Vikan


Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 14

Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 14
 Litla - Ljét Nýr íslenzkur söngleikur fyrir börn, sem sjónvarpifl sýndi nýlega. Einu sinni fyrir langa löngu siðan bjuggu fimm systur í litlu þorpi. Fjórar þeirra voru fríðar og föngulegar og vissu vel að þær voru það. Þær voru meira að segja ekkert að leyna því, heldur sögðu þær hverjum sem heyra vildi hve óskaplega sæt- ar þær væru. En sú fimmta, Litla-Ljót, var eitthvað álíka útlits og nafn hennar gaf til kynna. Ekki voru systur hennar samt að vor- kenna henni þetta ólán, heldur hrjáðu þær hana og þrælkuðu á allar lundir og stríddu henni á ljótleika hennar. Og allir þorpsbúar veittu þeim fulltingi sitt við þetta andstyggð- ar athæfi. En svo kom að því að hátíð var haldin í þorpinu. Allir áttu að taka þátt í henni nema Litla-Ljót. Hún reikaði þá út í skóg og hitti fjórar nornir, sem héldu til hjá töfralind. Þær létu hana þvo sér úr lindinni, og þá brá svo við að hún varð fallegasta og bezt búna stúlkan í þorpinu. Þegar hún sagði systrum sínum frá þessu, þustu þær þegar út að lindinni, ruddu nornunum frekjulega frá og fóru að þvo sér, til að verða eins fallegar og Litia-Ljót var orðin. En vatnið hafði nú eitthvað önnur áhrif á þau. Það gerði þær grettnar og svartar í framan. Þar með var útlit systranna allra orðið í samræmi við innræti þeirra. Þetta er efnisþráður söngleiksins nýja, sem barnatími sjónvarpsins — Stundin okkar — sýndi nýlega. Höfundur hans er Haukur Ágústsson, kennari við Langholtsskólann, og sáu nemendur skólans um flutninginn. Með aðalhlutverkið, Litlu-Ljót, fór Eyrún Antons- dóttir, en systur hennar léku Kolbrún Bessa- dótt.ir, Linda Róbertsdóttir (dætur leikaranna Bessa Bjarnasonar og Róberts Amfinnsson- ar), Ásgerður Flosadóttir og Sigurveig Sig- urðardóttir. Útsetningu sönglaga og hljómsveitarstjórn annaðist Magnús Ingimarsson. Söngstjóri var Stefán Þengill Jónsson, sviðsmyndina gerði Björn Björnsson og upptöku stjómaði Tage Ammendrup. Leikstjórn í sjónvarpssal hafði á hendi Hinrik Bjarnason, stjórnandi Stund- arinnar okkar. Hér á opnunni birtast nokkrar myndir, er Kristján Magnússon tók við upptöku söng- leiksins. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.