Vikan - 11.01.1968, Side 15
gert sér upp glettnislega hörku og
strítt honum þýðlega fyrir að taka
þetta svona nærri sér. . . .
— Nei.
Hún hætti að hugsa og gerði það
sem andinn inn gaf. Hún opnaði
krepptan hnefa hans blíðlega en
ókveðið og lagði lófann að sáru
kinninni.
— Willie . . . Leggðu ekki of
mikið að þér og hafðu ekki áhyggj-
ur, hvíslaði hún, — slappaðu bara
af og hlustaðu á mig. Það er allt
og sumt.
Hún sá eitthvað í augum hans.
Ef til vi11 merki um að hann heyrði
og skildi.
— Sjáðu nú til. Þetta er búið
núna, Willie, sagði hún blíðlega. —
Eg var ekki hérna í raun og veru
þennan tima. Þú veizt það.
Hún lagði lófa hans að gagn-
auga sér eitt andartak. — Það snerti
mig ekki hér. Ég er alveg eins og
ég var.
Hún talaði mjög hægt og greini-
lega, hikaði milli setninganna til að
sljór hugur hans næði að greina orð
hennar.
— Willie, hugsaðu um það sem
ég er að segja við þig . Við
höfum aldrei maldað í móinn, þeg-
ar við höfuð ráðið okkur í erfiða
ferð.
— Við réðum okkur I þessa ferð,
Willie vinur.
— Það sem gerzt hefur var allt
innifalið í miðanum. Þú hefur feng-
ið verri hlutann, og ég hefði átt að
sjá það fyrir. Ég sé það núna.
— Minn hluti var svosem ekki
skemmtilegur . . . það vottaði fyrir
þurrlegri kímni í augum hennar. En
þetta voru ekki örlög verri en dauð-
inn.
Hún þrýsti hönd hans ofurlítið
fast að kinn sér.
— Hlustaðu, Willie. Þú veizt að
ég lýg aldrei að þér. Ég var þúsund
mílur í burtu.
— Þetta var ekkert í líkingu við
það sem kom fyrir mig, þegar ég
var tólf ára. Ég var hrædd þá, —
þangað til leið yfir mig.
— Og jafnvel það er búið núna.
Ég útilokaði það fyrir langa löngu.
Það kom fyrir einhverja aðra. Eins
þetta.
— Ég skipulagði þetta sjálf, Will-
ie vinur. Og þessvegna var það svo
miklu auðveldara. Nú er það búið.
Afstaðið.
— Við verðum að hugsa um
næsta hlutann og það verður erfið-
ur tími fyrir mig, því að þá er það
ég, sem hugsa og hef áhyggjur af
þér.
Hún þagnaði og horfði lengi á
hann. Svo drúpti hún höfði og
hvíldi ennið á bringu hans. Hún
talaði ekki með bænarhre.im. Hún
var aðeins svolítið döpur, svolftið
þreytt, þegar hún sagði: — Komdu
aftur til mín núna, Willie. Við höf-
um gengið langa, langa leið sam-
an. Ég vil ekki þurfa að ganga ein
núna, aftur.
Það var ekki meira að segja. Hún
lá kyrr, þar sem hún var komin,
og beið hljóð án þess að hugsa.
Það liðu mínútur, áður hún gerði
sér Ijóst að andardráttur hans var
orðinn dýpri og vöðvarnir ekki eins
hræðilega spenntir.
Henni létti og hún beið enn án
þess að hreyfa sig. Hljóðið þegar
hann andaði frá sér lengi og hægt
var mjög hávært í eyrum hennar.
Hann losaði höndina af kinn henn-
ar og lagði hana um axlirnar á
henni og hélt fast. Hann ræskti sig
og gerði þrjár tilraunir til að tala,
áður en röddin hlýddi honum, lágt,
rámt hvískur.
— Vissir þú Vissir þú, Prin-
sessa . . . að aðeins um það bil
einn kuðungur af hverjum fjórum
milljónum er örvhentur?
Spennan hvarf úr líkama hennar.
Hún vissi að hún hafði sigrað.
— Örvhentur? Nei, ég vissi það
ekki. Ég vissi ekki einu sinni að
kuðungar hefðu hendur, Willie.
— Ekki hendur, Prinsessa. Kuð-
ungsskelin er undin til hægri. Þú
getur umgengizt kuðunga alla þína
ævi og það eru mestar líkur til að
þú sæir aldrei skel sem er undin
til vinstri.
— Aðeins ein af hverjum fjórum
milljónum?
— Rétt er nú það.
Hún fann vöðva hans slakna með
hveru andartakinu sem leið.
— Þetta er furðulegt, Willie.
— Ég hélt þér þætti gaman að
vita það.
— Já. Það hefur ekki svo lítið
að segja.
Hana langaði til að hlæja, en
þess í stað tók líkami hennar að
nötra og hún grét hljóðlega. Hann
hélt henni í röska mínútu, þar til
ekkinn leið hjá. Þá lyfti hún höfð-
inu og leit á hann miður sín. — Ég
hef aldrei gert þetta áður, Willie.
. . . Ekki f miðju starfi . . . stundum
á eftir.
— Ég veit það. Það gerði samt
ekkert til. Það hjálpaði þér að
slappa af. Og störfin eru eins marg-
vísleg og þau eru mörg.
— Já.
Hún reis á fætur og settist á aðra
armhviluna á hægindastólnum, virti
hann fyrir sér með óumræðilegri
ánægju.
Willie sveiflaði fótunum fram á
gólfið og stóð upp.
— Við skulum nú sameinast í
sálmi númer fimmtíu og fjögur: —
Hví skyldi ég óttast á mæðudög-
um.. . . ?
Hann hristi höfuðið með fyrir-
litningu. — Fyrirgefðu Marlon
Brando atriðið, Prinsessa.
— Fyrirgefðu að ég skældi, Will-
ie vinur.
Hann hristi höfuðið snöggt. —
Nei, það var allt í lagi.
Hann tók litlu töskuna sína upp
af gólfinu, tíndi upp úr henni hand-
klæðið og snyrtiskjóðuna, síðan tók
hann að raða á rúmið, því sem
hann hafði sett þar undir — beltið
hennar og hulstrið með Colt. 32
byssunni, svartan brjóstahaldara og
undirbuxur; kongóvopnið, varalits-
hulstrið hennar með táragasbotnin-
um; lítið hylki með deyfilyfjum í
bómullarhnoðrum; sex litlar niður-
suðudósir með járnskömmtum; og
lítinn, flatan trékassa, sem hún
hafði ekki séð áður.
Handtök hans voru hnitmiðuð
núna og hann talaði lágt meðan
hann vann.
— Ég áleit að okkur myndi duga
þetta til að byrja með, Prinesssa.
Ekkert hefur gerzt til að koma f
veg fyrir að við gætum leikið leik-
inn eins og við ætluðum. Það eru
bara tveir varðmenn við Dúfuna og
hjá skotfærageymslunni. Ég hef lát-
ið dótið þitt undir steininn, sem við
völdum niður við ána, — tvær skyrt-
ur, síðar buxur, hermannastfgvélin,
peysu, teppi, sína ögnina af hverju,
allt í venjulegum bakpoka.
Hann settist á rúmið og dró upp
sígarettur. Þegar hann hélt eldin-
um til að kveikja í fyrir henni var
höndin algjörlega stöðug.
— Verst að þú skulir ekki geta
flogið Dúfunni út, sagði hann. —
En þú hefur bara flogið um tólf
klukkustundir ein í venjulegum
flugdreka, eða því sem næst og
það eru tíu möguleikar á móti ein-
um að þú hafir það. Ég held að
þú sért jafnvel betur sett á fæti.
Hann leit á hana, en þegar hún
svaraði ekki hélt hann áfram: —
Jæja, Jæja, það verður skipt um
mann þar klukkan þrjú. Þá verðum
við komin þangað upp eftir og bíð-
um eftir þeim. Ég opnaði eina af
innsigluðu dyrunum, sem liggja
hingað inn. Þá sem liggur í gegnum
tæknideildina, svo við getum kom-
ið okkur þá leiðina út, vandræða-
laust.
Hann leit á glóðina í sfgarettunni
sinni og hélt áfram í lágum hljóð-
um:
— Það er mín deild sem er á
verði í nótt og byrjar klukkan níu,
svo það er ég sem ákveð vaktirn-
ar og hverjir eru á verði. Þeir tveir
sem taka við klukkan þrjú eru Gam-
arra og Zechi.
Hann hélt hratt áfram áður en
hún gæti sagt nokkuð og horfði enn
á glóðina. — Eftir að við höfuð séð
fyrir þeim komum við aftur hingað.
Þú slærð mig flatan og bindur mig.
Þú getur látið líta svo út. Við lát-
um líta svo út að þú hafir sparkað
mér upp að vegg, síðan heppnazt
að skera af þér böndin með einum
hnífnum mínum. Síðan ferð þú í
hina áttina, ekki framhjá varð-
mönnunum og stíflunni, heldur suð-
ur eftir litla dalnum. Þeir senda
hálfan herinn að leita að þér í
norður. Karz verður ekkert yfir sig
hrifinn af mér, en hann hefur ekki
efni á að tapa fleiri fyrirliðum, svo
ég býst við að ég hafi töluverða
möguleika á að halda lífi.
Hann hugsaði sig um andartak,
svo leit hann á hana og sagði: —
Er þetta ekki rétt?
— Alveg rétt, Willie. Allt í einu,
þrátt fyrir bólgnar varirnar birti yf-
ir andliti hennar af prakkaralegu
brosi. — Nema hvað við gerum
þetta ekki svona núna.
— Ekki? Honum hnykkti við í
svip, en leið betur þegar hún hrisfi
höfuðið.
— Nei, þetta verður miklu betra.
Rödd hennar var hlý og áköf. Hún
lyfti pilsfaldinum og fór að fást við
innábrotið. — Allt hefur breytzt,
Willie vinur. Við erum ekki hlekkj-
uð lengur. Að lokum er leikurinn
heiðarlegur og jafn.
Hún dró fram þessa tvo þum-
lunga af bendli sem einu sinni
hafði verið hvítur og rétti honum.
A bendilinn var skrifað með rauðu
nafnið Lucille Brouet.
Willie leit upp og starði. — Þetta
er eitt af fatamerkjunum hennar,
sagði hann rámur. — Svona er
saumað f öll fötin hennar, sam-
kvæmt reglum skólans. Hvar
fannstu þetta, Prinsessa?
— Það hlýtur að hafa losnað úr
einhverju sem hún hefur verið í,
Willie. Hún hallaði sér áfram og
lagði hönd sína yfir hans. — Ég
fann þetta hér í þessu herbergi. Það
var í horninu, bak við dívaninn.
Garvin sat grafkyrr. Augun tóm
meðan hugurinn þaut á eftir hugs-
unum hennar.
— Við hefðum getað gert okkur
það í hugarlund, sagði hann lágt.
— Auðvitað er hún hér, Prinsessa.
Karz gefur alltaf viðvörun ef ein-
hver verður Oheilbrigður. Ef að því
kæmi að drepa Lucille ætlaði hann
að gera það hér og gera veður úr
því, svo að allir gætu séð að hann
stæði ævinlega við orð sín.
— Og samtöl þín við hana í
gegnum senditækin, Willie. — Þau
komu ekki langt að. Hún hlýtur að
hafa talað í gegnum talstöð hér,
aðeins nokkur hundruð fet frá tal-
stöðvarherberginu.
Hann kinkaði kolli annars hugar
og reis á fætur. Það var ráðgáta í
augum hans. — Prinsessa....
Hversvegna sagðirðu þetta ekki áð-
ur, þegar ég Iftillækkaði mig með
þessu dramatíska atriði?
— Þú varðst að losna undan því
af eigin rammleik, Willie. í þeirri
trú að við yrðum að gera þetta á
þann hátf sem við höfðum ætlað.
Ég vildi ekki færa þér hraðsaum-
aða lausn til að losa þig undan
farginu.
Hún sá í augum hans að hann
skildi hana, var henni sammála og
þakklátur. Hann gekk yfir herberg-
ið og stóð þar með hendur á mjöðm-
um, eins og maður sem var að
horfa á undurfagurt sólsetur og dró
andann djúpt og ánægjulega. Hægt
og gætilega lagði hann flata lóf-
ana að þykkum leirsteinaveggnum,
undir skærlitu chiffonhenginu, og
starði á hana, lyfti annarri auga-
brúninni í brosandi spurn.
— Ég gæti kollvelt þessum and-
skotans kastala, Prinsessa, sagði
hann. — A ég að sýna þér?
Hún hló. — Ég trúi þér. En láttu
hann standa um hríð. Við eigum
töluvert ógert.
— Þá það. Hann kraup og hellti
vatni í járnskálina á gólfinu. Með-
an hann þerrði svitann af andlitinu
og þurrkaði sér fast á handklæð-
inu, sem hann hafði haft með sér,
Framhald á bls. 29.
2. tbi. VIKAN 15