Vikan


Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 31

Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 31
Venjuleg karfa, hún var úr krystal, sagði mamma. — Hva5 er krystall, spurði Elisa- beth. — ÞegiSu, sagði Josie, en mamma sagði að það væri fínasta glerið. Rósirnar voru heldur ekki venju- legar rósir, bessar voru hvltar, en Elisabeth hélt rsð allar rósir ættu að vera rauðar. — Sú er vitlaus, sagði Josie. — Hver ó að bera körfuna? — Ég er elzt, sagði Christabel, — ég ætti að bera hana. — Ég er eini strákurinn, sagði Godfrey, — það er bezt að ég geri það. — En ég heiti Josephine, ( höf- uðið á henni, sagði Josie. Svo spurðu þau móður sína, og hún sagði að Elisabeth ætti að halda á körfunni. — Hversvegna, hrópuðu börnin. — Vegna þess að hún er yngst. Þau höfðu aldrei heyrt neitt því- líkt. — Hún brýtur hana, kölluðu þau öll f kór. — Ég skal passa hana vel, sagði Elisabeth. Hún var glöð og stolt, þegar móðir hennar fékk henni þessa skínandi körfu, fyrir utan dagstofu- dyrnar. Langamma sat í hægindastól. Hún var með hvítt og silfurofið sjal á herðunum og hvítt teppi á hnján- um. í augum Elisabeth var hún öll hvít og silfurlit, hárið var líka hvftt og hún hélt um fíngerðan staf með silfurhún. Svo sá Elisabeth nokkuð sem kom henni til að þagna í miðri línu,- á nefbroddi langömmu hékk daggardropi. Eldri og reyndari börn hefðu hugsað með sér að langamma ætti að snýta sér, en Elisabeth fannst þessi titrandi daggardropi svo fall- egur, og það glitraði á hann, þeg- ar hún hreyfði höfuðið. Þetta minnti Elisabeth á eitthvað, en hún gat ekki munað hvað það var. Hún starði heilluð á dropann, svo hún tók ekki eftir þvf þegar systkini hennar voru búin með versið. —........halelúja . . . ! Það var þögn. — Elisabethl hvíslaði Christabel. — Haltu áfram, sagði Godfrey. Josie ýtti við henni. Elisabeth hrökk við og missti körfuna. Rósirnar lágu út um allt gólf og karfan brotnaði í þúsund mola. Löngu seinna, það var raunar aðeins klukkutíma seinna, en Elisa- beth fannst það vera fleiri tfmar, kom móðir hennar upp. — Langamma vill tala við þig, sagði hún. Elisabeth lá bak við kistuna, og flauelskjóllinn hennar var orðinn rykugur, en henni var alveg sama. Hún hafði ekki farið niður til að drekka te og hún hafði ekki einu sinni skoðað jólagjafirnar. Hún hafði heyrt föður sinn segja: — Til hvers er að gefa henni jóla- gjöf, hún getur ekki einu sinni lært að nota það sem hún hefir fengið. Elisabeth hafði gert eins lítið úr sér og hún gat, bak við kistuna,' en nú leit hún upp og spurði: — Vill hún tala við mig? Langamma horfði á Elisabeth, á rykugan kjólinn, grátbólgið andlit- ið og stuttu fæturna, sem ekki náðu niður á hjólinu. Elisabeth fannst einhver segja: — Eitthvað verður að gera. Það hlaut að hafa verið langamma, það var enginn annar inni í stofunni, en röddin virtist koma einhversstaðar ofan frá, frá jólatréstoppnum. í sömu andrá heyrðist eitthvað strjúk- ast við greinarnar, og álfabrúðan sveif niður, rétt eins og hún væri að fljúga. Hún lenti rétt hjá staf langömmu. — Hamingjan góða, en sú heppni, sagði langamma, og nú kom rödd- in greinilega frá henni. — Ég ætl- aði að fara að segja að þú þyrftir á góðum Ijósálfi að halda. — Ég? sagði Elisabeth . — Já, þú, sagði langamma. — Það er bezt að þú fáir þennan álf. — Hvað með hin? spurði Elisa- beth. — Láttu mig um það, sagði lang- amma. — En jólatréð næsta ár? — Það er langt til næstu jólar sagði langamma, — við sjáum tih Elisabeth kraup niður á gólfið og lyfti álfabrúðunni varlega upp. r— Hvernig á að passa hana? spurði Elisabeth. — Hún á að passa þig, sagði mamma, en eins og allir vita, sem hafa lesið álfasögur, eiga álfarnir það til að snúa hlutunum við. — Ja svei, sagði Josie, — þetta er bara venjuleg brúða, klædd í álfaföt. Josie var afbrýðisöm. — Hún er alls ekki venjuleg, sagði Elisabeth, og þið munuð sjá að Elisabeth hafði á réttu að standa. — Hvað heitir hún? spurði Josie. — Hún þarf ekkert nafn, hún er bara álfabrúðan, sagði Elisabeth. — Hvernig á ég að passa hana sem bezt? Alfabrúðan horfði beint fram fyr- ir sig, en Elisabeth hlýtur að hafa snert töfrasprotann, því að hann hreyfðist mjög hægt í hendi álfa- brúðunnar. — Hvar á hún að búa, spurði Josie, — ekki getur hún búið I brúðuhúsinu. Álfar búa hvergi, sagði Josie, fýlulega. — Þeir verða, sagði Elisabeth. — Mamma segir, að sumt fólk segi, að álfarnir hafi verið fyrsta fólkið, svo þeir búa einhversstaðar. Svo sneri hún sér að föður sfnum og spurði: — Pabbi, hvar bjó fyrsta fólkið? — í hellum, held ég, sagði pabbi. — Elisabeth getur aldrei búið til 'helli, sagði Josie. Elisabeth var rétt búin að opna munninn til að segja nei, en þá hljómaði ting í höfði hennar. Það var svo tært og skært, eins og í glerbjöllunum. — Ting. Hjólhesta- karfa, sagði hljómurinn. Elisabeth vissi vel hvernig hell- ar voru, það höfðu verið nokkrir hellar við ströndina; það var lika einn stór inni f skóginum, handan við akurinn, og einmitt þessi jól hafði verið hellir í jötuskreyting- unni í skólanum. Hefði hún verið gáfuð, eins og hinir krakkarnir, hefði henni aldrei dottið í hug að það væri hægt að nota körfu af reiðhjóli til þess arna. En einmitt vegna þess að hún var ekkert gáf- uð, þá fór hún að athuga þetta nánar. Hún tók körfuna af nýja hjólinu og setti hana á hliðina. Hljómurinn hafði haft á réttu að standa, þegar karfan var komin á hliðina, var hún eins í lögun og hellir. Hellirinn í skóginum var grasi vaxinn, hvernig skildi álfagras vera? Hljómurinn sagði ,,mosi". Hún vissi vel hvar mosinn var, hún hafði farið með krökkunum til að tína mosann, sem settur var á jóla- trésfótinn. Fyrir viku síðan hefði Elisabeth ekki þorað ein út í skóg, en nú hafði hún álfabrúðuna og lagði hiklaust af stað gegnum garð- inn, yfir götuna og akurinn, og leið ekki á löngu áður en hún var komin til baka með nóg af mosa, sem hún bar í pilsinu sínu. Hún þakti alla körfuna með mosa, svo tók hún stórt pappaspjald, setti mosa á það og setti körfuna ofan á, svo það var eins og hún stæði á mosabreiðu. Það var mesta furða hve hug- myndaflugið getur breytzt. Elisa- beth hugsaði um hvað hún ætti að gera næst, og það brást ekki, að hljómurinn svaraði henni, rétt eins og sjálfvirkur spilakassi. Og þann- ig hélt hún áfram, þangað til hún var búin að búa hellinn allskonar hlutum og þægindum handa álfa- brúðunni. — Nei, sjáið þið hvað Elisabeth hefir gert, sagði Christabel undr- andi. — Sjáið, hvað þetta er fallegt! Jcsie rétti fram höndina til að snerta einn litla stólinn, en Elisa- beth fann einhverja tilfinningu innra með sér, eins og hún hefði verið snert töfrasprota. — Ekki snerta, sagði Elisabeth við Josie. Vorið kom og Elisabeth vakti alltaf jafn vel yfir velferð álfabrúð- unnar. Einn morguninn voru börnin á leið til skólans, og Christabel sagði að venju: — Elisabeth, þú hefur ekki burstað fennurnarl Elisabeth var að því komin að fara til baka, en hætti við. Hún hafði nefnilega heyrt ting, þegar hún var ( baðherberginu, og mundi þá eftir tönnunum. — Ég hef burst- að þær, sagði Elisabeth, eiginlega undrandi yfir sjálfri sér, og Christa- bel var ekki síður undrandi. Við viljum minna á að áramótafagnaður verður haldinn á gamlárskvöld eins og undanfarin ár, og verður tekið á móti borðpöntunum alla daga nema miðviku- daga í skrifstofu hússins frá kl. 5-7. Ennfremur verður opið nýársdagskvöld til kl. 2 og annan í nýári til kl. 1. Við óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og góðs nýárs. VEITINGAHÚSIÐ ítómu. 5i. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.