Vikan - 11.01.1968, Qupperneq 33
Hann æsti hana, þegar hann néri henni ástkonutitlinum um nasir,
þvi hann átti sér enga stoð nema i kjaftasögum hirðarinnar; og hún
æstist enn meir, þegar hann gerði þennan samanburð við fyrri daga
hennar og gerði það fullijóst að hún hefði verið miklu fegurri þá.
Hvílíkur dóni var hann! Hún var æfareið!
— Jæja, svo það eru merkin á baki mínu sem þér saknið, er það?
Jæja þá, lítið á þetta! Litið á hvað legátar konungsins gerðu við hina
svokölluðu ástmey hans hágöfgi!
Hún reif og sleit í bendlana á treyjunni sinni. Hún opnaði hana og
dró hana út yfir aðra nakta öxlina.
— Sjáið, endurtók hún. — Þeir brennimerktu mig með konungs-
liljunni! ________
Sjóræninginn reis á fætur og gekk til hennar. Hann rannsakaði
merkið eftir rauðheitt járnið eins og fornleifafræðingur, sem finnur
sjaldséðan dýrgrip. En hann kom á engan hátt upp um þær kenndir
sem slík uppgötvun hlaut að hafa vakið með honum. — Sannarlega!
sagði hann að lokum. — Og vita Húgenottarnir að þeir hafa slíkan
gálgafugl í sínu húsi?
Nú þegar var Angelique farin að iðrast þessarar skyndilegu hug-
dettu sinnar. Rescator strauk hart örið, næstum eins og óafvitandi
með einum fingri, en jafnvel þessi snerting kom henni til að nötra.
Hún reyndi að vefja sig klæðum á ný en hann hindraði hana, greip
um axlir hennar með sinni ósveigjanlegu hörku.
— Vita þeir það?
— Aðeins einn þeirra.
— Það eru aðeins skækjur og glæpamenn sem eru brennimerktir
þannig í franska konungdæminu.
Hún hefði getað sagt honum að konur af trú mótmælenda væru
einnig brennimerktar og hún hefði verið álitin ein af þeim, en
hún var gripin af skelfingu, skelfingu sem hún þekkti svo vel, sem
lamaði hana, þegar hún var í örmum karlmanns, sem reyndi að neyða
upp á hana vilja sínum .
— Hverju máli skiptir það nú? sagði hún og brauzt um til að
losa sig. — Þér megið hugsa það um mig, sem þér viljið, en leyfið
mér að fara.
En eins og um kvöldið hélt hann henni svo nærri sér að hún gat
ekki einu sinni lyft höfðinu upp að þessari óumbreytanlegu grímu,
sem gnæfði yfir henni og hún gat heldur ekki reynt að ýta henni
frá sér. Armar Rescators voru jafn ósveigjanlegir og járnhlekkir.
Hann lagði hina höndina á háls hennar og strauk blíðlega nið-
ur yfir brjóstin, sem hálfopin blússan huldi aðeins að nokkru leyti.
— Þér felið dýrgripi yðar vel, muldraði hann.
Það voru nú nokkur ár síðan nokkur karlmaður hafði vogað að gæla
svo frekjulega við hana. Hún stirðnaði upp þegar hann lagði lófann
rólega um gersemi líkama hennar.
Öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París.
GengiS í búðir
Framhald af bls. 46
um, þannig aö margir veröa þá
aö treysta kawpmanninum til aö
fá nákvæmar upplýsingar. Þaö
hefur hvaö eftir annaö veriö
minnst á þaö, hve sjálfsögö þjón-
usta þaö vceri viö neytendur, ef
leiöarvísar viö þau tœki, sem seld
eru hér í verslunum, væru á is-
lenzku, og er rétt aö taka undir
þaö hér. Ég hef séö þessa vökva-
gjafa % tveim verzlunum, fást
sjálfsagt á fleiri stööum, en verö
á þeim var 1340,00 kr. í RAFIÐJ-
UNNI Á VESTURGÖTU, en þá
var aöeins hœgt aö hafa á einni
stillingu, og hjá J. ÞORLÁKSSON
& NORÐMANN kostuöu þeir
1540,00 kr. og 2100,00 kr. þegar
ég skoöaöi þá þar fyrir jólin, en
þá var hœgt aö stilla á ýmsa vegu
og voru þeir sjálfvirkir, þannig
áö þeir tempruöu rétt hitastig
sjálfir miöaö viö allar aöstæöur.
Mér leizt mjög vel á þá, eftir upp-
lýsingum í leiöarvisi, en hef ekki
reynt þá sjálf.
Hettupeysa
Framhald af bls. 47
títuprjónum, leggiö raka klúta
yfir og látiö gegnþorna nœtur-
langt.
.. SaumiÖ ermarnar í handvegina
maö einföldum eöa þynntum gam-
þrœöinum og aftursting. SaumiÖ
erma- og hliöasauma í einu lagi og
á sama hátt og áöur.
Saumiö 6 seinustu jaöarl. hett-
unnar, viö stuölaprjóniö í hálsinn
og látiö þær mætast viö miöju
aö framan.
Matur Kennedy-
fjölskyldunnar
Framhald af bls. 46
smjör, 2 matsk. hveiti, 2 matsk. marð-
ar, súrar, litlar gúrkur, 1 matsk. marð-
ur capers, y2 bolli rækjur, 1 matsk.
söxuð persilja, 1 bolli súr rjómi, salt
pipar, 6 bollar sterkt fisksoð eða nið-
ursoðinn skelfiskvökva (clams).
Sjóðið fiskinn hægt í vatninu i 5
mín. Látið renna af honum og geymið
soðið. Skerið fiskinn í bita. Sjóðið lax-
inn í sama soði, látið renna af hon-
um og geymið soðið, skerið hann I
litla bita. Þynnið tómatmaukið með
svolitlu fisksoði. Bræðið smjörið,
hrærið hveitinu í, hrærið þar til
hveitið er gulbrúnt, bætið þá tómat-
maukinu og fisksoðinu í. Sjóðið og
hrærið í því þar til það er þykkt og
jafnt. Bætið fiskinum í, 6 bollum af
soði og öllum hinum efnunum, nema
rjómanum og kryddinu. Hitið vel,
bætið þá rjómanum í og sjóðið ekki
eftir það. Kryddið eftir smekk og
berið strax fram. Skammtur handa 4
—6.
Ofnréttur Patriciu I.awford úr ostrum.
Smjör, 2 bollar gróft rasp, ',!i I
ostrur, salt, pipar, múskat, V2 bolli
rjómi.
Smyrjið eldfast fat vel og þekið með
raspinu. Setjið 1 lag af ostrum i, dá-
lítinn rjóma og smjörbita, þekið með
raspi, leggið annað lag af ostrum,
kryddið og bætið meiri rjóma í, síðan
rasp, krydd og ríkulega smjörbita of-
an á og síðan það sem eftir er af
KJOLA-
EFNI..
LAUGAVEGI 59 SlMl 18647
rjómanum. Bakið í meðalheitum ofni
í 20-25 mín.
Edward Kennedy's ostrujafningur.
3 matsk. hveiti, 3 matsk. smjör, Vi
1 ostrur, 1,4 bolli vökvi af ostrum, l’/z
bolli þykkur rjómi, 2 eggjarauður, 2
matsk. sherry (má sleppa því), salt og
hvítur pipar eftir smekk.
Blandið smjöri og hveiti saman í
tvöföldum potti (efri potturinn yfir
vatni) og látið hálfsjóða nokkrar mín-
útur, bætið svo ostruvökvanum og 1
bolla af rjóma í og hrærið vel þar til
sósan er þykk og jöfn. Kryddið með
salti og pipar. Bætið eggjarauðunum
í og hrærið þar til þær eru gegnheit-
ar. Hitið ostrurnar í því sem eftir
vgr á þeim af vökva, en látið ekki
sjóða, bætið þeim svo í sósuna og
haldið þessu heitu. Nokkrum mínút-
um áður en rétturinn er borinn fram,
er sherrýinu bætt í. Sett í heitar
tartalettur eða ristað brauð eða ofan
á laussoðin hrisgrjón. Rétturinn á eig-
inlega aldrei verulega að sjóða, það er
víst aðalatriðið við tilbúninginn. í stað
þess að nota sherry má nota svolítið
af chilisósu eða worcestershiresósu í,
en mjög lítið til að yfirgnæfa ekki
ostrubragðið.
Omeletta kennd við Joseph Kennedy,
föður forsetans.
6—8 ostrur, vökvinn látinn renna af
þeim, 6 þeytt egg, 2 matsk. smjör, 2
matsk. vatn, salt, pipar eftir smekk,
harðsteikt bacon.
Steikið ostrurnar í smjöri þar til
þær eru gulbrúnar. Hellið eggjunum,
vatninu og kryddinu, sem hefur verið
þeytt saman, yfir ostrurnar. Lækkið
hitann undir pönnunni og látið egg-
in stífna, farið öðru hverju undir
brúnirnar með pönnukökuhníf, þann-
ig að óbakaða eggjablandan renni
jafnóðum undir. Þegar omelettan er
bökuð en ekki þurr, er hún lögð brot-
in í helming á heitt fat og smáskornu,
harðsteiktu baconinu stráð yfir eða
því er raðað ofan á í sneiðum. Bera
má með þessu heitt sinnep eða sterka
sósu, eða saxaðan, grænan pipar eða
persilju.
2. tbi. VIIÍAN 33