Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 26
Rico greip símann og bandaði höndinni til Luis Uribe til merkis um að
hann ætti að koma sér út úr herberginu. „Halló, Rico Parra talar."
,,Halló, Rico. Þetta er Juanita de Córdoba. Ég þarf að hitta þig."
Rico þagði unz dregið hafði lítilshóttar úr hjartslætti hans. „Ég hitti þig
síðar, á sómasamlegri tíma."
,,Nei, ég verð að fá að hitta þig undireins."
„Gott og vel. Komdu á skrifslofuna til mín."
„Nei. Ég þarf að hitta þig í einrúmi . . . til að ræða trúnaðarmál. Gætir
þú ekki heimsótt mig?"
Rico leizt ekki á blikuna. Þetta gat verið gildra. Hann hleypti sér f kuð-
ungsstellingar í stólnum og trommaði með fingrunum á borðplötuna. —
„Juanita," sagði hann. „Kannast þú við Bahía del Sol?"
„Já."
„Ég á villu þar. Kemurðu?"
„Já."
„Vildirðu segja okkur hvaða skjöl þetta eru?" spurði Nordstrom.
Öll einkennisnúmer höfðu verið máð af skjölunum. Kúsnetof hag-
ræddi á sér gleraugunum og rannsakaði pappírana í tæpar tíu sekúndur.
„Þetta eru áætlanir ykkar um gagnráðstafanir þær, er koma eiga til
framkvæmda ef Sovétríkin flytja heri áleiðis til landamæra Noregs."
Kúsnetof skjátlaðist ekki fremur en fyrri daginn.
„Hvað með þessi?"
„Þau eru fölsuð."
„Hversvegna segirðu það?"
„Þau fjalla um samstarf sænskra flughersins við Nató. Heimildaaðilar
okkar í Svíþjóð segia að stjórn þeirra hafi engin skipti við Nató."
„Þessi skjöl þá?"
„Þau greina frá staðsetningu Polaris-kafbáta í sovézkum farvötnum og
Eystrasalti. Látum okkur sjá . . . þetta og þetta og þetta er rétt. Málsgrein
F er fölsuð."
„Hvernig komust skjöl frá Nató í yðar hendur?"
„Frá sovézkum sendifulltrúa í París."
„Hvað heitir hann?"
„Gorfn."
„Hvernig var plöggunum komið til yðar?"
„Eftir eðlilegum leiðum. Ef við óskuðum eftir einhverju ákveðnu Nató-
skjali, þá brást ekki að það var komið til okkar í Moskvu innan viku."
„Hver framseldi Gorín skjölin?"
„Það mál skal ég ræða þegar Devereaux kemur aftur.".
Nordstrom sleit fundinum vafningalaust.
Þegar farið var af stað með Bóris til sjúkrastofunnar, þóttist hann
skynja að yfirheyrendur hans væru farnir að verða óþolinmóðir.
Jaffe, Frakklandssérfræðingur ININ, var beðinn að verða kyrr hjá Nor-
strom og Sanderson Hooper eftir að hinir voru farnir.
„Við náðum talsverðum árangri nú, eins og f gær," sagði Nordstrom við
Jaffe. Við höfum þrengt hringinn að sex mönnum, sem allir hafa lesið
Nató-skjölin sem Kúsnetof framseldi okkur. Þrír þeirra eru annarra rfkja
menn, og við höfum séð til þess að þeirra verði gætt. Hinir þrír eru
Frakkar."
„Hverjir?"
„Galande lautinant-kólóneli í Flugskipulaginu."
Jaffe kinkaði kolli til merkis um að hann kannaðist við manninn.
„Svo eru það tveir í borgaralegum stöðum. Annar er Guillon, tækni-
legur ráðunautur á skrifstc'u forseta herráðsins."
„Ég kannast lítillega við t.ann. Það væri furðulegt ef hann reyndist
skálkurinn."
„Hinn er Jarré, hagfræðingur í þjónustu Nató."
Jaffe togaði í þykksprottið yfirskeggið. „Galande iautinanl-kólóneli,
Guillon og Jarré," tautaði hann fyrir munni sér, niðursokkinn i hugsanir.
„Okkur lízt ekki á að fara með þetta til frönsku SDECL sagði Hooper.
„Þið hafið ástæðu til þess," samþykkti Jaffe.
„Það er óhugsandi að við getum sjálfir litið eftir Frckkum," sagði
Michael.
„Mér dettur í hug Léon Roux, vfirmaður innanríkisgæzludeildar frönsku
Sureté," sagði Jaffe. „Roux hefur verið vanur að leika með okkur, og
hreinskilnislega sagt er hann ekki alltof hrifinn af allri þessari hjörð í
SDECE."
„Fljúgðu til Parísar í kvöld. Talaðu við Roux og reyndu að fá hann til
að láta líta eftir þessum þremur vafasömu náungum og rannsaka fortíð
þeirra . . . og halda þessum andskota leyndum."
„Roux slær til."
Sanderson Hooper stundi vesældarlega. „Mér þætti gaman að vita
hvað hrekkur upp úr Kúsnetof áður en lýkur."
„Við komumst fljótlega að því. Það er von á Devereaux til Miami."
„Ef hann á afturkomu auðið," sagði Mike.
Viðhafnarvagn franska sendiráðsins nam staðar framan við flugstöð
Rancho Boyeros-flugvallar. Alain Adam ambassador og Devereaux gengu
inn og að afgreiðsluborði flugfélagsins Cubana.
26 VIKAN 7-tbL