Vikan - 11.01.1968, Page 10
□□
Loftárásin á Dresden 13 -14. febrúar 1945 - Síðari hluti.
DAGUR ÞORLEIFSSON TÖK SAMAN.
Ojsinn í eldbylnum var slíkur að liann reif risatré upp með
rótum eða Jcubbaði þau í tvennt. Tiann feylcti í háaloft
fólJci, braJci og farartæJcjum og bar þetta allt inn í bálhvirfil-
inn, þar sem það varð að dufti og ösJcu á fáeinum seJcúnd-
um. Eldurinn myndaði eitraðar gufur, sem smugu nvður í
yfirfyllt loftvarnabyrgin og Jcæfðu þar hvert mannsbarn . . . .
Valkestir sem þessi voru oteljandi á torgum hinnar eyddu borgar fyrstu vik-
urnar eftir árásina. Yfir hrækösina gnæfir stytta af Germaníu — ímynd Þýzka-
lands. Táknræn mynd fyrir örlög Þriðja Ríkisins.
Klassísk fegurð andspænis hryllingi eyðileggingar og dauða. Styttan — ein
hinna fáu, sem stóðu í borginni eftir árásina — sýnist virða fyrir sér rústirnar
í máttvana harmi.
DAGUR REIDI
DAGUR RRÆDI
Ákveðið var að leggja til at-
lögu við Dresden að kvöldi þrett-
ánda febrúar 1945. Mikillar ná-
kvæmni þurfti við til að ákveða
árásartímann, því að um þetta
leyti var þrútið loft yfir mest-
um hluta Þýzkalands. Þetta
kvöld reiknaði veðurstofa brezka
flughersins þó með að bjart yrði
yfir Dresden og nágrenni fram
yfir miðnætti, og þá stund varð
að nota. Árásin skyldi gerð í
þremur atlögum, en slíkt fyrir-
komulag töldu brezku flugfor-
ingjarnir hafa margar viðkunn-
anlegar hliðar. Eftir fyrstu at-
löguna, álitu þeir, myndu þýzku
orrustuflugvélarnar, sem sendar
yrðu upp til varnar borginni,
leita á ný til flugvalla sinna, þar
eð Þjóðverjar myndu þá telja
hættuna um garð gengna að
sinni; yrði því fátt um varnir
þegar næsta atlaga yrði gerð. Þá
yrði líka brunavarnarlið borgar-
innar komið í fullan gang við
að slökkva eldana sem gosið
hefðu upp í fyrstu atlögunni.
Önnur atlagan hlyti að koma yf-
ir það eins og þruma úr heið-
skíru lofti og tortíma því; fengju
svo bálin að loga óhindrað það-
an af. Þessi djöfuliegi nákvæmi
útreikningur stóð í alla staði
heima.
Ákveðið var að Bretar, Kan-
adamenn og Ástralíumenn gerðu
fyrstu atlögurnar tvær, en
Bandaríkjamenn þá þriðju.
Klukkan hálfsex til sex hófu
tvö hundruð fjörutíu og fjórar
brezkar Lancaster-flugvélar sig
upp af völlum sínum í Miðlönd-
um Englands. Hér var kominn
af stað floti sá, er fyrstur skyldi
bombalda höfuðborg Ágústs
sterka. Á undan þeim höfðu far-
ið nokkrar flugvélar af Moskító-
10 VIKAN 2-tbl