Vikan


Vikan - 11.01.1968, Síða 13

Vikan - 11.01.1968, Síða 13
VIÐ BSRTUM FYRIR SKEMMSTU MYNDIR AF ROLL- INGUNUM, SEM TEKNAR VORU Á FRUMBERNSKU- ÁRUM ÞEIRRA. HÉR BIRTUM VIÐ SAMSKONAR MYNDSR AF LIÐSMÖNNUM ANNARRAR VINSÆLLAR HLJÖMSVEITAR - THE MONKEES. Davy Jones IVIicky Dolenz Mike NesmSth Peter Tork Skömmu eftir að hin nýja tveggja laga plata Bítlanna með lag- inu „Hello, Goodbye" kom á markaðinn í Bretlandi, sendu þeir frá sér all merkilega bók, sem hafði að geyma tvær hljómplötur og 32 síður af litmyndum og teikningum. Á plötum þessum eru lög úr kvikmyndinni „Magical Mystery Tour“, sem Bítlarnir hafa nýlega lokið við að leika í, cn þessi kvikmynd mun ekki verði sýnd í kvikmyndahúsum heldur mun hún eingöngu vera gerð fyrir sjónvarp. Plöturnar eru gefnar út í mono og stereo. Meðal laga á plötunni er eitt, sem nefnist „Flying“_ og er það eftir Ge- orge Harrison. Þetta lag er eingöngu leikið. — Ljósmyndirnar í Bítlahókinni eru úr kvikmyndinni „Magical Mystery Tour“, en einnig eru teikningar i litum, sem skýra þráð myndarinnar. f bókinni miðri er aukablaðsíða, þar sem er að finna texta við öll lögin á báðum plötunum. Bítlunum var mikið í mun að bókin yrði ekki dýr og verð hennar í Bretlandi er nálægt einu pundi eða um 130 ísl. krónur. Þá er þess að geta, að gcrð hefur verið kvikmynd, sem nefnist „Yellow Submarine", og er liún af fullri sýningarlengd kvikmynda. Lennon og McCartney hafa samið nokkur lög sérstaklcga fyrir þessa mynd, cn Bítlarnir munu að sjálfsögðu ckki leika í henni, þar sem hér er um teiknimynd að ræða! Meðfylgjandi mynd af Bítlunum var tekin, er þeir sóttu sálu- hjálparfund með jóganum Maharishi. Bítlarnir liafa sjálfir iátið svo ummælt, að kynni þeirra af þessu vísa öldurmcnni hafi gjör- breytt afstöðu þeirra til tilverunnar. Þeir eru líka tii, sem ætla, að boðskapur þessa stórspekings muni koma í staðinn fyrir trú- arbrögð í þeirri mynd, sem við þekkjum þau, einkum og sér í lagi hjá ungu fólki, sem er í leit að sönnum tilgangi í þessari skrýtnu veröld, sem er svo erfitt að henda reiður á! Fyrir nokkrum árum kom Maharishi liingaö til lands og hélt fyrirlestur í Stjörnubíói. Einnig bauð hann upp á einkatíma f fræðum sínum fyrir þá scm nema vildu — að Hótel Sögu, þar sem hann bjó. Ekki vitum við samt, hve margir íslendingar hafa snúið frá villu síns vegar eftir að hafa hlýtt á orð spámannsins. a. tw. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.