Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 11
Það er algengt aS menn finni á sér veSrabrigSi, storm eða rigningu eSa stórhríSar. „Þá ískrar og ólmast gigtin, einkum í gamla fólkinu, og lætur ekki undan fyrr en veSrið er skollið á; en ef rigning er í vændum, getur það ekki hrært sig fyrir mátt- leysi, fyrr en farið er að rigna“, segir í íslenzkum þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. Það er engan veginn úrelt fyrirbrigði, að menn finni breyt- ingu á andlegri eða líkamlegri líðan sinni, þegar skiptir um veður. Sumir geta meira að segja sagt fyrir óveður löngu áður en það skellur á. Slíkir menn og konur hafa verið til í þúsundir ára og eru enn til í flestum löndum. En það er ekki fyrr en á síðustu árum, sem vísindin taka að sýna þessu fyrirbæri áhuga og reyna að kryfja það til mergjar. í Þýzkalandi, Frakklandi, Rússlandi og víðar hafa sérfræð- ingar rannsakað, hvernig á því standi, að sumir menn verða hreinlega veikir, áður en óveður gengur í garð. Það er ekki aðeins gamalt fólk, sem fær gigt, þegar hann breytir um átt; margt ungt fólk fær höfuðverk og algengt er að menn verði daprir og jafnvel þunglyndir. Vísindamenn hafa látið sér detta í hug, hvort þetta geti ekki stafað af einhverjum straumum eða truflunum í andrúmsloftinu. Það er að minnsta kosti ljóst, að eitthvað hlýtur það að vera, sem veldur breytingu á heilsu- fari manna, þegar skiptir um veður. Sænskur læknir, Boris Lunderquist, telur sig hafa sannanir fyrir því, að greinilegt samband sé á milli líðan manna og veð- urfarsins. Hann fékk fyrst áhuga á áhrifum veðurfarsins á starf- semi líffæranna árið 1950, þegar hann hafði valið sér gigtar- sjúkdóma sem sérgrein. Síðan hefur Lunderquist viðað að sér miklu efni, sem styður þá kenningu hans, að sumt fólk sé mót- tækilegt fyrir truflunum veðurfarsins. Hann fullyrðir meðal annars, að tilhneiging til sjálfsmorða sé mest, þegar sólblettir séu flestir. Einnig eru slys, og þá eink- anlega flugslys, þá fleiri en á öðrum tímum. Lunderquist nefnir mörg dæmi þess, að fólk finni á sér óveð- ur eða náttúruhamfarir, áður en þær dynji yfir, stundum með því móti að það hreinlega veikist líkamlega. Kona ein í Malmö, fær til dæmis alltaf höfuðverk og beinverki, áður en slys hljót- ast af völdum óveðurs og náttúruhamfara, jafnvel þótt þær ger- ist í hundrað mílna fjarlægð. Áður og meðan jarðskjálftarnir miklu urðu í Skoplje í Júgóslavíu var hún næstum lömuð af sársauka og komst ekki aftur til fullrar heilsu, fyrr en nokkrum dögum eftir að ósköpin voru um garð gengin. Önnur kona frá Sörmlandsstad veikist ævinlega, þegar hún heimsækir vini sína á Skáni. Hún fær illkynjaða verki í hnén og lærin sama daginn og hún kemur á þennan stað. En jafn- skjótt og hún er komin aftur heim, er hún orðin heil heilsu. Sama kona segir frá því, að hún hafi eitt sinn skyndilega verið heltekin af þessum undarlegu verkjum, þegar hún gekk einn fagran vordag um Kalmar-höllina. Um leið og hún var komin úl úr höllinni í góða veðrið aftur, voru verkirnir með öllu horfnir. Þessi kona fær yfirleitt aldrei gigt, þegar hún er heima hjá sér. Það er eingöngu þegar hún skiptir um umhverfi, sem heilsan bilar. Þannig hefur þetta verið allt frá því að hún man fyrst eftir sér. Mörg dæmi þessu lík getur Lunderquist nefnt. Undarlegt at- vik gerðist árið 1963 við sólstöður. Maður nokkur varð fyrir svo sterkum truflunum úr andrúmsloftinu, að hann sendi þegar í stað skeyti til varnarmálaráðherra Svía, Sven Anderson, og ráðlagði honum að láta flugflotann halda kyrru fyrir þann dag- inn. Þessari ráðleggingu var að sjálfsögðu ekki hlýtt. Það var ekki gerlegt að stöðva flugflotann af slíkum ástæðum. En einmitt þennan dag urðu þrjú alvarleg flugslys! Hverjar sem orsakir þessara slysa hafa orðið, vissi ráðherrann að koma hefði mátt í veg fyrir þau, og sá sem sendi skeytið var ekki í nokkrum vafa. Að dómi Lunderquists eru sögur sem þessar vel þess virði, að þær séu rannsakaðar í stað þess að yppta yfir þeim öxlum og slá því strax föstu, að um eintóma ímyndun og hjátrú sé að ræða og tilviljun ein ráði því hvort spádómar af þessu tagi komi fram eða ekki. Lunderquist bendir einnig á, að útvarpstæki og sjónvarps- tæki og raunar flest rafmagnstæki verði fyrir truflunum úr loft- inu. Ekki sé því ósennilegt að jafn flókið og viðkvæmt fyrir- bæri og mannslíkaminn er, geti einnig orðið fyrir slíkum trufl- unum. í bókmenntum er því víða lýst, hvernig bæði menn og dýr geta fundið á sér veðurbreytingar. Þegar óveður er í aðsigi leggja dýr merkurinnar á flótta. Og þegar jarðskjálfti verður, taka dýrin að ókyrrast áöur en jarðskjálftinn hefst. Flug farfugla yf- ir höf og lönd um árstíðaskipti mætti einnig nefna í þessu sam- bandi, og ekki má heldur gleyma hinni óvenjulegu ratvísi hunda og katta, þegar um er að ræða að ná áttum og komast heim í vegvillu. Við skulum grípa aftur niður i íslenzka þjóðhætti og lita yfir kafla um veðurspár manna og dýra. Þar er greint frá ýmiss kon- ar gamalli hjátrú í sambandi við veðrið. Hver veit nema vís- indi nútímans eigi eftir að skýra þessa gömlu trú? „Ef hestar hama sig í góðu veðri, bregzt það ekki, að óveður kemur í þeirri átt, sem þeir setja lendina L Ef rjúpan leitar ofan í byggð á haustin, má búast við hinu versta, en ef hún heldur sig hátt í fjöllum, veit það á gott. Það veit á illt, ef rjúpur eru styggar og ólmar að tína, og mikið er í sar'p þeirra, þegar þær eru skotnar. En ef þær eru spakar ,og sarpur þeirra tómur, veit það á gott .... Það veit á illt, ef tittlingar hópa sig heim að bæjum og tísta mikið. Þá er það og áreiðanlegt stórhríðarínerki, ef þrestir koma heim að bæjum haust og vor. Þá er lómurinn veðurspár fugl, því að hann spáir bæði um þurrk og regn, og má heyra á hljóðunum, hvers má vænta. Fyr- ir þurrki gaggar hann og segir: „Þurrka traf“, en fyrir óþurrki vælir hann og segir: „Marvott". Þegar hann vælir, segir fólk, „að nú taki lóminn í lærið“, og býst þá við illu. Álftir vita oft veður í rassinn á sér, en þegar lóan syngur óspart „dýrðin“, má vænta góðs. Hingað til hefur verið álitð, að eðlisávísun dýranna valdi því, að þau finna á sér, þegar óveður er í aðsigi. En Lundei'quist held- ur því fram, og sú kenning er raunar ekki ný af náhnni, að dýrin séu næmari á ýmsa strauma og segulmagn jarðar. Sum- ir menn virðast hafa þá náttúru að skynja þetta eins og dýrin, og þá vaknar sú spurning, hvort alhr meim séu ekki gæddir þessum eiginleikum og geti haft not af þeim, ef þeir þroska þá með sér og leggja rækt við þá. Hér að framan hefur lítihega verið rætt um Lunderquist hinn sænska og athuganu hans á sambandi milh veðurs og heilsu. En hann er ekki sá eini sem hefur áhuga á þessu efni. Árið 1965 tók Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) médið til meðferðar og var það gert samkvæmt áskorun fjölmargra lækna og vísindamanna, sem ahir voru sannfærðir um, að áhrif veðurfarsins á heilsu manna séu miklu meiri en nokkurn hafi órað fyrir. — Við höfum þegar eytt miklvun tíma og peningum í að rannsaka þetta verkefni, segir René Dubois, sá sem stjórnar verk- inu hjá WHO. — Og þeim peningum hefur ekki verið kastað á glæ. Við höfmn þegar komizt að ýmsum niðurstöðum, en enn þá halda skýrslur áfram að berast hvaðanæva úr heiminum, þar sem greint er frá áhrifum loftslagsins á lif íbúanna og öhu, sem snertir þessa rannsókn okkar. Þegar þokan leggst eins og þungt farg yfir stræti og torg Lundúnaborgar, fá starfsmenn Englandsbanka fyrirmæli frá yf- irmönnum sínum þess efnis, að þeir skuli leggja öll vanda- söm verkefni á hihuna, en fást í staðinn við auðveld verk. Forráðamenn bankans hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að starfsþrek og hæfni starfsfólksins minnki stórlega um leið og þokan skellur á. Þeir fundu upp á því fyrir þremur árum að láta fólkið einbeita sér sem minnst í þokunni og fyrir bragðið sýna skýrslur, að mistök í bankanum hafa minnkað um rúmlega 10 prósent. í Hamborg eru skurðlæknar nú orðnir svo sannfærðir um áhrif veðurs á heilsu sjúklinganna, að þeir gera aldrei skurð- aðgerðir, nema huga fyrst að veörinu. Nýlega hefui- veðurstofa borgarinnar tekið upp þá þjónustu að senda daglega sérstakar veðurfréttir til allra sjúkrahúsa. Dr. Clarence A. Mills við University of Cincinatti hefur rann- sakað sérstaklega áhrif veðursins á skap okkar og andlega líð- an. Hann heldur því fram, að það sé fleira en klukkan sem stjórni lífi okkar: það sé líka og öllu fremur loftvogin. Dr. Mhls gerði athuganir á nokkrum mönnum. Það kom strax í ljós, að um leið og loftvogin féh, tóku þeir að ókyrrast og verða niður- dregnir. Um leið var geta þeirra og hæfileikar til að leysa ýmis verkefni af hendi miklu minni. Þeir gerðu hverja skissuna á fætur annarri, sem þeir höfðu ekki gert, áður en loftvogin féll. Hvernig getur loftvogin haft svo óheillavænleg áhrif á mann- skepnuna? Rannsókn á 200 manns, sem vísindastofnun í París lét gera, leiddi í ljós, að lágur loftþrýstingur gerir það að verk- um, að líkamsvefirnir bólgna upp og drekka í sig meira vatn frá meltingarfærunum. Þegar vefirnir í höfðinu bólgna eykst þrýstingur á heilann og slagæðarnar herpast saman, þannig að blóðrennsli til heilans minnkar. Framhald á bls. 43. 7. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.