Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 4
MYNDIR FRÁ EISTLANDI Eistland er eitt minnstu ríkjanna í Sovétsambandinu, að ílatarmálii 45.100 ferkílómetrar eða litlu stærra en Danmörk. Ibúar eru um ein milljón og þrjú hundruð þúsund. Eistlendingar eru úralskir að ætt, mál þeirra náskylt finnsku. Þeir eiga að baki langa sögu og merka en að sama skapi erf- iða, þar eð þeir hafa löngum mátt búa við ásælni og kúgun voldugri nágrannaþjóða, Svíi, Þjóð- verja og Rússa. Eistland varð sjálfstætt lýðveldi í lok heimsstyrjaidarinnar fyrri, en 1940 lögðu Sovétmenn það undir sig. Kúguðu þeir þjóðina af mikilli grimmd, og var allt það atferli einn ljótasti þátturinn í sögu þessarar aldar. Nú mun eitthvað verið farið að rofa til fyrir Eistlend- ingum, eins og öðrum Sovétþjóðum eftir burtgang Stalíns. Gata í gömlu borginni í Tallinn. Borg- ina stofnsettu Danir fyrir ævalöngu, þegar þeir komu til landsins til að leggja þaö undir sig og pynda þjóðina til kristni. Seglskúta á ferð úti fyrir Taliinn, höfuðborg Eistlands. í gamla hluta borgarinnar cru margar merk- ar byggingar frá miðöldum, vesturevrópskar í stíl, cnda var landið öldum saman undir yfirráðum Pjóðverja og Svia. Úr cistlenzkri sveit. Landið er fremur láglent og víða vaxið skógi. Eistlenzk stúlka í Þjóðbúningi. Eistlcndingar eru yfirleitt fallegt fólk og vörpulcgt, ljósir yfirlit- um og líkir frændum sínum Finnum eða jafnvel öðrum Norðurlandabúum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.