Vikan - 25.01.1968, Qupperneq 16
inOIN UPP A iOFT
Smáeaga efffir
Joseph Payne Ðrennan
Ur* saffni
Alfred HRehcocka
Einkapétlups VIKAN
Þetta gerðist fyrir þrjátíu árum. Ég var þá ungur og
staðráðinn í að gerast rithöfundur. Ég hafði sagt upp starfi
mínu til þess að geta helgað allan tíma minn ritstörfum.
En árangurinn var ekki að sama skapi. Enn hafði mér
ekkert orðið ágengt. Loks var svo komið, að ég gat ekki
lengur greitt leiguna fyrir herbergið mitt. Þetta var hlý-
legt herbergi búið þægilegum húsgögnum. Ég neyddist til
að fá mér ódýrara herbergi.
Eftir tveggja daga flæking knúði ég dyra á húsi frú
Midgelington við Farnaby Street. Þetta var stórt og
gamalt hús. Frúin leigði einstaklingum herbergi langan
eða skamman tíma eftir atvikum.
Hverfið var sóðalegt og ljótt, og mér hraus hugur við
að þurfa að ganga um það á hverjum degi. Hellur gang-
stéttanna voru víða brotnar, grindverk umhverfis hús ó-
máluð og fúin og gras hvarvetna óslegið. Ég hafði áður
búið í snotru og hreinlegu hverfi, svo að þetta voru mikil
viðbrigði fyrir mig. En ég átti ekki annarra kosta völ.
Fimmtíu doliarar voru aleiga mín. A þeiin þurfti ég að
lifa, þar til gæfan mundi gerast mér hliðholl.
A meðan ég hringdi dyrabjöllunni, virti ég fyrir mér
máð slcilti, scm á var letrað: „Herbergi búin húsgögnum
til leigu.“
Frú Midgeiington tók mér dauflega. Hún var klædd
stórrósóttum sloppi, rauðeygð og hárið skoileitt. Það hafði
bersýnilega hvorki verið þvegið né greitt í langan tíma.
Við gengum eftir mjóum og dimmum gangi og síðan
upp þröngan og slitinn stiga. A leiðinni varð mér hugsað
til þess, hversu margir auðnulitiir menn hefðu gengið þessi
þrep dag eftir dag. Ef til vill höfðu sumir haft heppnina
með sér og flutt í vistlegri húsakynni. En fleiri höfðu h'k-
lega farið úr öskunni í eldinn.
Herbergið sem frúin bauð mér var h'tið, dimmt og búið
slitnum og tötralegum húsgögnum. En það kostaði ekki
nema fimm dollara á viku, svo að ég tók það á leigu.
Eg kom dótinu mínu fyrir í þessari herbergiskytru,
hengdi einu fötin mín á snaga og setti ferðaritvélina mína,
sem ég hafði keypt á fornsölu, á borðskrifli.
Baráttan gekk erfiðlega. Ég vaknaði eldsnemma á morgn-
ana og skrifaði til liádegis. Þá fór ég í gönguferð, en hélt
síðan áfram að skrifa fram á nótt. En handritin, sem ég
sendi ritstjórum blaða og tímarita, fékk ég öll endursend.
Þegar ég átti ekki nema þrjátíu og sex cent eftir, sendi
ég tilboð um vinnu eftir blaðaauglýsingu. Ég fékk starfið,
þótt það væri ekki ýkja glæsilegt. Ég var ráðinn sem
lagermaður við heildsölu. Vinnutíminn hentaði mér vel.
Ég vann frá klukkan sex síðdegis til klukkan ellefu um
kvöldið sex daga vikunnar. Ég fékk einn dollara á tímann.
Eg hafði ímugust á vinnunni, en launin voru tuttugu og
sex dollarar á viku, og ég gat lifað þolanlegu lífi fyrir
þá upphæð. Þegar ég hafði greitt húsaleiguna, átti ég eftir
þrjá dollara á dag fyrir mat. Mér þótti það liarla gott.
Ég var ekki vanur meiri fjárráðum. Ef ég þurfti að kaupa i
mér föt eða eitthvað annað smávegis, sparaði ég við mig
mat, og þannig fékk ég endana til að ná saman.
Ég kom heim úr vinnunni um miðnættið og háttaði
um eitt leytið.’Eg fór á fætur klukkan átta og gat því
skrifað mestan hluta dagsins.
Eg var í þann veginn að ná mér á strik, þegar heild-
salan ákvað að loka klukkan sex á laugardögum og klukk-
an tíu aðra daga vikunnar í stað ellefu áður. Laun mín
lækkuðu að sjálfsögðu stórum við þessa ákvörðun. Ég
varð að spara enn meir en áður. Ég hafði ekki ráð á að
kaupa, mér máltíðir nema endrum og eins.
Þegar hér var komið sögu, voru fötin mín farin að
slitna ískyggilega mikið. Ég hafði engin tök á að fá mér
ný. Eg reyndi að bæta og staga gömlu leppana eftir beztu
getu. Þegar göt voru komin á báða sólana á skónum mín-
um, setti ég pappa innan í þá.
Lífið sniglaðist, áfram, ef líf skyldi kalla. Mér tókst að
selja eitt kvæði fyrir fimm dollara, en handritin að sög-
unum mínum fékk ég öll endursend. Nýir leigjendur komu
og fóru. Ég kynntist þeim ekki; kinkaði aðeins lítillega
kolli til þeirra, þegar ég mætti þeim á göngunum.
V___________
16 VIKAN 4 tbI-