Vikan - 11.01.1968, Side 4
LJOTAR NEGLUR.
Kæra Vika!
Við erum hér tvær vin-
konur, sem alltaf erum að
fárast yfir nöglunum á okk-
ur. Þær eru endemis ljótar.
Þær eru röndóttar og vilja
klofna og naglaböndin eru
svo Ijót. Við biðjum þig
því, kæra Vika, að ráð-
leggja okkur eitthvað svo
að við getum safnað nögl-
um.
Svo langar okkur að
biðja þig að stinga ekki
upp í okkur, heldur svara
þessu bréfi í fullri alvöru.
Með fyrirfram þökk,
M. E. og S. E., 14 ára.
Okkur er tjáð, að Iangar
neglur séu ekki í tízku
núna. En hvað um það. í
apótekum mun fást efni, er
herðir neglurnar. Þið ætt-
uð að kaupa það. Einnig
væri gott að taka kalktöfl-
ur, því að slæmar neglur
munu stafa af kalkskorti.
MEÐ HJÓNABAND
FYRIR AUGUM.
Kæra Vika!
Ég hef ekki skrifað þér
fyrr. Það er nú svo margt
sem þér er skrifað og mis-
jafnt sem þú ert beðinn um
að koma í lag.
Nú langar mig til að
biðja þig að hjálpa mér,
því að ég er í vandræðum.
Ég er ókvæntur og mig
langar til að komast í
bréfasamband við góða
stúlku á þrítugsaldri með
hjónaband fyrir augum. Ég
mun ekki setja fyrir mig,
þótl hún eigi eitt barn.
Nokkrar giftar konur
hafa hvatt mig í þessum
efnum. Þær segja, að ég sé
svo myndarlegur! Hins veg-
ar finnst mér undarlegt, að
allar hinar, sem ekki eru
enn giftar, skuli ekki taka
eftir þessu! En ekki meir
um það. Ég er farinn að
hæla sjálfum mér, og þá
er bezt að hætta þessu pári.
Ég vona svo, að þú takir
erindi mínu vel og reynir
að hjálpa mér, og leyfir
þeim sem sinna þessu bón-
orði mínu að senda bréf-
in sín til Vikunnar.
Einn óheppinn
og hlédrægur.
Það hefur nokkrum sinn-
um borið á góma hjá okk-
ur í Póstinum, að hér á
landi vanti tilfinnanlega
hjónbandsmiðlun. Þetta
bréf er ein sönnun þess.
Við birtum það, en tökum
fram um leið, að við höf-
um ekki í hyggju að fara
að reka hjónabandsmiðlun
í stórum stíl.
AÐ STELA FRÁ ÆSKUNNI.
Kæri Póstur!
Ég er reið og rasandi og
ekki að ástæðulausu, að
mér sjálfri finnst. Æ og
eilíflega er verið að tala
um, hve vel sé búið að
ungu kynslóðinni nú á
dögum, og má eflaust rök-
styðja það á margan hátt.
Húsakynnin eru ólíkt betri
og nýrri en áður var. Þau
eru orðin svo góð og rúm,
að krakkarnir hafa hvert
sinn bás sem þeim ber að
vera í, svo að þau óhreinki
ekki fínu stofuna og trufli
helzt ekki foreldrana, a. m.
k. ekki á sunnudögum. Þá
fá þau líka peninga til að
fara í bíó og borða popp-
kom sér til hugarhægðar.
En mitt í allri þessari
dýrð og dásemd er verið að
stela frá æskunni. allt frá
blautu barnsbeini, og ekki
því veigaminnsta, t. d. jól-
unum. Hvernig má það
vera? Ef við athugum mál-
ið betur, sjáum við, að það
er búið að gera allt og eyða
öllum hughrifum, sem
fylgdu aðfangadagskvöldi
og jólahaldi, löngu áður en
að þessum dögum kemur.
Ekkert getur maður gert
til skreytingar í heimahús-
um, sem kemur börnum á
óvart og jafnast á við það,
sem þau eru búin að hafa
fyrir augunum langan tíma
fyrir jól. Hér á ég auðvitað
við borgarbörnin. f skólum
og á skólaskemmtunum
hefur verið sargað á jóla-
sálmum. Auðvitað þurfa
greyin að kunna þessa
sálma, en er ekki hægt að
kenna þeim þá á annan
hátt? Jafnvel útvarpið
heldur jólamessu fyrir
börnin viku fyrir jól. Hún
hefst á því. að sungið er
,.í Betlehem er barn oss
fætt“ og síðan er lesið
sjálft jólaguðspjallið! Ég
hélt í sakleysi mínu, að
það heyrði jólunum einum
til.
4 VIKAN
2. tbl.