Vikan


Vikan - 11.01.1968, Side 19

Vikan - 11.01.1968, Side 19
Tilhneiging mannkynsins til fjölbreytilegs hugsunarháttar og siðafars á sér engin tak- mörk. Eftirfarandi frásagnir eru gott dæmi um það. — Þar segir frá íbúum hollenzks smáþorps, sem lifa og hrærast jöfnum höndum í andrúmslofti kalvínskra helvítispré- dikana og æfafornra helgisiða úr heiðni, Sígaununum, sem enn þrjózkast við að láta af flökkulífi sínu og samlagast velferðarheiminum, svissneskum sértrúarflokki, sem iðkar ýmiss konar kukl og trúir á „gyðju“ af holdi og blóði og kaþörunum eða albígensunum í Languedoc, sem trúðu tilveru tveggja guða og voru upprættir sem villutrúarmenn að boði páfans og Frakkakonungs. HIBDINGJAÞJÓD í VELFERDARHEIMI Mannauminginn skreiddist upp úr forinni í skurðinum og hvimaði aug- unum sljólega í kringum sig. Hann var skrámaður og uppgefinn og al- blóðugur í framan. Hjá asnavagn- inum, sem velt hafði verið á hlið- ina, sat kona hans í hnipri og reyndi að hugga barn þeirra, sem veinaði af öllum mætti. Fátæklegar eigur þeirra lágu á víð og dreif um veg- inn, troðnar niður í forina. Þetta hafði verið illgirnisleg og tilgangslaus árás. Árásarmennirnir — hálft tylft unglinga — höfðu horfið á brott eftir veginum áleiðis til Carlow. Maðurinn bölvaði heift- arlega, en snöggþagnaði og tók andköf er hann kenndi sárrar þján- ingar í brákuðum rifbeinunum. Það var tilgangslaust að fara til lög- reglunnar, vissi hann,- það var alls- staðar jafn tilgangslaust fyrir fólk af þeirra tagi. Þau áttu einskis réttlætis von, hvorki í írlandi eða nokkursstað- ar annars staðar. Ungir þorpar- ar máttu skemmta sér við að hrjá fyririitna „tinkers" og „Gypsies" eftir vild. Nú er eitthvað um hálf sjötta milljón „gypsies" — Sigauna — á flakki hingað og þangað um heim- inn. Flestir þeirra eru ólæsir og óskrifandi. Flestir telja að þeir séu af indverskum uppruna, þrátt fyr- ir heitið „Gypsie", sem er ensk af- bökun á þjóðarheitinu Egypti (á ensku: Egyptian). Þegar flakkarar þessir komu fyrst til Bretlands snemma á fimmtándu öld, álitu menn yfirleitt að þeir kæmu frá Egyptalandi. En tungu- mál þeirra á margt sameiginlegt með sanskrit — tungu hins forn.a Indlands — en sum orð og orðatil- tæki eiga sér hliðstæður [ búrmsku og malajfsku. Samkvæmt fornum munnmæla- sögum Sígauna voru forfeður þeirra þjóðflokkur að nafni Faravonó, sem reikaði „úr austri, yfir slétturnar miklu" og barðist við fólk, sem Sígaunar kalla Hóratsjaí og munu eiga þar við (búa Litlu-Asíu. En guðir Faravonó-þjóðflokksins voru illir út í hann og drekktu honum í vatnsflóði, og glötuðust einnig við það tækifæri öll forn helgirit hans. Aðeins smáhópur komst af og kall- aðist upp frá þessu Faravúnúre — synir Faravono. Þeir urðu landlaus- ir flakkarar, án bóka og trúar- bragða. Af þeim eru nútíma Sí- gaunar komnir. Athyglisverð er sú staðreynd, að Sígaunar hafa haldið fast við flökkuKf sitt [ aldaraðir án þess að skeyta að ráði um framþróun borg- armenningarinnar. Næstum allir ev- rópskir Sígaunar eru kristnir, en kristnidómur þeirra er mjög bland- aður framandlegum heiðnum helgi- háttum, sem enginn veit nú hvaðan eru runnir. Hjónavígsla hjá Stgaun- um er dæmigerð fyrir þetta. Samkvæmt siðum Sígauna verð- ur piltur, sem vill kvænast stúlku, að komast að ráðahagnum á þrjá vegu. Hann getur rænt henni, hann getur keypt hana af foreldrum henn- ar — eða einfaldlega talið hana á að játast sér. Sérstakar og öllu flóknari regl- ur gilda varðandl hjónabönd innan ættflokka — og hver sem gengur I hjónaband með mann- eskju, sem ekkl er Sígauni er samstundis gerður útlægur úr ættflokknum. Sígaunar taka hjónabandsheit sín alvarlegar en flestir menn aðrir, og hórfólki refsa þeir af miklum strang- leik. Enn í dag hegna sumir Mið- evrópu-Sfgaunar hórkonum með þv( að rífa af þeim eyra eða krækja úr þeim annað augað, svo að skömm þeirra megi vera lýðum Ijós svo lengi sem þær lifa. Algengara er þó að hin seka sé krúnurökuð. Fljótt á litið sleppur karlmaður, sem heldur framhjá, miklu betur, en í raun og veru er hann enn harðar leikinn. Ættflokkurinn útskúfar hon- um, og þau örlög eru einhver hin þyngstu, er orðið geta hlutskipti góðs Sígauna. Stgaunastúlkur giftast ungar, og kvað aðalástæðan vera sú, að sann- reynt þykir að átján ára stúlkur taki sér barnsburð léttar en tuttugu og átta ára gamlar konur. Ófrjósemi er það, sem hver ung Stgaunahjón óttast meira en nokkuð annað. f Mið-Evrópu líta Sígaunar yfirleitt á ófrjóa konu sem úrhrak, vegna þeirrar trúar að bölvun hennar eigi rót til þess að rekja að hún hafi EFTIR ROBERT JACKSON haft kynmök við vampýru — blóð- sugu. Að vampýrum kveður mikið f helgisögum og munnmælum Sí- gauna, sérstaklega í Transsylvaníu. Hjá sumum Sígaunaættflokkum er það siður að stinga langri nál f gegnum hjarta látinna manna til að tryggja að illir andar geri sér ekki líkama hans að bólstað. Til lækningar á ófrjósemi borða sumar Sígaunakonur köngulóarvef eða gras, sem sprottið hefur á leið- um kvenna, er dáið hafa af barns- förum. Því er trúað að gossamer, efnið f þráðum köngulóarvefsins, sé spunnið af álfkonum, og um óræðan aldur hefur það verið talið búa yfir miklum frjósemdarkrafti. (Það má teljast kaldhæðni örlag- anna að þetta efni er nú haft í getn- aðarverjur fyrir karlmenn. Þýð.). Trúarathafnir Sfgauna, sem ætlað- ar eru til að örva frjósemi, fara ætfð fram á fyrsta fjórðungi tungl- mánaðar. Helgivenjur í kringum barnsburð eru mismunandi eftir ættflokkum. í sumum Sfgaunasamfélögum verð- ur konan að fæða barn sitt utan dyra; f öðrum verður fæðingin að eiga sér stað nálægt rennandi vatni. Sígaunar skíra börn sín yfirleitt með því að dýfa þeim á bólakaf f rennandi vatn og gefa þeim þrjú nöfn. Fyrsta nafnið er notað inn- an ættflokksins, hið annað er „almennt" og notað f samtölum við þá, sem ekki eru Sígaunar og hið þriðja er leynilegt. Leyninafnið er notað aðeins einu sinni á ævinni — við fæðinguna, þegar móðirin mælir það fram f lágum hljóðum. Þessu nafni er ætlað að rugla f ríminu hvern þann illa anda, er kynni að reyna að laumast inn í sál barnsins. Afi og amma Sfgaunabarnsins eiga stórum meiri þátt f lífi þess en f flestum öðrum samfélögum. Hjá sumum ættbálkum eru þau skoðuð hinir sönnu foreldrar barns- ins, vegna þess að þau snerta það á undan öðrum við skírnina. En samkvæmt trú Sígaunana verður barnið þá fyrst mannleg vera. Sígaununum þykir vænt um börn Framhald á bls. 44. «. tu. vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.