Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 49
 m ■ ■ - :*• • ' • . • ' i , / //'■;. ■•• i ' K' * * v** 'fí Bréf nt ssf SDGUNNAR MESTA MORBI Framhald af bls. 9. hefur misskilið ýmis meginat- riði. Engu að síður er ekki úr vegi að svara bréfinu lið fyrir lið, enda hægt verk. í fyrstu málsgrein bréfsins seg- ist höfundur þess skilja greinina svo, að megintilgangur hennar sé að „niðurníða" brezka flugher- inn. Svo sem ljóst má vera þeim, er lesið hafa greinina af nokk- urri athygli, er tilgangur hennar að lýsa loftárásinni á Dresden, hryllilegasta atburði í sögu loft- hernaðarins, og aðdraganda þess ógnarviðburðar. Þar er eftir beztu getu greint frá þeim stað- reyndum, er tiltölulega hlutlaus- ar rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós, en áður voru duldar að baki moldviðris styrjaldar- áróðursins. Ástæðan til þess að sá þáttur úr sögu Royal Air Force, sem fram kemur í grein- inni, er dreginn fram er því ein- faldlega sá, að þessi her eyddi Dresden, en ekki sú að ég sé neitt persónulega angraður út í þenn- an prúða iiðsafla. Sem heimild við samningu greinarinnar notaði ég öðrum fremur bókina The Ðestruction of Dresden (Eyðing Dresdenar) eftir David Irving, sem er heims- þekktur höfundur, brezkur að ég held og skrifaði meðal annars bók þá, er þýzki rithöfundurinn Hochhuth byggði á nýlega frum- sýnt leikrit sitt um þá Churchill og Sikorski hershöfðingja hinn pólska. Bók þessi kom fyrst út 1963, en hefur verið endurprent- uð þrisvar, síðast 1966. Er í grein- inni stuðzt við þá útgáfu, sem var rækilega endurskoðuð með tilliti til nýjustu upplýsinga, sem fram hafa komið í málinu. For- mála að bókinni ritar enginn annar en Sir Robert Saundby, sem var staðgengill Harrisar flug- hershöfðingja á stríðsárunum og átti beinan þátt í undirbúningi loftárásarinnar á Dresden. Má hver trúa því sem vill að Sir Robert hefði skrifað þann pistil ef hann hefði litið á bókina sem lygar eða „niðurníð“ um her þann, sem hann hafði varið ævi sinni til að móta og efla. Enda segir Saundby í formálanum: „Bók þessi greinir á hreinskilinn og ástríðulausan hátt frá átakan- lega sorglegu stríðsdæmi um mannúðarleysi manna gagnvart mönnum." Hér talar maður, sem er nógu mikill drengur til að reyna ekki að þvo heridur sínar af eigin hlutdeild í mistökum, hversu hræðileg er þau kunna að hafa verið. Það reyndi ekki held- ur yfirmaður hans, Sir Arthur Harris. Ef bréfshöfundur hefði í rauninni lesið greinina, hefði honum mátt vera ljóst að því fer fjarri að í henni sé því haldið fram að Sir Arthur sé einn ábyrg- ur fyrir umræddri loftárás. f greininni er greint frá þeirri hlutdeild, sem allmargir aðrir áhrifamenn um stríðsrekstur Breta og bandamanna þeirra áttu í aðdraganda árásarinnar. Það er tilbúningur bréfritara, sem von- andi stafar ekki af verri hvötum en fljótfærni, að ég dæmi Sir Arthur Harris „mesta glæpa- mann og morðingja“ sögunnar. — En síðan upplýsingar um árásina tóku að berast út, hafa margir farið að líta á Harris sem bana- mann Dresdenar, þar eð hann var yfirhershöfðingi brezka sprengjuflughersins, sem árásina framdi. Sé bréfritarinn jafn vin- veittur Sir Arthuri og hann læzt vera, ætti hann frekar að vera mér þakklátur, því í greininni er einmitt sýnt fram á svo ekki verður um villzt, að margir fleiri áttu hlut að þessu máti en hers- höfðinginn. Það verða því aðrir en ég að taka á sig heiðurinn af „sögunnar þyngsta dómi“, þar á meðat þeir landar hershöfðingj- ans, sem sýnt hafa vissa viðleitni til að hlaða allri sökinni á hann. í annarri máisgrein bréfsins segir höfundur þess að 147.000 óbreyttir, brezkir borgarar hafi verið „MYRTIR“ (ieturbreyting hans) í heimsstyrjöldinni síðari. Virðist höfundur eiga þar við fórnardýr loftárása Þjóðverja á Bretland. Ekki getur bréfritari þess hvaðan honum komi þessi tölustafur, en í fyrrnefndri bók segir David Irving að 51.509 hafi látið lífið fyrir sprengjum þeim þýzkum er á Bretland féllu, og segist styðjast þar við öruggustu, fáanlegar heimildir. Rétt er það hjá höfundi bréfs- ins að ég segi í greininni að Þjóðverjar hafi í stríðsbyrjun verið sammála andstæðingum sínum um, að ekki væri sæmandi að beita herflugvélum gegn óvopnuðu fótki. En ég gat þess einnig að Þjóðverjar hefðu frá upphafi ekki tekið þessa reglu jafn atvarlega og Bretar, og nefndi innrásina í Pólland til dæmis. Þetta atriði í greininni hefur sýnitega farið framhjá bréfritaranum, sem og mörg önn- ur. Bréfritari bergmálar þann gamla stríðslygaáróður að þrjá- tíu þúsund manns hafi farizt í loftárásinni á Rotterdam. Eins og í greininni er tekið fram, fórust við þetta tækifæri innan við þús- und manns. Þessar upplýsingar eru í samræmi við skýrslu, sem yfirvöld sjálfrar Rotterdam létu frá sér fara 1962. Þessa er getið í bók Irvings og fleiri þekktum eftirstríðsritum, þar á meðal The Rise and Fall of the Third Reich, eftir William Shirer. Svo er að sjá að höfundur bréfsins haldi að Þjóðverjar hafi hent sprengjunum á Rotterdam sér til gamans einkum, því að „Holland var þegar sigrað, þó að formlega hefði það enn ekki gef- izt upp,“ segir hann. Eins og skýrt kemur fram í riti Irvings og fieirum, þar á meðal bók Þjóð- verjans Dr. Hans Jacobsen, sem tatin hefur verið ýtarlegasta frá- sögnin af þessum atburði, þá var loftárás þessi ekki gerð til að tortíma iðjuverum, hafnarmann- virkjum eða járnbrautarstöðvum, eins og raunin var hvað oftast þegar Brelar og Þjóðverjar vörp- uðu sprengjum á borgir hvers annars, heldur til aðstoðar við her á vígvelli. Hollendingar vörðu Rotterdam af hörku, enda vonuðust þeir eftir liðsstyrk frá Bretum flugleiðis. Lið Þjóðverja, sem sótti inn í borgina, hafði ver- ið stöðvað og nokkur hluti þess umkringdur. Það var vegna til- mæla þessa liðs, sem átti tortím- ingu yfir höfði sér, að kallað var á Luftwaffe til liðs. Bréfritari efast um réttmæti þeirrar fullyrðingar „höfundar að flugvélar bandamanna hafi ráðizt gegn flóttafólki," og hafi þeir látið sig slíkt henda, hafi það verið uppátæki einstakra flugmanna af ýmsum megin- landsþjóðflokkum, sem hann til- greinir; Engilsaxar sjálfir hafi áreiðanlega aldrei framið slíka fúlmennsku og þaðan af síður hafi yfirmenn flugherjanna fyr- irskipað þau. Því er til að svara að í tilskipun varðandi loftsókn- ina gegn Þýzkalandi, sem um mánaðamólin janúar-febrúar 1945 var gefin út að afloknum fundahöldum æðstu manna í flugherjum bandamanna, þar á meðal þeirra Sir Arthurs Tedd- ers, staðg. sjálfs Eisenhowers, og Carls Spaatz hershöfðingja, yfirmanns bandarísku flugherj- anna, var meðal annars tekið fram að lilgangur sóknarinnar ætti að vera sá, að flæma flótta- menn úr austurhéruðunum frá þeim stöðum, sem þeir höfðu leitað hælis í (. . . to dislocate the refugee evacution from the East . . .). — Þar að auki mætti nefna ótal dæmi um árásir lág- fleygra orrustuflugvéla, er Þjóð- verjar kölluðu Tiefflieger, á flótlamenn og aðra óbreytta borgara á þjóðvegum og víða- vangi, og er ekki nema sjálfsagt að benda bréfritara á heimildir þar að lúlandi, ef hann óskar þess. f loftárásinni á Dresden sáu bandarískar flugvélar um þá hlið málsins, en ekki veit ég hvort Bandaríkjamenn einir stunduðu þessa tegund lofthern- aðar, og aldrei hef ég heyrt þess getið að flugmenn þeir, sem hana iðkuðu, hafi allir með tölu verið fæddir og aldir upp á meginlandi Evrópu. Irving tekur skýrt fram yfir- burði þýzka sprengjuflugflotans framyfir þann brezka í miðunar- tækni á fyrstu árum stríðsins, og tekur hina kunnu árás á Coven- try sem dæmi um það. Annað sem höfundur segir í þeirri máls- grein bréfsins, sem að þessu lýt- ur, er rétt, enda kemur það líka fram í greininni hjá mér. Bréfritari er stórhneykslaður á mér að ætla Bretum þá dirfsku «ð ginna þýzka flugherinn til orr- ustu yfir Bretlandi, liðsmunur- inn hafi verið slíkur að Bretar hefðu áreiðanlega beðið betri tíma með að 'láta sverfa til stáls, hefðu þeir mátt ráða. Það er rétt hjá bréfritara að Þjóðverjar hafi aðeins með „hálfum hug“ hugs- að til innrásarinnar í Bretland, enda áttu þeir fátt af fleytum til að koma landher sínum yfir Ermarsund, einkum eftir Noregs- innrásina, sem kostaði þá margt skipa. En Bretar virðast ekki hafa gert sér þetta fyllilega ljóst, að minnsta kosti bjuggust þeir um þessar mundir við innrás Þjóðverja á hverri stundu. Það kemur til dæmis greinilega fram í stríðsminningum Alanbrookes lávarðar, sem þýddar hafa verið á íslenzku. Þegar þetta viðhorf Breta er haft í huga, er hæpið að gera ráð fyrir að þeir hafi talið að nokkurra „betri tíma“ væri að bíða með að skora Luft- waffe á hólm. Yfirburðir þeirra vegna þess, að barizt var yfir þeirra eigin landi, eru augljósir, jafnvel þótt svo að Þjóðverjar væru ekki lengra frá en „hinum megin við sundið.“ Þá getur bréfritari um mann- úðarverk brezka sprengjuflug- hersins, og skal sízt í efa dregið að hann hafi unnið þau einhver, þegar tími gafst til samhliða þeim störfum, sem látin eru ganga fyrir öðrum í hernaði, enda man ég ekki til þess að í margnefndri grein hafi ég nokk- urs staðar borið á móti því, að Sir Arthur Harris hafi látið henda mat. niður til Hollendinga. Fleiri orðum ætti ekki að þurfa að eyða bréfs þessa vegna. dþ. 7. tbi. vilCAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.