Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 33
ÍSBIIÍBÍHÍHIIIIIIBIBHHHIHMHHhHBHIIIIIÍIIHRNIÍHPHHrhRhHBHHmHHIHS EINKAUMBOÐ: I. GUÐMliNDSSON & CO. H.F., REYKJAVÍK Vikan verður einkar þægileg. Engir stórviðburðir gerast, en þú færð svar við mikilvægri spurningu. Þú eignast nýjan kunningja af gagnstæða kyninu. Þú stundar mikið áhugamál þín. Tvíburamerkið (22. mai — 21. júní): Fóik undir tvítugu er mjög upptekið af sjálfu sér og bryddar upp á nýjungum. Varastu að sýna ná- unga þínum lítilsvirðingu, jafnvel þótt hann hafði telít nokkuð gróft. Krabbamerkið (22. júni — 23. júlí): Þú verður fremur heppinn, en þó mun eitthvað skyggja á hamingju þína. Láttu ekki draga úr þér kjarkinn því fátt fæst fyrirhafnarlaust. Skemmtanir þínar og félaga þinna eru nokkuð kostnaðarsamar. Þú átt í nokkrum erfiðleikum, sérstaklega skortir þig tíma til að anna því sem þarf. Ekki þýðir annað en taka verkefnin föstum tökum, og slá ekki slöku við fyrr en öllu er lokið. Happatala er þrír. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú kannt vel við þig heima hjá þér, og átt lítið er- indi út á meðal manna. Þú ert nokkuð uppstökkur og var um þig, en reyndu að láta fara vel um þig og hafast lítið að. Þú færð freistandi tilboð. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Annríki þitt í vikunni snýst aðallega um heimilið. Þú átt verðmætan hlut sem þig langar mjög að koma í verð, en ytri aðstæður hamla gegn því að sinni. Þú verður að heiman á laugardag. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þér hættir til að gera lífið flóknara en það í raun- inni er og búá þér til áhyggjur. Þú ert reyndar mjög vel settur eins og er og margir hafa miklu erfiðari aðstæður, svo þú þarft ekki að kvarta. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú eyðir of miklum tíma í draumaheimi. Reyndu að gera þér ástandið ljóst eins og það er og horfast í augu við það. Taktu þér tak og þér eykst sjálfs- traustið. Föstudagur er bezti dagur vikunnar. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú færð einhvern hlut til umráða, sem ýmislegt skemmtilegt á eftir að ske í kringum. Þú hefur ekki sinnt vinnu þinni eins samvizkusamlega og skyldi, undanfarið, en það er auðvelt að kippa því í lag. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú ert fremur þreyttur og leitar ýmissa óvenjulegra leiða til að slaka á. Þér hættir til að ofmeta fáfengi- lega hluti, en þar sem dómgreind þín er skörp, þá hættirðu þessu von bráðar. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Ljónsmerklð (24. júlí — 23. ógúst): Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú verður að fá gjaldfrest, vegna þess að þú treystir um of á aðra. Vertu fús að viðurkenna að þú hafir ekki rétt fyrir þér, en ekki þó um of. Þrjóska þín gerir þér erfitt fyrir. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú ert nokkuð þrasgjarn og veldur það þér og öðr- um leiðindum. Á sunnudaginn ferðu í heimsókn, og þá gefst þér gott tækifæri til að sýna þínar dipló- matísku hliðar. Þú átt rólega helgi í vændum. 7. tbi. ynCAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.