Vikan


Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 5

Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 5
5. MÁNUÐUR 6. MÁNUÐUR 7. MÁNUÐUR 8. MÁNUÐUR 9. MÁNUÐUR Þyngdin eykst upp í ca. 550 gr., og lengdin í ca. 30 cm. Nú hefir fóstriS lengi fengið næringu i gegnum naflastrenginn, frá fylgjunni. Hár og neglur mynd- ast. Hjartaslög verða öflugri. Fóstrið getur „sofið" og „vakn- að“ við utanaðkomandi hávaða. Þyngd og lengd vex stöð- ugt. Vöðvastyrkur eykst. Fitulag fer að myndast und- ir húðinni. Fóstrið breytir stöðugt um legu í legvatn- inu. að getur opnað augun, sem hafa verið lokuð í 8 vikur. Þyngdin eykst um ca. hálft kíló. Barnið hefir lífsmöguleika, þótt það Eæðist í þessum mánuði. Þyngdin eykst ört næstu 6 vikur. Höfuðhár vex. Mörg fóstur byrja að sjúga þumalfingur. Fóstrið kemst í eðlilega legu fyrir fæðingu, með höfuðið niður. Nú er orðið þröngt í leg- inu og handleggja- og fóta- hreyfingar fóstursins koma niður á maga móðurinnar. Fóstrið hefir fengið mótefni og gammaglóbúlin, til vam- ar gegn allskonar smiti frá móðurinni. Viku fyrir fæð- ingu hættir fóstrið að vaxa. Eðlileg þyngd er þrjú til þrjú og hálft kíló, og lengd ca. 50 cm. Sterkari hreyfingar. (Spark eða tak í kviðarholi). Venjulega vikka blóðæð- ar í fótum og sinadrátt- ur er algengur. Legið þrýstist upp að þindinni. Legið sígur niður og framá- við, þrýstingurinn á þind- ina hverfur. 2—3 vikum fyr- ir væntanlega fæðingu geta komið óreglulegir verkir í mjóhrygg og kviðarhol. (Fyrirboðahríðir). Stækkun legsins athuguð. Þvag, — blóðþrýstingur, þyngd. Sama og í 5. mánuði. Hlust- uð hjartaslög fóstursins. Eins og á 6. mánuði. Bólga í fótum? Rannsakað þvag og blóð- prýstingur hálfsmánaðar- lega eða oftar, ef ein- hver merki eru um hugs- anlega kvilla. Lega fóstursins athuguð. Sé hin barnshafandi kona í Rhesus mínus blóðflokki, er tekið blóð til anti Rhesus prófunar, 3—4 vikum fyrir fæðingartíma- m Blæðingar geta verið merki .j5* þess að fylgjan hafi skadd- azt. Þvagrásarkvillar. (nýrnahettubólga, nýrnaveiki), uppköst, sótthiti. Svefnleysi. Blæðingar vegna þess að fylgjan losnar of snemma, eða hefir eitthvað særzt. ' 1 Bólga í fótum, vegna tregðu á blóðrennsli. Algengt er, að muni 8 dög- um til eða frá á lengd með- göngutímans. Hreyfingar fóstursins oft minni síðustu vikurnar. Góð ráð Heilsufræði um meðgöngutímann er sú, að hin barns- hafandi kona á að lifa heilbrigðu og eðlilegu lífi, gleðja sig við góðar skemmtanir, hreyfa sig og hvíla reglu- lega, borða mikið af ávöxtum og grænmeti, taka inn járn, við og við og drekka nóga mjólk, (getur verið gott að taka kalktöflur líka), láta athuga tennurnar reglulega, varast tóbak og áfengi, og ofreyna ekki líkamann. Halda sem lengst áfram við að vinna eðli- lega vinnu, nema eitthvað sé að sem er því til fyrir- stöðu. Það er ekki gott að ganga mikið síðast á með- göngutímann. Það er gott að sitja kubba undir rúm- fætur til fóta, ef bólga er í fótleggjum. Daglegur lík- amsþvottur er nauðsynlegur. Kerlaug er ágæt í 7—8 mánuði, en síðasta mánuðinn er öruggara að taka steypibað, eða þvo sér upp úr skál. Fyrstu 10—12 vikurnar má ekki taka neinskonar lyf, nema eftir læknisráði. Á þeim tíma er líka nauðsynlegt að verj- ast allskonar vírussjúkdómum. (Mislingum, rauðum hundum, inflúensu o. fl.). Ekki er gott að ganga í háhæla skóm, eða þröngum magabeltum. (Hægt er að fá sérstaklega útbúin magabelti). Forðast ber samfarir síðustu 4—6 vikurnar. Það er gott að læra slökunar- æfingar, ef mögulegt er. þær auðvelda fæðinguna. (Mæðraleikfimi). Gott er að herða geirvörturnar í tæka tíð fyrir fæðinguna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.