Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 50
augun voru galopin og spyrjandi. — En það geturðu ekki gert? hvíslaði hún, furðu lostin. — Ég get það og ég skal líka gera það. Hann nuddaði sóran fót- legginn. — Það sem eftir verður er nóg til að gera við Super gömlu, eða til að kaupa nýja flugvél, ef hún fær ekki skoðun. Við getum líka byggt tíu kofa í viðbót ó Spiros. — Er þér alvara? Hvað ætlarðu að gera viðvíkjandi Sheilu? — Hvað heldur þú? Hlustaðu nú ó mig, það er mjög óríðandi. Um leið og við erum horfin úr aug- sýn flýgur þú Super til Spiros, og lætur Philo lappa upp ó hana ( nokkra daga. Svo flýgurðu henni hingað aftur og hittir mig við Aþenuflugvélina ó föstudaginn kemur. — Roger, ég þori það ekki, ég verð sett í lífstíðarfangelsi! Ég hef ekkert flugvottorð! — Þú skilur hana eftir hér, þetta er mín flugvél og minn flugvöllur. — Ég þori það ekki, ég þori ekki . . . .! — Þú verður að gera það og þú skalt! Því að ég kem til baka með meiri peninga en þú hefir nokkru sinni séð í öðrum vasanum og leyfisbréfið í hinum vasanum. Við giftum okkur hér ó Lyceus og næsta brúðarparið sem gistir Spir- os verða eigendurnir, þú og ég. Þú kemur á móti mér í Aþenu. Kysstu mig nú tíu kossa, áður en þetta fólk nær í mig! Hann leit um öxl. Tanya stóð við vélina. — Bless, kallaði hann til henn- ar. — Ta-ta, au revoir! Roger sneri sér að Sheilu og yppti öxlum. — Hún kann ekki orð í ensku, það er synd! Bílstjórinn hneigði sig og opnaði bílhurðina. Sheila sneri sér við. — Vesalings stúlkan, hún stendur þarna eins og steinrunnin, ég held hún sé að gráta. — Þær eru nokkuð tilfinninga- samar hér, sagði Roger og fleygði töskunni sinni í farangursgeymsl- una. — Hvað var hægt að segja, hugsaði hann, meðan bíllinn skrölti yfir ójafnan veginn. Hvað er hægt að segja við þetta fólk, sem mað- ur er fyrir löngu kominn úr tengsl- um við? Hvernig var hægt að skýra fyrir þeim gleðina að vera frjáls, spenninginn yfir því sem var hulið bak við sjóndeildarhringinn, ham- ingjuna yfir þv! að fljúga milli skýjahnoðranna og sjá sólsetrið rétt hjá sér, friðinn sem ríkti allt í kringum mann? Hvernig átti ég líka að koma þeim í skilning um hvað Tanya var mér dýrmæt? Hvernig átti ég að segja þeim að Tanya var að gráta af hamingju, hamingju, sem þær gátu aldrei skilið. — Það verður dásamlegt fyrir þig, Roger, að komast aftur í menn- inguna, eftir allt þetta, sagði Mattie frænka. Hann senri við og gekk til móts við gestina, eftir flugbrautinni. — Fyrirgefið þið töfina, ég þurfti að athuga ýmislegt, hundinn og annað. — Dásamlegt, sagði hann og kinkaði kolli. En í huganum var hann við Aþenuflugvöll næsta föstudag. — Dásamlegt, endurtók hánn . . . IIIAR El IIMIN HANS NÍA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Finnbogi Finnbogason, Laugavegi 128, Reykjavík. Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 7. 126 fðrusl-4 konst af ún hafði safnað sér í mörg’ ár fyrir ferða- lagi til Ceylon og Thai- lands, og loks náði hún takmarkinu. Fyrir rösku ári lagði hárgreiðslumærin Dagmar Bliimel upp í þessa langþráðu ferð, sem varð býsna skemmtileg, eins og vonir stóðu til. Þangað til á heimleiðinni, að flugvélin, sem hún var með, flaug á fjall á Kýpur. Aðeins fjórir af þeim 130, sem um borð voru, sluppu lífs, Dagmar þeirra á með- al. „Þegar ég lauk upp augunum á UNO-sjúkra- húsinu í Nikosíu, var það fyrsta, sem mér flaug í liug: Nú veit ég, að krafta- verk gerast ennþá!“ Átta mánuði hefur hún verið á sjúkrahúsi síðan. Hún fékk orlof þaðan til að vera heima hjá foreldr- um sínum um jólin, en varð svo að fara aftur á sjúkrahusið. En senn fer hún alheil og frjáls ferða sinna, og í jólagjöf gáfu foreldrar hennar forkunn- ar góða landabréfabók. Og hún hefur hugann fullan af ferðaáætlunum: „Ég ætla að sjá allan heiminn. Ég ætla svo sannarlega að njóta þess, sem góður guð hefur gefið mér — og það væri ólíklegt, að ég lenti í öðru flugslysi!“ 50 VIKAN 7-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.