Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 37
PðRHALLUR StGURJÖNSSON
simi 18450 Pingholtsstr. 11.
Paö er sama
hver sidd
kjólsins er...
défilé
30-50Den
hafði náð sér ofurlítið hringdi
hún til Jennýar frænku sinnar
í Boston og sagði henni frá jarð-
arförinni í smáatriðum, athöfn-
inni og blómunum, svo Jenný
gæti gefið móður Barböru
skýrslu um það, þegar hún vakn-
aði. Jenný frænka hafði sagt
henni að móðir hennar hefði
verið harla góð í dag, eftir at-
vikum. Hún hafði ekki verið
eins rugluð og venjulega. Óráðs-
rugl var eitt af hinum óhjá-
kvæmilegu einkennum í sam-
bandi við hjartasjúkdóminn, sem
leiddi hana hægt en ákveðið fram
á grafarbakkann. Jenný frænka
bað hana að flýta sér aftm- heim.
— Ég gæti þurft að dvelja hér
í nokkra daga. Það eru nokkur
lagaleg formsatriði sem þarf að
hugsa um.
— Láttu þá lögfræðinginn
hennar sjá um lagalegu hliðina.
Hún hlýtur að hafa haft lög-
fræðing.
— Það þarf að taka vissar á-
kvarðanir.
— Þá getur hann skrifað okk-
ur eða hvað?
— Jenný frænka, ég ætla að
sjá um þetta eins vel og ég get.
Ég er hvorki barn eða hálfviti.
Ég er tuttugu og fimm ára.
— Vertu nú ekki að þessum
barnaskap!
— Ef ég álít rétt að vera hér
í nokkra daga hef ég líklega
gildar ástæður til þess. Ég kem
heim eins fljótt og ég get.
— Fyrirgefðu væna mín. Ég
ætlaði ekki að vera hnýsin, en
þetta hefur ekki verið neinu
okkar auðvelt.
Eftir að hún lagði á teygði
hún úr sér í rúminu. Hún von-
aði að hún hefði virzt örugg-
ari, en henni fannst hún vera.
Þessi lygi um löglegu formsat-
riðin var illa til fundin. En það
var ómögulegt að láta þær kom-
ast fyrir um raunverulegu ástæð-
una fyrir því að hún vildi vera
kyrr. Hún gat ekki blandað þeim
í það. Það var nógu slcelfilegt
að hafa tapað Lucee, án þess að
þurfa að velta því fyrir sér hvort
einhver hefði drepið hana. Ef
það sannaðist myndu þær að
sjálfsögðu verða að vita það.
Þegar kvatt var dyra, stóð
hún snögglega upp, sléttaði á
rúminu í flýti og spurði hver
það væri.
— Breckenridge, svaraði rödd.
Hún fór til dyra og hleypti
honum inn. Hún vissi ekki ná-
kvæmlega hvers hún hafði vænzt,
en þessi maður var svo venju-
legur, svo blátt áfram að grun-
ur hennar um óupplýst atriði í
sambandi við fráfall Lucille,
sýndist illa grundvallaður og
raunar hlægilegur. Þessi maður
sýndist óbugandi, fjarlægur og
kaldur, eins og menn sem koma
til að láta undirrita eitthvað eða
einhverskonar markmaður.
— Viljið þér ekki setjast, sagði
hún. Það voru tveir stólar. Hún
sneri bakháa stólnum frá skrif-
borðinu og þau settust við glugg-
ann og horfðust í augu yfir borð-
ið. Hún vissi ekki hvernig hún
átti að byrja.
— Þetta er ágætur gististaður,
ef maður hefur ekki bíl, sagði
hann, —• svo að segja í mið-
borginni.
— Ég hef ekki bíl.
— Ég gisti í hinni álmunni,
númer átján.
— að ... það getur verið að
þetta sé ekkert, það getur verið
að ....
— Ungfrú Horne, á hverju ári
koma hundruð fábjána og reyna
að ráða okkur. Við metum hvert
mál. Þegar þér komuð með
blaðaúrklippurnar og þetta bréf,
til skrifstofu okkar í Boston,
gerði hún það upp við sig að
það væri þess virði að skyggn-
ast í málið. Ef til vill er ekkert
athugavert við það. Við munum
komast að því á einhvern hátt.
— Takk, sagði hún. — Eruð
þér með bréfið?
Hann rétti henni það og sagði:
— Ég hef ljósprentað eintak.
— Fyrirgefið. Mig langar til
að lesa þennan einkennilega
kafla aftur. Mig langar að sjá
hvort það er eins og ....
— Gerið svo vel.
Hún fletti yfir á aðra blaðsíðu
í bréfinu, þar stóð: — Vandamál,
vandamál, vandamál.
— Þetta er skrýtið vandamál,
allt flækt í tilfinningar og regl-
ur og svo er það þar að auki
leyndarmál. Ég er að reyna að
komast til botns í þessu og gera
það upp við mig. Þú virðist vera
minn eini trúnaðarvinur varð-
andi suma hluti, litla syslir, svo
þú verður að vera umburðar-
lynd. Þú færð smáatriðin seinna.
Ég var göbbuð, ákaflega lymsku-
lega til að svíkja trúnað og er
of mikill heigull — ennþá, til að
segja þeim sem treysti mér að
leyndarmálið sé á vitorði ann-
arra. Ekki að öllu leyti, en nógu
miklu til að gera mér órótt. Nú
er þriðja persónan komin í
myndina og hagar sér svo ein-
kennilega að í fyrsta sinn finnst
mér að ég sé að einhverju leyti
í hættu. Ekkert sérstakt, bara
óþægindatilfinning, eftir hrygg-
lengjunni.
Nokkuð verðmætt er flækt í
þetta, auðvitað. Hvað annað ger-
ir fólk slóttugt og hættulega. Ég
gæti gripið til lymskunnar sjálf
og slegið B og C út af laginu,
eða einfaldlega sagt A upp alla
söguna eða hvort tveggja, til að
láta ekki líta út sem ég sé svo
auðtrúa idjót, sem núna mætti
halda. Mér þykir leitt að hljóma
’• tbl VIKAN 37