
fyrir njósnir, árið 1965 aðeins fimm,
og enginn í fyrra.
James Bond hefur gjörbreytt
njósnafyrirkomulaginu í veröldinni.
BÚSÁHÖLD
LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349
8 VIKAN
51. tbl.
51. tbl.
VIKAN 9