Vikan - 25.01.1968, Side 10
HISTOE
EÐ4....
Ve(jna mistaka, eða jafnvel af lcæruleysi getur það hent, að
læknirinn gefi þér lcoltvíildi í staðinn fyrir eter, taki úr þér
lifrina í staðinn fyrir hotnlangann, eða gleymi hníf eða skær-
um innan í þér. Þótt slíJc slys séu kölluð „einstök tilfelli“,
eru nú ekki færri. en 15.000 mál þessarar tegundar á döfinni
í BandariJcjunum, og læknar þar leggja miJcla áherzlu á að
finna orsökina fyrir þessum „mistökum".
John Murphy sogaði hægt að sér reykinn úr sígarettunni sinni,
lagðist á körfu, sem stóð á óhreinni bryggjunni, sem lá frá New
York vestanverðri út í Hudson fljótið. Þetta var á þrúgandi heit-
um sumardegi, fyrir nokkrum árum, og hitinn þarna á bryggj-
unni var eins og í kyndiklefa á gufuskipi.
Murphy reykti af ákafa; það var á móti reglunum að reykja
þarna í höfninni, en eins og flestir hafnarverkamanna fór Murphy
á bak við lög og reglur, vegna þess að það var of heitt til að ganga
þessi 200 fet upp bryggjuna.
— Komdu, tíminn er búinn, vinurinn, sagði verkstjórinn. Murphy
slökkti í sígarettunni, steig vandlega ofan á hana, gekk upp á
bryggjuna og teygði letilega úr sér. Þegar hann var kominn tvö
eða þrjú skref í áttina að krananum, sem var að flytja vörurnar
frá skipinu upp á bryggjuna, sá hann eða réttara sagt hann
fann að reipið, sem hélt netinu, var að gefa sig.
— Varið ykkur! kallaði hann. Það var mikið fum, þegar menn-
irnir hlupu undan stykkjavörunni, sem nú rigndi yfir þá. Murphy,
sem var nokkuð stirður í hreyfingum, hrasaði, þegar hann sneri
sér við. Lítill kassi, sem hrökk úr netinu, lenti á höfði hans, og
hann féll miðvitundarlaus til jarðar.
Þegar hann rankaði við sér, voru hinir verkamennirnir að stumra
yfir honum, héldu votu handklæði yfir sári fyrir ofan hægra auga
hans. Blóðrennslið stöðvaðist og honum var hjálpað inn á skrif-
stofu verkstjórans.
Gamli læknirinn, sem hafði verið þarna í grennd með lækninga-
stofu sína svo lengi sem verkamennirnir mundu, kom strax. Hann
skoðaði Murphy vandlega: —Þetrfca er ekki svo slæmt, sagði hann.
— Það þarf að sauma fimm eða sex spor. Hann hjálpaði Murphy
10 VIKAN 4- tbl'
upp á slitinn leðurbekkinn, sprautaði hann svo
með procaini og saumaði sárið saman. Sex —
sjö — átta sinnum ýtti hann nálinni inn,
Murphy deplaði augunum og barðist gegn löng-
un sinni að hlaupast á brott. Hann leið miklar
kvalir og blóðið streymdi niður andlit hans.
Þegar læknirinn hafði lokið við að sauma,
hreinsaði hann andlit Murphys, setti gasbindi
yfir sárið og festi það með plástri.
— Komdu eftir viku, þá tek ég sauminn úr
þér, sagði læknirinn. — Það er samt betra fyrir
þig að halda kyrru fyrir fram yfir hádegi.
— Allt í lagi, læknir, sagði Murphy. — En
getið þér ekki gefið mér eitthvað við sárs-
aukanum? Þetta er hræðilega sárt.
— Sjálfsagt, ég skal gefa þér verkjatöflur
sagði læknirinn.
Hann gekk að lyfjaskápnum, náði í pilluglas,
sem ekki var með neinni áletrun, hristi nokkr-
ar töflur í lófa sinn og setti þær í lítið umslag.
Taktu eina, þegar verkirnir eru verstir.
Hann gaf engar aðrar skýringar og Murphy spurði einskis, enda hefði
hann ekki haft neitt gagn að því.
Murphy var nokkuð skárri eftir hádegið. Hann var nokkuð þung-
ur í höfðinu og verkirnir komu stöðugt aftur, og í hvert sinn sem
hann fann til þeirra, tók hann verkjatöflu. Áður en hann fór til vinnu
sinnar út á bryggjuna, tók hann eina töflu oð aðra klukkutíma síðar.
— Heyrðu John, þú mátt ekki taka of mikið af þessum töflum,
sagði einn vinnufélagi hans.
— Fjandinn hafi það, sagði Murphy og yppti öxlum. — Þær duga
ekki nema í klukkutíma, þá byrja verkirnir aftur. Ég geri líka ráð
fyrir, að þetta sé allt í lagi.
Klukkan fjögur, þegar hafnarverkamennirnir hættu vinnu sinni þann
dag, hafði Murphy gleypt átta töflur. Hann skreiddist upp í bílinn
sinn og ætlaði að kafna af heitu og innilokuðu loftinu í bílnum. Hann
skrúfaði strax niður rúðurnar og reyndi að ræskja sig.
Tuttugu mínútum síðar, þegar Murphy tók beygju út af hraðbraut-
inni, einni mílu eða svo frá heimili sínu, féll höfuð hans niður á
bringu og hendurnar slepptu af stýrinu; en um leið steig fóturinn,
sem hafði hvílt létt á bensíngjafanum, fast í botn. Bíllinn þaut áfram,
braut trégirðingu, sem var við enda götunnar, rakst á ljósastaur, en
stöðvaðist svo á járngirðingu við sjávarborðið, einum eða tveim
þumlungum frá hinni votu gröf.
Þetta hafði auðvitað engin áhrif á John Murphy, því þegar lög-
reglan kom á vettvang var hann látinn.
Nokkrum vikum síðar höfðaði ekkja Murphys mál á hendur lækni
hafnarfyrirtækisins, sakaði hann um að hafa orsakað lát manns síns,
vegna kæruleysis. Það kom í ljós við líkskoðun að Murphy hafði ekki
misst meðvitund eða fengið slag við stýrið, lieldur hafði hann ein-
faldlega sofnað. Við rannsókn af töflunum, sem voru í skyrtuvasa hans