Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 41
Skipt á eiginkonum
Framhald af bls. 21
dæmis listrænar myndskreyting-
ar og hefur sálfræðing í þjón-
ustu sinni. Hann svarar bréfum
frá lesendum og leysir vand-
ræði þeirra á sviði kynlífsins. í
fyrstu hafði blaðið ævinlega
nektarmynd á forsíðunni, en
þegar upplagið hafði aukizt, var
hægt að varpa fyrir róða svo
ómerkilegri söluaðferð. Blaðið
er líka hætt að birta auglýsing-
ar af þessu tagi: „Ung, en van-
rækt eiginkona vill lenda í ást-
arævintýri með einum karlmcinni
eða fleirum. ALLT kemur til
greina.“
Nýjasta uppátæki blaðsins hef-
ur borið góðan árangur. Það
skipuleggur tveggja sólarhringa
skemmtiferðir til Parísar, sem
kosta 7500 krónur á mann og allt
innifalið.
Tow heimsótti ritstjórn blaðs-
ins Way Out. Hún var til húsa
við litla götu í miðborginni. Þar
unnu fjórir starfsmenn, tveir
þeirra voru heilinn á bak við
þessa arðvænu starfsemi: ungur
maður og miðaldra sálfræðing-
ur.
Ungi maðurinn kvaðst hafa
þreifað fyrir sér á ýmsum svið-
um í viðiskiptalífinu, áður en
hann stofnaði þetta fyrirtæki.
Hann var í leit að ónumdum
löndum á sviði kaupsýslunnar —
og fann loks þetta. Hins vegar
benti hann á sálfræðinginn og
sagði, að hann lifði fyrir starf
sitt. Hvorugur þeirra vildi láta
nafn síns getið.
— Við viljum vinna þetta
starf í kyrrþey að svo miklu leyti
sem það er hægt. Blað okkar og
fyrirtæki vinnur að því að hjálpa
einmana fólki, sem er í leit að
maka.
— Það er brýn þörf að hjálpa
fólki í þessum efnum, sagði sál-
fræðingurinn, og við reynum að
gera það eftir beztu getu. Við
gerum í rauninni ekki annað en
fylgja eftir þeirri byltingu sem
orðið hefur á lífi fólks á síðustu
áratugum, sérstaklega á sviði
kynferðislífsins. í svipinn eru
skipti á eiginkonum vinsælust
hér í Englandi. Mikill hluti
þeirra gerist fyrir milligöngu
okkar. í Ameríku tíðkast þetta
ekki enn. Þar skilja hjón, ef þau
eru orðin þreytt hvort á öðru.
Við ráðleggjum hins vegar hjón-
um að skipta um maka eina nótt
eða fleirL Það hefm- bjargað
mörgum hjónaböndum og er því
þjóðfélaginu til góðs.
Flestir þeir sem leita aðstoð-
ar hjá olikur eru millistéttar-
fólk. Yfirstéttin hefur alltaf
hjálpað sér sjálf í þessum efmrni
og gerir það enn. Lágstétlarfólk
er afar íhaldssamt í kynferðis-
málum. Hins vegar hafa nektar-
myndir og skrif um kynlíf, sem
flætt hafa yfir heim.inn á síð-
ustu árum orðið til þess, að milli
stéttarfólk langar til að lenda í
einhverjum ,,ævintýrum“. Við
hjálpum því til þess að úr því
geti orðið.
Stærsti keppinautur Way Outs
er blaðið Way In. Eigendur þess
segja að meðal viðskiptavina
þeirra séu aðalsmenn, þingmenn
og margir þekktir borgarar í
þj óðf élaginu.
— Við reynum að vinna starf
okkar með reisn og virðingu.
Vig höfum glæsilega skrifstofu,
þar sem við tökum á móti við-
skiptavinum okkar. Við reynum
að sýna fólki fram á, að það er
alls ekki niðrandi að leita sér
aðstoðar á þessu sviði frekar en
einhverju öðru. Hins vegar þyk-
ir okkur leitt hversu margir
óvandaðir menn hafa valizt til
þessa starfs, menn sem hugsa um
það eitt að hagnast sem mest á
óhamingju annarra.
Blaðið Town setti auglýsingu í
Way Out til þess að sjá hvað
gerðist. Auglýsingin var send
undir fölsku nafni: Annabella
Hopkins, ung, ógift og frjálslynd
kona, sem óskaði eftir að komast
í samband við einhvern sem gat
hjálpað henni í vandræðum
hennar á sviði kynlífsins.
Það bárust sjötíu og fjögur
svör á einum mánuði. Fjórum
þeirra fylgdu ljósmyndir, eitt
bréfið var frá frægri sjónvarps-
stjörnu. Fimmtán bréfritarar
titluðu sig forstjóra. Eitt bréfið
kom frá kvæntum manni í út-
hverfi. Town heimsótti hann og
átti viðtal við hann og konu
hans.
Þau hjónin ráku verzlun og
unnu bæði við hana. Þau voru
barnlaus. Hún var ung, dökk-
hærð og mjög lögulega vaxin.
Hann var talsvert eldri, senni-
lega kominn yfir fertugt, einnig
dökkhærður og fremur fríður
sýnum. Hvorugt þeirra var þó
sérlega aðlaðandi. Hann klæddist
gráum fötum og hún grárri dragt.
Þau áttu stóran hund. Hann
sagði:
— Konan min notar hundinn
sem verndara sinn. Það býr svo
margt einkennilegt fólk í þessu
hverfi.
— Hafið þið sent svar við
mörgum auglýsingum, spurði
blaðamaðurinn.
— Já, mörgum, svaraði hún.
— Nei, svaraði hann.
Smátt og smátt kom það í ljós,
að það var frúin sem stóð fyrir
því, að þau hjónin eignuðust
nýja „vini“ og lifðu með þeim
„ævintýri“.
— Hversvegna, spurði blaða-
maðurinn.
— Þetta er svo spennandi,
svaraði frúin. Maður öðlast nýja
lífsreynslu. Það er ekkert til sem
heitir rétt eða rangt, þegar rnn
kynferðismál er að ræða. Ástin
kemur ekki þessu máli neitt við.
Ég elska manninn minn jafn
mikið nú og ég gerði, þegar ég
J57Á
DANISH
GOLF
Nýr stór! góctur
smávindill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
Smávindill,sem ánægja eradkynnast.DANISHGOLF
erframleiddur afstærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kauþid i dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk. þakkanum.
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK
7. tw. VIKAN 41