Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 41
ustu kennslustundir að fá að vinna
með honum. Hann rak mig heim
hvað eftir annað, ef liann var ekki
ánægður. Þetta var það veigamikið
verk, að ég réði ekki við að skrifa
það upp einn, Það hefði sennilega
aldrei orðið til, ef Róbert hefði ekki
hjálpað mér með það.
Einu sinni gerðist dálítið einkenni-
legt atvik í sambandi við St|ána
bláa. Ég fékk hótunarbréf. í bréf-
inu stóð, að ef ég tæki ekki þetta
helvítis lag úr útvarpinu, þá yrði
ég skotinn! Ég sé eftir að hafa
farið með bréfið til lögreglunnar.
Mig hefði langað til að eiga það
núna. Það var svo undarlegt, að á
þessum tíma var talsvert af svona
bréfum í gangi.
— Hvað skyldi hafa farið svona
í taugarnar á bréfritaranum?
— O, ég veit ekki. Þetta hefur
kannski verið eitthvað svipað og
þegar menn sprengia upp listaverk,
sem þeir eru ekki ánægðir með.
Það er engin úrlausn. Það er hættu-
leg stefna að ætla sér að ráðast
á allt, sem maður er á móti og
getur ekki fellt sig við. Hitt er ann-
að mál, að það er engin nauðsyn
að gleypa allt sem að manni er rétt.
En maður þarf ekki endilega að
berja það niður með hnúa og hnef-
um. Það er ekki svo margt í listum,
sem ég er hreinlega á móti. Ég er
til dæmis alls ekki á móti abstrakt-
myndum, þótt ég máli ekki þannig
sjálfur. En þegar menn fara að
gera einhverjar hryllingsmyndir,
sem hafa engan bakhjarl og engan
tilgang; eru ekkert annað en hryll-
ingur, þá á maður f rauninni að
vera á móti þeim. Svipuðu máli
gegnir með tónlistina. Ég get ekki
viðurkennt neina tónlist, þar sem
menn eru farnir að grufla inn í
hljóðfærin, slíta strengi og gera
alls konar kúnstir,- brjóta flöskur í
pokum og þvíumlíkt. Þetta er nátt-
úrlega frávillingsháttur og ekkert
annað.
EF ÉG VÆRI
ORÐINN LÍTIL FLUGA . . .
— Hvar samdirðu Litlu fluguna?
— Á Reykhólum. Ég hafði verið
veikur og presturinn bauð mér að
vera á Reykhólum á meðan ég væri
að jafna mig. Þetta var f desem-
ber. Vetrarríki var mikið, vegir
tepptir og ekkerf hægt að komast.
Ég hafði góða aðstöðu með hljóð-
færi. Bæði gat ég fengið að nota
orgelið hjá prestinum, og svo var
píanó á tilraunastöðinni. Sigurður
Elíasson var tilraunastjóri, þegar
þetta gerðist.
Einn dag var fellegt vetrarveð-
ur, en afar kalt. Við Sigurður vor-
um að rabba saman. Við töluðum
meðal annars um það, hvort ekki
væri hægt að gera einhvern fjand-
ann til þess að létta fólkinu tilver-
una. Þá sagði hann mér frá þvf,
að hann hefði farið einu sinni upp
í fjall til þess að yrkja. Hann kvaðst
aldrei hafa ort neitt að gagni; lítið
sem ekkert fengizt við slfkt. Ég
skildi þetta mætavel. Það hefur oft
komið fyrir mig, að ég hef þurft
að losna við eitthvað með því að
rjúka í píanóið og spila. Ég bað
hann að sýna mér kvæðið. Þetta
var talsverður bragur. Ég sá strax,
að þegar hann segir: Ef ég væri
orðinn lítil fluga . . . — þá var hann
ekki lengur leiður. Þá var hann
búinn að yrkja sig út úr leiðindun-
um. Ég spurði hann, hvort ég mætti
ekki eiga þessar tvær vísur innan
úr kvæðinu. Jú, hann sagði, að það
væri allt í lagi. Síðan gekk ég að
hljóðfærinu og spilaði lagið á auga-
bragði.
Um jólin var haldin barnaskemmt-
un, og ég fenginn til að leika jóla-
svein. Þá varð ég nú aldeilis var
við að Litla flugan yrði lærð. Ég
var ekki búinn að syngja hana
nema einu sinni, þegar allir krakk-
arnir sungu hana með mér. Þetta
sannaðist betur, þegar hún var leik-
in í útvarpið litlu síðar. Þú mátt
gjarnan koma því á framfæri, þvf
að það hefur hvergi komið fram,
að Litla flugan er eina lagið á Is-
landi, sem getur kallazt ,,hit". Þetta
virðist enginn hafa gert sér Ijóst.
Ég efast um, að við lifum slíkt aft-
ur. Það gerist ekki svo oft, jafnvel
ekki hjá stórþjóðunum. Hins vegar
koma alltaf lög, sem verða vinsæl.
En þetta með Litlu fluguna var al-
veg sérstakt. Ég hef aldrei orðið
eins hissa á ævi minni og daginn
eftir að hún var fyrst leikin í út-
varpið. Það voru bókstaflega allir
að blístra hana, jafnt ungir sem
gamlir. Ég hélt fyrst, að lagið hlyti
að deyja eftir örskamman tfma. En
svo fór ekki. Það var leikið og
sungið svo lengi, að það var farið
að fara í taugarnir á sumum, ekki
sízt sjálfum mér. Ég man eftir
einni konu, sem skrifaði í blöðin.
Hún var bálreið og sagði, að nú
væri þjóðinni heldur betur farið að
hraka. Allir væru hættir að syngja
Jónas Hallgrfmsson, en farnir að
syngja Litlu fluguna í staðinn. Ég
skildi konuna mætavel, því að ég
var sjálfur orðinn dauðleiður á
þessu lagi. En mínar áhyggjur út
af laginu voru fyrst og fremst þær,
hvort ég kæmist nokkurn tíma frá
þvf. En ég hef nú blessunarlega
komizt frá því, svoleiðis, — nema
hvað ég geng enn undir nafninu
Fúsi fluga. Það þekkja allir.
En yngri kynslóðin þekkir ekki
þetta lag lengur. Kennari nokkur
fór með mig í skóla og kynnti mig.
Ég held að það hafi verið f fyrra
eða hitteðfyrra. Krakkarnir könn-
ust ekkert við mig, sem ekki var
von. Kennarinn sagði, að þetta væri
maðurinn, sem hefði samið Litlu
fluguna. Það kunni hana enginn. Þá
skrifaði kennarinn hana á töfluna,
og krakkarnir sungu hana þá um
leiö. Mér þótti afar skemmtilegt að
sjá hvað krakkar geta nú snemma
farið að lesa nótur. Það er enginn
vafi á því, að tónlistarkennsla í
skólum hefur verið stórbætt á und-
anförnum árum.
— Á eftir Litlu flugunni kom svo
Játning. Var ekki það lag líka mik-
ið sungið?
— Jú, það var eitt af þessum
lögum, sem ég mundi telja að hafi
verið vinsælt. Ég hef verið afskap-
lega heppinn með það, að lögin
mín hafa yfirleitt öll verið vinsæl,
að vísu mismunandi mikið vinsæl,
en fá þeirra hafa fallið eins og það
er kallað. Mér þykir afskaplega
vænt um Játningu, því að hún var
fyrsta sporið, sem hjálpaði mér
frá Litlu flugunni. Ég var farinn að
sjá sjálfan mig í anda bíða sömu
örlög og aumingja Nils Gade. Eins
og kunnugt er samdi hann tangóinn
„Shalousi". Hann var ágætur fiðlu-
leikari og samdi mörg falleg lög.
En þetta lag var alveg að drepa
hann sálarlega.
ÞEGAR SVIÐIÐ FYLLTIST AF FÓLKI.
Þegar Litla flugan var hvað vin-
sælustu ferðuðumst við um landið,
Höskuldur Skagfjörð, Soffía Karls-
dóttir og ég. Við kölluðum leik-
flokkinn Litlu fluguna. Við héldum
meðal annars skemmtun á Þórshöfn
á Langanesi. Ég fór fyrstur inn á
sviðið, bauð gesti velkomna með
nokkrum orðum, en sagðist síðan
ætla að flytja fáein lög eftir sjálf-
an mig. Ég settist við píanóið og
byrjaði að spila og syngja. Ég var
rétt byrjaður, þegar ég fann til
einhverrar ónotakenndar. Mér fannst
sviðið vera fullt af fólki og ég átti
erfitt með að spila; mig rak í vörð-
urnar; ég mundi hreinlega ekki
þessi lög, sem ég hafði leikið svo
ótal mörgum sinnum. Einhvern veg-
inn tókst mér að brjótast í gegnum
fyrsta lagið, en þegar því var lok-
ið, stóð ég ósjálfrátt á fætur og
sagði:
Ég ætla að breyta dagskránni
svolítið og syngja næst lagið „Nú
andar suðrið" eftir Inga T. Lárus-
son.
Þegar ég var búinn að syngja
það lag, leið mér svolitið betur.
Mér tókst að Ijúka þeim lögum,
sem eftir voru á dagskránni, án
þess að nokkuð stórslys kæmi fyrir.
Soffía Karlsdóttir tók á móti mér,
þegar ég kom bak við sviðið og
spurði, hvers vegna ég væri svona
fölur. Eg vildi ekki segja henni,
hvað hafði gerzt, því að hún átti
að skemmta næst. Ég kvaðst hafa
verið illa upplagður og eitthvað
taugaóstyrkur.
Eftir stutt hlé átti Soffía Karlsdótt-
ir ao syngja gamanvísur og ég að
leika undir hjá henni. Hún var rétt
byrjuð, þegar hún fipaðist og mundi
ekki. Hún brauzt samt t gegnum
fyrstu vísurnar, en beygði sig þá
að mér og sagði:
Hvað er eiginlega á seyði? Svið-
ið er fullt af fólki. Eg get ómögu-
lega sungið hérna. Ég fer bara.
Ég reyndi að stappa ( hana stál-
inu og sagði, að þetta væri allt í
lagi. Þegar skemmtuninni lauk loks-
ins, gaf ég mig á tal við mann,
sem við höfðum fengið til að draga
tjaldið frá og fyrir.
Er þetta gamalt hús, spurði ég.
Já, það var flutt hingað frá
Noregi. Um tíma var það á Langa-
nesi, en þaðan var það flutt til
Framhald á bls. 44.
81 tbl YTKAN 41