Vikan


Vikan - 11.01.1968, Síða 36

Vikan - 11.01.1968, Síða 36
flugvirki og Liberator-vélar. Þær voru staddar yfir skotmarkinu klukkan tólf mínútur yfir tólf þann fjórtánda febrúar, og log- aði borgin þá enn glatt eftir næturárásirnar. Köstuðu Banda- ríkjamenn sprengjum sínum að- allega yfir norðurhverfin, sem orðið höfðu fyrir hvað minnst- um skemmdum um nóttina. Þar að auki renndu orrustuflugvél- ar sér yfir árbakkanna, þar sem krökkt var af fólki, er flúið hafði þangað undan bálinu, og rökuðu þá með vélbyssum sínum. Aðrir flugmenn steyptu sér yfir bíla og hestvagna, sem voru á leið út úr borginni, hlaðnir flóttafólki. Einn djarfur flugkappi hætti sér meira að segja svo nærri jörðu að hann rakst á kerru einnar flóttafjölskyldunnar, og varð sú atlaga hans síðasta. Þessi árás Bandaríkj amanna olli að sjálf- sögðu gífurlegu tjóni, einkum á fólki, þótt hún mætti kallast meinlítil í samanburði við eld- sprengjuárásir Bretanna. Tjón Bandaríkjamanna varð lítið, svo sem bandamanna þeirra um nótt- ina. Um loftvamir í Dresden var ekki að ræða, en í þetta sinn réðust allmargar þýzkar orrustu- flugvélar til atlögu við árásar- flotann. En þær áttu við ofur- efli að etja; tuttugu voru skotn- ar niður af bandarískum orr- ustuflugvélum, en sjálfir misstu Kanarnir aðeins tvær flugvélar í viðureigninni. Þar með var loft- árásinni á Dresden — hinni mestu og mannskæðustu í sög- unni fyrr og síðar — lokið. Von bandamanna var sú, að þessi ógnarárás lysti Þjóðverja slíkri skelfingu, að öll vörn færi út um þúfur hjá þeim og stríð- inu yrði lokið eftir fáeina daga. Um hríð virtust nokkrar horfur á að svo færi. Albert Speer, hinn bráðslyngi hergagnaráðherra Hitlers, sem nú fyrir skömmu er sloppinn úr Spandau-fangelsi, hafði þegar eftir árásina miklu á Hamborg látið í ljósi við For- ingjann að ekki væri víst að andlegt þrek þýzkra borgara stæðist margar slíkar ógnarað- gerðir í viðbót. Og þegar fjórt- ánda febrúar gerðu Bretar og Bandaríkjamenn aðra þriggja at- lögu árás, í þetta sinn á Chemn- itz, sem nú heitir Karl Marx Stadt. En sú árás mistókst að mestu, fyrst og fremst vegna slæmra veðurskilyrða. Hefði Chemnitz verið eytt á sama hátt og Dresden nóttina áður, er hugsanlegt að Þjóðverjar hefðu gugnað fremur en eiga á hættu að borgir þeirra yrðu þurrkaðar þannig út hver af annarri. En hér fór sem sagt á aðra leið og leiðtogar Þýzkalands þóttust sjá, að ekki væri enn á færi banda- manna að leika óvinaborgir að vild sinni, þótt þeim tækizt vel til með Dresden vegna hag- stæðra veðurskilyrða og annars, t. d. þess að borgin var að veru- legu leyti byggð úr timbri og öðrum eldfimum efnum. Stríðið hélt því áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Þegar birti af degi yfir Þýzka- landi austanverðu þann fjórt- ánda febrúar, var allhvasst af norðvestri, eins og verið hafði um nóttina. í Dresden urðu þær aumkvunarverðu hræður, sem hjörðu eftir atlögur brezku, kanadísku og áströlsku flugherj- anna, dögunarinnar lítt varar. Þess var varla von, því eldamir loguðu enn glatt og yfir borginni lá gulbrúnn mökkur af reyk og gufu, er náði þrjár mílur í loft upp. Vindurinn bar þetta fúla mistur upp með Saxelfi, í átt- ina til landamæra Tékkóslóvakíu. Og mökkurinn var ekki einungis af reyk; hann innihélt auk held- ur ösku, sót og leifar af pappír, fatnaði og fleiru, sem bálstorm- urinn hafði hvirflað hátt í löft upp. Bakkar Saxelfar urðu svart- ir af ösku eins og eftir eldgos, og hálfbrunnum fatapjötlum og auglýsingaspjöldum rigndi niður í allt að þrjátíu mílna fjarlægð frá borginni. Eldrokið í Dresden var það mesta, sem Þjóðverjar höfðu orð- ið vitni að; meira að segja varð Hamborgarbruninn mikli tiltölu- lega smávægilegur við saman- burðinn. Ofsinn í bylnum var slíkur, að hann reif risatré upp með rótum eða kubbaði þau í tvennt. Hann hvirflaði í háaloft fólki, braki og farartækjum og bar þetta allt inn í bálhvirfilinn, sem breytti því í duft og ösku á fáeinum sekúndum. Bálið mynd- aði eitraðar gufur, sem komust niður í mörg hinna yfirfylltu loftvarnabyrgja og kæfðu þar hvert mannsbarn. En þar eð í- búafjöldi borgarinnar hafði á stuttum tíma tvöfaldazt vegna flóttamannastraumsins, áttu margir engan kost á hæli í loft- varnabyrgi eða kjallara. Og flest allt það fólk, sem statt var á bersvæði í miðborginni þegar önnur árásin var gerð, var dauða- dæmt. Mikill meirihluti þess var konur, börn og gamalmenni, sem voru auðvitað úrræðafærri en fullfrískir karlmenn hefðu verið í þeirra sporum. Hryllingssýnir þær, sem blöstu við augum hjálparsveitanna er komu til borgarinnar þann fjórt- ánda, fóru langt fram úr öllu, sem liðsmenn þeirra höfðu til þessa séð, og voru þeir þó ýmsu vanir frá næstliðnum árum. Aðaljárnbrautarstöð borgar- innar var einn þeirra staða, þar sem slátrunin hafði orðið hvað hroðalegust. Þar og á auðum SNYRTIVÖRUR SLÁ í GEGN Útsölustaðir: KARNABÆR, KLAPPARSTÍG 37, RVÍK. VÖRUSALAN, AKUREYRi KYNDILL, KEFLAVÍK SNYRTIVÖRUVERZLUN ÍSAF.JARÐAR, ÍSAFIRÐI PARÍSARBÚÐIN, VESTMANNAEYJUM ÞÖRSBÚÐ, SELFOSSI TÚNGATA 1, SIGLUFIRÐI KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR, HÖLMAVÍK Heildsölubirgðir: BJÖRN PÉIURSSON 8 GO. HF. Laufásveg 16 - Sími 18970 86 VIKAN 2 tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.