Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 27
,,Hvern diöfulinn ertu með í þessari tösku?" spurði Alain.
„Aðeins póstinn. Hinkraðu við meðan ég sýni þeim farangurinn og
vegabréfið."
André lét sem sér stæði á sama þegar hann kom auga á mann í Cu-
bana-jakka, sem fór fionum illa, að starfi að baki miðamannsins. Það var
svo auglióst að hann var í hinni kúbönsku G-2 að hann hefði þess vegna
mátt hafa einkennisstafi stofnunarinnar saumaða í jakkann.
André setti ferðatösku sína á vogina og sá miðasalann renna augunum
niðureftir farþegalistanum. Síðan sneri hann sér að manninum frá G-2.
„Það eru þessar tvær handtöskur," sagði maðurinn frá G-2.
„Ég held á þeim um borð."
„Þær eru of stórar."
„Ég er diplómat."
„Mér þykir það leitt, en . .
„Ég hef ekki hugsað mér að skilja þær við mig."
„Setjið þær á vogina."
„Nei."
„Okkur hefur verið hótað sprengiutilræðum. Allur farangur verður veg-
inn og rannsakaður."
„Mér þykir það leitt, en. . . ."
Maðurinn frá G-2 glápti á André, sem geispaði með leiðindasvip.
„Hleypið honum í gegn," sagði maðurinn frá G-2 að lokum.
Hendur miðamannsins skulfu meðan hann leysti hlutverk sitt af hendi.
„Eftir ganginum, herra minn. Biðstofa númer þrjú."
André hélt á handtöskum sínum og lagði af stað ásamt Alain Adam.
Þeir höfðu ekki langt farið er varðmaður stöðvaði þá skyndilega.
„Þér kveðiið vin yðar hér. Gestum er ekki hleypt inn í biðstofurnar."
André skimaði í kringum sig og sá hvarvetna náunga úr G-2 á vakki.
Tveir þeirra tóku sér stöðu að baki þeim svo að undanhald kæmi ekki til
greina. Öllum öðrum brottfararfarþegum var vísað inn í biðstofur eitt og
tvö. Hann yrði einn í stofu þrjú. Ekki var vafi á því að í tösku Juanitu var
ærið efni til að koma henni í vandræði, svo og hundruðum annarra Kú-
bana.
Spilið var hafið! Flugvél frá Cubana lendir í Miami. Fransks sendifull-
trúa saknað. Kúbanarnir myndu láta sem þeir hefðu ekki hugmynd um eitt
eða neitt, sýna farþegalista sem nafn hans væri ekki á, biðjast afsökunar
og lofa rannsókn, og endalok málsins yrðu þau að ekkert upplýstist. —
André lét út sitt fyrsta spil á móti. Hann dró Alain Adam ( flýti til hliðar
og hvíslaði fliótmæltur að honum.
„Farðu undireins aftur til Havana. Náðu í Juanitu og láttu hana leita
hælis ( sendiráðinu sem pólitískur flóttamaður. Hafðu síðan samband við
Castro, Parra eða Che Guevara og láttu þá vita að okkur sé Ijóst hvað sé
að gerast. Af stað nú."
„Ég vil ekki skilja þig hér eftir einan, André."
„Farðu. Reyndu að rugla embættismennina þeirra í ríminu sem allra
mest. Hótaðu að fletta ofan af þeim. Þar eru okkar beztu möguleikar.
Af stað nú."
André horfði á eftir ambassadornum er hann yfirgaf flugstöðina og sá
viðhafnarvagninn hverfa út frá afleggjaranum.
Mennirnir frá G-2 höfðu nú slegið hring um hann. „Þér farið til bið-
stofu númer þrjú," skipaði einn þeirra.
Sá sem talaði virtist settur yfir hina. André nálgaðist hann hægt og
hristi höfuðið. „Nei," sagði hann. „Munoz, húsbóndi yðar, bíður áreiðan-
lega í einhverri skrifstofunni hérna. Nú gerið þér svo vel og hlaupið til
hans og segið honum að við vitum hvaða leik hann er byrjaður á, og að
franska sendiráðið hafi i nótt sent skeyti um það til Parísar. Ég hef hugs-
að mér að bíða í stofu með öðrum farþegum unz hann óskar að ræða
þetta mál við mig."
Þar með skálmaði André framhjá manninum og inn í biðstofu tvö,
sem iðaði af fólki.
Kúbaninn, sem vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, hljóp til skrifstof-
unnar þar sem Munoz var fyrir og hafði upp fyrir honum orð Devereaux.
Munoz japlaði um hríð á neðri vörinni og hrifsaði síðan til sín símann.
„Gefið mér samband við Rico Parra!" æpti hann.
Rico Parra hratt opnum dyrunum að Casa de Revolución. Hann kom
undir eins auga á Juanitu de Córdoba, sem sat á stól með háu baki.
Hernández, varðstjórinn, stóð fyrir aftan hana í allri sinni stærð og beindi
handvélbyssu að höfði hennar.
„Hún er vopnlaus," sagði Hernández.
Rico gaf honum merki um að fara.
„Ég er hreykin af þessari hersýningu m(n vegna," sagði hún,
„en hennar var ekki þörf. Ég er sauðmeinlaus."
„Þú ert álíka meinlaus og kóbra," svaraði Rico.
„Eins og þú vilt."
„Já, eins og ég vil. Það var ekki aulaskapur, sem gerði að verkum að
ég lifði af skæruhernaðinn ( Sierra Maestra. Jæja, hvern andskotann viltu?"
„Að sjálfsögðu veiztu hversvegna ég er hér," sagði hún.
„Það er of árla morguns fyrir leikaraskap. Segðu mér eins og er."
„Þú sagðist hafa eftirlit með vissum erlendum sendifulltrúum. Ég vil
semja við þig um einn þeirra."
Rico dró vindil upp úr brjóstvasanum og tuggði hann um hríð án þess
að kveikja í honum.
„André Devereaux verður að komast frá Kúbu heilu og höldnu."
,,Og ef hann sleppur?"
„Þá færðu þína litlu dúfu."
Klukkustund leið.
„Takið eftir! Töf verður á Cubana flugi 438 til Miami, af tæknilegum
orsökum."
Það rumdi í fólkinu og á svipstundu breiddist út kvittur um að sprengja
hefði verið falin ( flugvélinni.
Skrifstofan var illa loftræst og andlit Munozar var blautt af svita. Full-
trúi Cubana barðist eins og Ijón gegn því að fluginu yrði frestað frekar.
Munoz horfði út um gluggann á flugvélina, sem beið út á brautinni.
„Ég sagðist láta ykkur vita þegar vélin ætti að fara," sagði hann. „Og
út með yður."
Stórir svitaflekkir voru í einkennisbúningnum undir höndum hans og
fóru hraðstækkandi.
Þegar síminn hringdi, greip hann tólið svo snögglega að það rann úr
rakri hendi hans.
„Halló!" Það var Uribe.
„Hefur þú haft uppi á Rico?"
„Nei, en það er komið nokkuð nýtt upp á diskinn. Che Guevara var að
hringja. Hann sagði að franski ambassadorinn hefði komið til hans og
sagzt vita um samsæri til að ræna Devereaux."
„Nú, og hverjar eru skipanir Ches?"
„Hann sagði mér að það væri þitt, sem yfirmanns G-2, að ákveða hvað
gera skyldi, þar eð hvorki næðist ( Castro né Parra."
Munoz lagði á og fór sér hægt, gekk til dyranna, lauk þeim upp og
kallaði á lautinantinn, sem beið frammi.
Juanita grét lágt.
„Þér býður við mér," tautaði Rico, uppgefinn og sjálfsmeðaumkunar-
fullur.
„Nei . . . ég græt vegna þess að ég er hamingjusöm," snökkti hún,
„vegna þess að ég er svo hamingjusöm."
„Takið eftir! Takið eftir! Cubana flug 438 hefst nú þegar. Farþegar
geta haldið áfram til útgöngudyranna."
FIMMTI KAFLI
Fyrr þennan dag hafði forsetinn rætt ! tvær klukkustundir við sérlegan
sovézkan sendimann, sem hafði það hlutverk að lofa friði af hálfu föður-
lands síns og fullvissa bandarísk yfirvöld um að fyrirætlanir Sovétmanna
hefðu verið mistúlkaðar.
„McKittrick," sagði forsetinn, „ég ætlast til að Kúba sé Ijósmynduð end-
anna á milli og það án tafar. Ég vil að því sé lokið á nokkrum dögum.
Drífðu allar hindranir úr vegi." Síðan reis hann upp úr ruggustólnum og
leit á St. James hershöfðingja. „Komdu með áætlanirnar varðandi hugs-
anlega innrás í Kúbu," sagði hann.
Hernández, varðstjórinn, stóð fyrir aftan Juanitu og beindi vélbyssu a8
höfði hennar ....
7. tbi. VIKAN 27