Vikan - 11.01.1968, Side 34
I
brezkir, kanadískir og ástralsk-
ir flugmenn. Þeir leystu verk sitt
af hendi af dugnaði og samvizku-
semi, í samræmi við þá hern-
aðarreglu, sem stríðsglæpamenn
hafa svo oft vitnað í sér til af-
sökunar: skipun er skipun, Be-
fehl ist Befehl. En það verður
að segja þeim til lofs að mörgum
þeirra var þungt í skapi þessa
nótt, þótt sjálfir væru þeir í
minni hættu en í flestum árás-
um áður. Sumir höfðu komið til
Dresdenar fyrir stríðið og þótti
vænt um borgina og öðrum var
ljós sú staðreynd, sem raunar
gat ekki heldur hafa farið fram
hjá yfirmönnum þeirra, að hern-
aðarlegt mikilvægi skotmarksins
var í mixmsta lagi. Þrátt fyrir
þá grimmd, sem flestir voru
orðnir gagnteknir af á þessu stigi
ófriðarins (til dæmis um hana
má geta þess, að brezkir flug-
menn höfðu fyrir vana að taka
með sér tómar flöskur og annað
skran til að henda út yfir þýzk-
um borgum, sem flogið var yfir
í leið að skotmarkinu), þá óaði
mörgum gallhörðum vígamanni
við því að varpa eldi og tundri
yfir varnarlausa og þrautupp-
gefna flóttamenn. Fyrirliðar
þeirra urðu að segja þeim alls-
kyns tröllasögur til að stæla upp
í þeim vígamóðinn. Liðsmöxm-
um eixmErr flugsveitarirmar var
sagt, að aðalbækistöðvar mikils
hluta þýzka hersins væru í borg-
inni, öðrum var tahn trú um að
í Dresden geymdu Þjóðverjar
mikið magn vopna og birgða,
enn öðrum að borgin væri óvin-
unum lífsnauðsynleg járnbrauta-
miðstöð og kanadísku flugliðun-
um var gefið til kynna að í hinni
saxnesku höfuðborg væri stór-
felldur iðnaður, hernaðarlega
mikilvægur.
Fleira varð til að auka flug-
mönnunum móð. Þegar þeir
komu það nærri skotmarkinu að
þeir eygðu eldana, sem fyrsti
árásarflotinn hafði kveikt — þeir
sáust í fimmtíu mílna fjarlægð
— hljóp sumum þeirra heldur
betur kapp í kinn. Verulegur ríg-
ur var sem sé milli hinna ýmsu
sveita í flugher bandamanna, og
nú þegar liðsmerm annars flota
sáu verksummerkin eftir hinn
fyrsta, hétu þeir sjálfum sér og
hver öðrum að kynda slíka elda,
að í samanburðinum yrðu þau
bál, sem þegar loguðu í Dresden,
lítið stórfenglegri en varðeldar
hjarðmanna. Og þeir stóðu við
heit sín.
Fyrsti floti hafði einkum flutt
þungar bombur með gífurlegum
sprengikrafti; sumar allt að fjög-
ur þúsund tonnum. Annar floti
hafði einnig talsvert af þannig
sprengjum. Þær sprengdu hvert
hús í heilum hverfum sundur og
saman, og þegar svo eld-
sprengjurnar komu niður á eftir,
átti gneistaflugið frá þeim greið-
an gang ixm um mölbrotna glugga
og sprungna veggi, þar sem það
óðara varð að báli í skraufþurri
timburklæðningu, veggfóðri,
teppum og gluggatjöldum. Áður
en varði var öll miðborg Dres-
denar horfin í hvirfilbyl úr eldi.
Eldrokið var þegar orðið gamal-
kvmnugt fyrirbrigði, en árásin á
Dresden var sú fyrsta, sem
skipulögð var beinlínis með það
fyrir augum að leysa slíkan surt-
arloga úr læðingi. Glóandi tung-
ur þessa jarðneska vítisbáls risu
í feiknahæð og voru sýnilegar í
tvö hundruð mílna fjarlægð.
Um varnir af hálfu Þjóðverja
varð bókstaflega ekkert. Loft-
varnir borgarinnar, sem aldrei
höfðu verið merkilegar, voru
fullkomlega úr sögunni eftir
fyrstu atlöguna. Meira að segja
voru loftvarnamerki ekki gefin
nema í nokkrum hverfum. í
fyrstu atlögunni höfðu rafafls-
stöðvar borgarinnar eyðilagzt,
svo að loftvarnaflauturnar voru
óvirkar. Önnur atlagan kom því
flestum borgarbúum algerlega á
óvart. Árásarflugmennirnir urðu
hissa er þeir sáu að á öllum göt-
um úthverfanna var krökkt af
fólki og farartækjum, er stefndu
inn að miðborginni. Þetta var
slökkvilið og hjálparsveitir úr
Dresden sjálfri og nærliggjandi
borgum. Sir Arthur Harris tókst
því ekki einungis að jafna Dres-
den við jörðu, heldur lamaði
hann og loftvarnir margra arm-
arra saxneskra borga með því að
eyða loftvarnarliði þeirra um
leið.
Flugsveitinni í Klotzsche hefði
verið í lófa lagið að ráðast gegn
óvinunum, en í annað sinn stóð
á flugtaksleyfi. í fyrra skiptið
hafði það fengizt of seint, en í
þetta skipti fékkst það alls ekki.
Ein af hinum þungu sprengjum
Bretanna hafði rammað á síma-
línu til Berlínar, svo að ógern-
ingur reyndist að ná í hlutað-
eigandi yfirmenn. í annað sirrn
þessa nótt tvístigu því kapparnir
úr Luftwaffe úti á Klotzscheflug-
velli og störðu ráðþrota á ragna-
rök borgarinnar, sem þeir hefðu
átt að verja. Og þótt svo að log-
ar heljarbálsins lékju „við him-
in sjálfan," þá þorði yfirmaður
flugsveitarinnar ekki fyrir sitt
litla líf að takast á hendur þá
ábyrgð að senda menn sína til
gagnárásar.
Skýrslur og dagbækur flug-
mannanna, sem brenndu Dres-
den, eru merkilegur vitnisburð-
ur um hugarástand þeirra sjálfra
og hvernig hryllingurinn kom
þeim fyrir sjónir. Ástralskur
flugforingi skrifaði hjá sér við
sjálfan hita atlögunnar:
„Er beint yfir skotmarkinu,
borgin svo að segja öll í ljósum
loga. Engin loftvarnaskothríð."
Siglingafræðingur eins af fyrir-
liðum flotans rifjaði upp síðar:
„Ég hef aldrei séð annað eins
eldrok; við vorum komnir niður
í sjö þúsund feta hæð og reyk-
urirm að neðan lukti þegar um
okkur. Ég man að ég sagði við
sjálfan mig að við værum trú-
lega fyrirferðarmesti tarfur, sem
nokkurn tíma hefði komizt inn
í þessa postulínsverzlun (Dres-
den var fræg fyrir postulín sitt,
samanber söguna um Ágúst
sterka og kínversku kerin).“ „í
fyrsta sinni kenndi ég nú í brjósti
um Þjóðverja", er haft eftir
sprengjumiðara einum. „Birtan
af eldinum var slík,“ ritaði flug-
maður nokkur í dagbók sína, „að
við sáum eigin flugvélar allt um
kring.“ Annar loftsiglingafræð-
ingur skrifaði: „Ég trúði naumast
eigin augum. Hver gata í allri
Dresden kom mér fyrir sjónir
sem dökk lína milli langelda“.
Tilfinningum fólksins, sem á
þeirri sömu stund naut ylsins af
bálför borgar sinnar, er líklega
öllu erfiðara að lýsa. En ekki er
ólíklegt að einhverjum í þess
hópi hafi flogið í hug að nú væru
loks upp rurmin þau ragnarök,
sem syndugum heimi höfðu oft-
lega verið spáð, samanber orð
Tómasar frá Celano, sem uppi
var meðan Sturlungar og Hauk-
dælir hentu grjóti hverjir í aðra
uppi á íslandi:
Dagur reiði, dagur bræði.
drekkir jörð með logaflæði,
votta heilög Völufræði.
Þegar miðborgin var orðin eitt
bál, beindu fyrirhðar flugsveit-
anna þeim til ytri borgarhluta,
svo að áður en lauk mátti heita
að Dresden yrði öll eyðingunni
að bráð. Flugmaður Lancasters
þess, er síðastur lagði af stað
heimleiðis, segir svo frá:
„Eldhafið undir okkur náði yf-
ir á að gizka fjörutíu fermílna
svæði. Hitirm frá þessum hrylli-
lega risaofni var slíkur, að ég
fann greinilega til hans, þar sem
ég sat í stjórnklefanum. Himirni-
inn var alþakinn hvítum og
skarlatsrauðum leiftrum, og inni
í flugvélixmi var rauð birta eins
og frá sólarlagi um haust. Við
vorum svo frá okkur numdir af
ógnarloga þessum að góð stund
leið áður en við snerum heim-
leiðis, yfirkomnir af tilhugsun-
inni um þær skelfingar, sem yfir
borgarbúa hlutu að ganga á þess-
ari stundu. Við sáum bjarmann
af eldrokinu í hálftíma eftir
brottförina.“ Axmar brezkur
flugmaður, sem leit um öxl í
hundrað og fimmtíu mílna fjar-
lægð frá Dresden og sá þá að
bjarminn yfir borginni var skær
sem aldrei fyrr, hripaði í dag-
bók sína: „Þetta var í fyrsta sinn
sem Konunglegi Flugherinn réð-
izt á Dresden. Ég á ekki von á
að við þurfum að gera það oft-
ar.“ Þetta mátti víst kallast spak-
lega mælt.
Tjón bandamanna í leiðangr-
inum var smávægilegt sem fyrr.
Fjórar sprengjuflugvélar týnd-
ust, en af þeim skutu þýzkar
orrustuvélar aðeins niður eina og
ekki yfir Dresden, heldur á heim-
leiðinni nálægt Stuttgart. Önnur
lenti í árekstri og um örlög
tveggja er ókunnugt.
En hafi þeir Dresdenarbúar, er
enn voru lífs, talið að ósköpin
væru liðin hjá með heimflugi
annars flugflotans, þá skjátlað-
ist þeim einnig að þessu sinni.
Nú var röðin komin að banda-
ríska flughernum að reka smiðs-
höggið á verkið. Árásarfloti
þeirra, sem nú var. að hefja sig
til flugs, var meiri en hinir báð-
ir til samans. í honum voru
hvorki meira né minna en eitt
þúsund þrjú hundruð og fimmtíu
34 VTKAN 2- tbl-