Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 14
ANDRÉS INDRIÐASON Paul McCartney er hér við Eclair kvikmyndavélina, sem notuð var við töku „Magical Mystery Tour“. Þess má geta til gamans, að vélin er af sömu gerð og kvikmyndatökumenn sjónvarpsins okkar nota. Iilanl slffiini dómi Yehudi Menuhin, fiðluleikarinn snjalli, sagði eitt sinn: „Þótt ég kunni að leika á fiðlu, er ekki þar með sagt, að ég kunni að búa til góðan mat!“ Þetta hvarflar ósjálfrátt að okk- ur, þegar við minnumst á nýjasta sköpunar- verk Bítlanna — kvikmyndina „Magical My- stery Tour“. Þótt Bítlarnir séu snjallir músik- antar, er ekki þar með sagt, að þeir geti gert kvikmynd! Myndin var sýnd í brezka sjónvarpinu (BBC) á jóladag, og var mikil eftirvænting að vonum ríkjandi. Eins og áð- ur hefur verið sagt frá, var myndin að öllu leyti gerð eftir fyrirsögn Bítlanna; þeir sömdu kvikmyndahandritið, stjómuðu myndatökunni og þeir önnuðust sjálfir klipp- ingu myndarinnar. Það tók þá alls sjö daga að klippa og fullgera þessa mynd, sem tekur klukkutíma að sýna og var gerð með það fyr- ir augum, að hún yrði sýnd í sjónvarpi ein- göngu. Skemmst er frá því að segja, að þessi mynd Atriði úr „Magical Mystery Tour“. — Paul, Ringó og l>ekkt fígúra í brezkum skopmyndum. hlaut hina herfilegustu dóma, og vissu fæstir, hvað Bítarnir voru í rauninni að fara. Þeir segjast hins vegar hafa gefið ímyndunarafl- inu lausan tauminn, en því miður, það tókst ekki betur til en svo, að öllum dauðleiddist, sem myndina sáu, og vist má telja að höf- undarnir hafi rýrnað mjög í áiiti. Paul Mc Cartney kvaðst hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með viðbrögð almennings gagnvart myndinni. Hann lét svo um mælt, að þeir fé- lagamir hefðu álitið, að hvað sem þeir gerðu, hlyti góðar viðtökur! Þessi ummæli Paul féllu ekki í góðan jarðveg. Af þessu mátti skilja, að Bítlarnir litu á sig sem heilagar kýr, sem væru hafnar upp yfir alla gagn- rýni. Bítlamir hafa gefið í skyn, að næsta kvik- mynd þeirra (til sýningar í kvikmyndahús- um) verði gerð innan tíðar, en margir eru fremur ókátir yfir þeirri yfiriýsingu þeirra, að þeir ætli sjálfir að semja handrit og stjórna myndinni að öllu leyti. Þeir segjast nú vera reynslunni ríkari, en aðdáendur þeirra óttast, að samt sem áður muni mynd- in bera keim af sjónvarpskvikmyndinni Ma- gical Mystery Tour. 14 VIICAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.