Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 19
vart, ef skilaboð kæmu á þessari
bylgjulengd, jafnvel meðan hann.
væri ekki að vinna.
S.O.S. var kallmerki skips, sem
var í áköfum nauðum statt. XXX
kallmerkið, sem Willie notaði, var
ekki eins áríðandi, en í meira sam-
ræmi við skilaboðin, sem á eftir
fóru. Fjöldi skipa á stóru svæði
myndi heyra það. Það myndi ef til
vill verða meðhöndlað með nokk-
urri tortryggni, svo sem ef um
spaug væri að ræða, en það var
fyrir ákveðið starf.
— Allt í lagi. Hún hafði ekki
augun af manninum á gólfinu.
Hún gat ekkert sagt til að létta
undir með Willie núna. Orð gátu
aðeins leitt til þess að brjóta þann
andlega vegg, sem hann hafði hlað-
ið til að útiloka allar tilfinningar.
Hún hafði byggt sinn eigin vegg
hið innra með sjálfri sér. Það var
varnaraðferð, sem þau höfðu alltaf
notað að einhverju marki, í hvaða
leik sem var. En hún vissi með svo
fara að senda skeyti! hrópaðl hann
másandi.
Hann herti takið á handlegg Mo-
desty og krækti lausa handleggn-
um og háls hennar aftan frá. —
Tíkin þín! Bölvuð, andskotans tfk-
in þ(n, ég skal drepa þig!
Hann snöggþagnaði. Talo sá
ekki nákvæmlega hvað gerðist, að-
eins snögga hreyfingu Modestys og
Willie Garvin valt til hliðar og hélt
annarri hendi um hálsinn. Hann
velti sér í flýti á bakið og lyfti fót-
stjórnarherberginu, en þægilegur
hrollur í Liebmann.
Karz, rakaður og fullklæddur,
sat við borðið. Engar kenndir sá-
ust á mongólaandlitinu, en frá þess-
ari stóru veru andaði jökulkulda,
sem fyllti herbergið.
Klukkan var þrjú að nóttu, að-
eins tuttugu mínútur liðnar síðan
Willie Garvin hringdi frá loftskeyta-
stöðinni. Modesty Blaise stóð and-
spænis Karz hinum megin við borð-
ið. Hár hennar laust og úfið, hend-
Hann tók upp tólið og augu hans hvíldu á henni. -
Það væri allt of gott á þig að ég hálsbryti þig núna.
stílað til Mercycorps, London, og
um þannig efni, að skipstjórar
nokkurra skipa myndu ákveða að
senda það áfram.
Brezk skip myndu koma því á
framfæri gegnum fjarskiptakerfi
heimsveldisins, til Bombay eða til
Mauritius og þaðan til London.
Willie sat nú með morslykilinn í
höndunum. Hann sendi skeytið
hægt, um það bil fimmtán orð á
mínútu. Hann endurtók kallmerkið
og skilaboðin þrisvar sinnum, svo
gekk hann aftur frá senditækjunum
á sama hátt og þau höfðu verið.
Modesty gekk til meðvitundar-
lausa mannsins, tók deyfilyfið úr
nösunum á honum, lagði það á seð-
ilinn með skilaboðunum og kveikti
í. Þegar allt var orðið að ösku,
muldi hún hana ofan á krúsina á
bekknum, sem notuð var fyrir ösku-
bakka.
Willie stillti senditækin eins og
þau höfðu áður verið. Hann hafði
fram til þessa unnið með hröðum,
nákvæmum hreyfingum og andlitið
sviplaust. Venjulega hefði á stund-
um eins og þessari vottað fyrir á-
kefð og neista í honum, hinu ytra
merki um örvun, sem kom þegar
leikurinn var ( fullum gangi, og
dansað var eftir hinni mjóu línu
hættunnar.
En ekki að þessu sinni.
Hann sneri sér ( stólnum og leit
á Modesty. — Þá er það frá. Þú
getur reiknað með hundrað á móti
einum að það nái Tarrant. Og það
hefur enga þýðingu fyrir neinn ann-
an. Það voru engin blæbrigði (
röddinni eða á andlitinu og hún
vissi, að hann vann einfaldlega
eins og vél, sem hafði verið stillt
óhugnanlegri vissu, að þau höfðu
aldrei þarfnazt þess jafn ákaft og
þau myndu þarfnast þess nú og á
næstu dögum.
Fimm mínútur liðu í þögn, sfðan
fór fiðringur um manninn á gólf-
inu og hann andvarpaði.
Modesty kinkaði kolli.
Willie stóð upp, stillti sér and-
spænis henni og hikaði.
Hún leit snöggt ( augu hans og
leyfði sér að brosa ofurlítið. Svo
slöngvaði hún til hendinni og skóf
með nöglunum niður eftir kinn
han.s
Talo, Grikkinn, kom hægt til
sjálfs sín á ný. Það var hávaði,
maður að hrópa — síðan áköf á-
tök — skellur, þegar Kkami skall
á kofaveggnum.
Þegar honum skýrðist fyrir aug-
um, sá hann stól liggja á hvolfi,
innihald öskubakkans á gólfinu.
Dyrnar að kofanum stóðu galopn-
ar og tjaldið dregið frá. Talo lyfti
höfðinu og starði.
Garvin . . . og þessi Blaise. Þau
slógust eins og villikettir. Hún kast-
aðist aftur á bak. Hún þreifaði eft-
ir byssunni í hulstrinu, en Garvin
var fljótur. Hann flaug á hana með
öxlina fyrir bringspalir hennar og
vinstri höndin læstist um úlnliðinn
á henni. Hún skall ( gólfið undan
þunga hans, iðaði og reyndi að ná
upp byssunni. En Garvin varð fyrri
til. Lágt óp brauzt yfir varir hennar,
byssan skall í gólfið og rann ( átt-
ina til Talos.
Grikkinn var kominn á hnén og
starði eins og ( leiðslu. Rétt ( svip
leit Willie um öxl til hans. — Hún
var vic senditækin og ætlaði að
unum til að hrinda af sér árás, um
leið og Modesty spratt á fætur.
Talo kastaði sér yfir byssuna og
læsti hendinni um skeftið. Um leið
og hann miðaði, snarstanzaði Mo-
desty og leit á hann, með hendurn-
ar lyftar til hálfs.
— Kyrr, sagði Talo hásum rómi.
— Ef þú hreyfir þig, skal ég svo
sannarlega drepa þig.
Það var fullkomin þögn nokkrar
mínútur. Talo stóð upp og byssan
var stöðug ( hönd hans.
— Er allt í lagi með þig, Garv-
in? Hann hafði ekki augun af Mo-
desty, hún stóð eins og freðin, án
þess að hreyfa sig.
Willie Garvin reis á fætur og
neri á sér hálsinn. — Það er allt (
lagi með mig, sagði hann rámur.
Modesty tók til máls og sagði
með lágri, ákafri röddu: — Við
skulum semja. Dreptu Garvin. Við
getum sagt, að ég hafi fundið hann,
þar sem hann var að reyna að
koma út skeyti. Sjálfur geturðu
kjörið þér launin....
Talo hló stuttaralega. — Ertu
brjáluð? Ég er þegar á launum,
Blaise. Ég vinn fyrir Karz, og tek
laun frá honum. Ef ég færi að vinpa
fyrir þig, myndi ég enda í hönd-
um Tvíburanna.
— Tvtburanna . . . bergmálaði
Willie lágt og gekk að stmanum fyr-
ir aftan Modesty. Hann tók upp
tólið og augu hans hvddu illsku-
lega á henni. — Það væri allt of
gott á þig, að ég hálsbryti þig
núna. Svo talaði hann inn ( tólið.
— Garvin hér. — Gefið mér Karz.
Það er áríðandi.
Það var hlýtt og notalegt f
urnar bundnar aftur fyrir bak með
einangruðum vír.
— Þú varst að reyna að senda
skeyti, sagði Karz. — Hvert?
Hún yppti öxlum kæruleysislega.
— Skiptir það máli núna?
— Svaraðu spurningu minni.
— Til gamals kunningja m(ns í
Bombay. Hann er radíóamatör. All-
an þann tíma, sem ég hef þekkt,
hann situr hann við tækin sín á
hverju kvöldi um þetta leyti.
— Innihald skeytisins?
— Allt þetta. Hún bandaði frá
sér hendinni. — Þessi áætlun. Ég
takmarkaði hana niður ( tæplega
hundrað og fimmtlu orð.
— Á pappír?
— í höfðinu. Hún talaði með því
kuldalega kæruleysi, sem einkenn-
ir þann, sem veit, að lygi eða sann-
leikur skiptir ekki lengur máli.
— Og þessi kunningi þinn átti
að láta skeytið ganga til brezku
stjórnarinnar?
— Og amerísku stjórnarinnar. —
Það var innifalið í skeytinu, sem ég
ætlaði að senda.
— Tilgangurinn með þessum svik-
um?
— Peningar. Að bjarga Kuwait
væri báðum þessum stjórnum næst-
um ómetanlegt. Ég hefði fengið að
minnsta kosti tíu sinnum, það sem
þú ætlar að borga.
— Kannske. Og eftir að þú hefð-
ir sent skeytið, hvað þá?
— Ég ætlaði að fara fótgangi
eftir einum dalnum, vestur að vatn-
inu.
Augu Karz þrengdust svolítið. —
Þú veizt, að það er ógerningur. —
Enginn getur flúið héðan á fæti.
Framhald á bls. 50.
51. tbi. VIKAN 19