Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 29
Hvað er það við systur mína sem ég hef ekki Framhald af bls. 19 herbergja íbúð í útkanti Warsjór. Hann gasti hvaða dag sem er stung- ið einhverjum fjölskylduskartgrip- unum í vasa sinn og stungið af frá Póllandi, en það dytti honum aldr- ei í hug að gera. En þessi gamli aðalsmaður hefur oft heimsótt son sinn og tengdadóttur til London. Hann var mjög mótfallinn brúð- kaupi þeirra og það var vegna þess að hann, heitttrúaður kaþólikki, gat ekki viðurkennt borgarlega vígslu þeirra, sem var vegna þess að Lee var fráskilin. Stanislaus hafði líka verið kvæntur, jafnvel tvisvar, en fyrsta hjónaband hans var í gildi lagalega, en hitt var ógilt, vegna þess að hann hafði ekki beðið eft- ir ógildingu fyrsta hjónabandsins. Stanislaus, eða Stash, eins og hann er kallaður meðal vina, er semsagt ákaflega spennandi og að- laðandi maður. Þau hjónin eiga eina dóttur, Onnu Christinu, og búa í dásamlegu, gömlu húsi í London. Auk þess eiga þau sveitasetur og einbýlishús í Rapallao á Ítalíu. Hjónaband þeirra virðist vera í bezta lagi. Þau hafa í mörg ár átt í deilum við Vatikanið út af skiln- aðarmálunum. Jackie Kennedy blandaði sér í málið og skrifaði bréf til páfans, en maður hennar, sem þá var á lífi varð reiður við hana út af því. En nú eru þau búin að fá leyfi til að gifta sig kirkju- lega og það gerðu þau fyrir nokkru, til mikillar ánægju fyrir gamla manninn. Þegar Kennedy bauð sig fram til forsetakjörs, fóru þau Lee og Stan- islaus strax til Bandaríkjanna til að aðstoða fyrir undirbúninginn. Stash sneri sér að pólskum innflytjendum og það er haft fyrir satt að það hafi verið nokkuð mörg atkvæði sem hann náði í fyrir svila sinn. Lee varð fyrir því að fæða dóttur sína fyrir tímann, svo telpan varð að vera sex mánuði á barnaspft- ala. Systurnar virðast hafa við sömu vandræði að stríða varðandi barns- fæðingar. Titill Stanislaus Radziwill hefur verið mikið umdeildur. Sem brezk- ur ríkisborgari hefur hann engan rétt til að bera hann, en hann veit vel sjálfur hvers virði slíkur titill er i viðskiptalífinu, og svo er hann líka hreykinn af fjölskyldu sinni. Lee hefur heldur ekkert á móti þvi að vera kölluð prinsessa. En hún er varkár. Fréttamaður við sjónvarp segir frá því að einu sinni hafi hann átt viðtal við Lee Radziwill og hann byrjaði þannig: — Hér kemur systir frú Kennedy, Lee Radziwill prin- sessa, ein af bezt klæddu konum heims.... Þá tók Lee fram í fyrir honum og sagði: — Gjörið svo vel að blanda ekki systur minni í þetta viðtal og kallið mig ekki prinsessg. Hvað viðvíkur fatnaði, hef ég yfirleitt annað að hugsa um. Fréttamaðurinn byrjaði þá: — Jæja, frú Radziwill. . . . Lee tók aftur fram í og frábað sér að vera kölluð frú. Að lokum komu þau sér saman um að hún skildi einfaldlega kölluð Lee Rad- ziwill. Þessi saga er táknræn fyrir hana. Hún er stöðugt að berjast fyrir eig- in persónuleika, berjast fyrir því að vera eitthvað sjálf, ekki eitthvað í sambandi við aðra. Lee Radziwill sýnir það að hún er eirðarlaus, langar til einhvers, sem hún kannski ekki veit hvað er. Hún hefur kynnt sér mikið listir og þekkir marga listamenn, eins og rit- höfundinn Truman Capote og ball- ettdansarann Nurejev. Hún hefur reynt að vera aðeins húsmóðir og móðir barnanna sinni, en það er henni ekki nóg. Hún hreyfði lika við slúðurdálkum blaðanna, þegar hún fór ekki dult með kynni sín við hinn margumtalaða skipaeiganda Onassis. Mágur hennar, forsetinn, var ákaflega reiður henni, vegna þess að þessi fjármálahákarl hafði ekki gott orð á sér, lifði lífi sínu fyrir framan myndavélar blaðamanna, og þessutan var hann illa séður í Washington, vegna viðskipta sinna, og forsetinn hafði grun um, að það væru ekki eingöngu fögur augu mágkonu hans, sem þessi þrjótur hafði hug á. Þetta var eina skiptið, sem Lee hefur komizt í hann krappann. Hún hefur yfirleitt bezta orð á sér og er ekki margmál við blöðin. Banda- rfskir blaðamenn eru illir út i hana fyrir yfirstéttarenskuna sem hún tal- ar. Lee hefur reynt að vinna við sitt af hverju. Hún hefur skrifað um Parisartízkuna ( bandarísk blöð, hún sá um tízkusýningu í ameríska skálanum á heimssýningunni í Brussel. Um fram allt vill hún ekki vera litla systir Jackie Kennedy, — hún vill vera Lee Radziwill. Siðasta tilraun hennar við ein- staklignsframtak er það að verða' leikkona. Hún vann af kappi við að lesa hlutverkin hjá beztu kennur- um. Svo var henni boðið hlutverk í Sabrina Fair, sem Audrey Hep- burn hafði leikið í kvikmynd. Sag- an er um dóttur bílstjóra, sem gift- ist húsbóndanum. Lee þáði ekki það hlutverk, en reyndi áfram að leita fyrir sér. Eins og leikhúslífið er í Banda- ríkjunum og forvitnin kringum nafn hennar, var augljóst að hún gat alltaf fengið hlutverk, að minnsta kosti eitt. Fyrir nokkrum mánuðum síðan lék hún í fyrsta sinn hlutverk Tracey Lords, á Ivanhoe leikhúsinu ( Chicago. Þetta varð enginn sigur, en heldur ekki alger ósigur. Hvað er nú við þetta að athuga? Þarna er auðug og fögur kona, sem virðist hafa það geysilega vanda- mál við að stríða, að hún veit ekki hvernig hún á að verja lífi sínu. Það er nú það. Hún gæti ef til vill verið lifandi tákn þeirrar hliðar af siðalærdómnum að það sé ekki allt fengið með auðæfum .... V- ☆ 7. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.