Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 17
r
anir, fyllerí og slagsmál. Sumar-
fólkið fór. Og lögsagnarumdæmi
Portúgals gat snuið sér að við-
ráðanlegum og nokkurn veginn
árvissum glæpum vetrarins.
Hann sagði við sjálfan sig að
það hefði verið í vináttuskyni
við Skip Kimberton að hann fór
til jarðarfararinnar, en gerði sér
þó jafnframt grein fyrir að for-
vitni átti nokkurn þátt í því
líka. Phelps hópurinn hafði líka
komið, allur eins og hann lagði
sig. Öll þessi ungu hjón, nöfnin
sem voru bakgrunnur þessarar
gömlu borgar, þótt blóðið væri
nú mjög tekið að þynnast. Þetta
voru bankamenn, lögfræðingar,
verksmiðjueigendur og fasteigna-
salar og þessir gömlu, góðu pen-
ingar voru örugglega geymdir,
varfærnislega ráðstafað með
erfðaskrám, festir í öruggum
fyrirtækjum. Og svo var þarna
Nile læknir og hans fylgdarlið,
konan hans og hjúkrunarkonan
og sjúklingarnir, sem höfðu tek-
ið ástfóstri við Lucille. Og loks
til að staðfesta almannaróminn
kom Skip Kimberton með heila
hjörð af starfsmönnum sínum.
Það myndu margir bílar vera á
leiðinni út að gamla kirkjugarð-
inum.
Maður beið eftir honum, þeg-
ar hann kom aftur á skrifstof-
una. Harvey lét hann bíða í tíu
mínútur í viðbót og lét svo
vísa honum inn. Þetta var stór
maður, svo þrekinn um axlir og
háls að hann sýndist styttri en
hann var. Hann var einna lík-
astur fyrrverandi íþróttamanni
og hreyfði sig einmitt þannig
með hnitmiðuðum hreyfingum,
líkaminn í góðu jafnvægi. Hárið
á honum var svart og augabrún-
irnar loðnar, þykkar og svartar
og djúpstæð augun voru skýr,
spurul og blá. Þegar hann gekk
að borðinu sá Walmo áunninn
óumbreytanleik andlitsins, merki
um dugnað. Maðurinn var lát-
laust klæddur, afskaplega dökk-
ur og snyrtilegur og lítið áber-
andi. Þegar þessi maður óskaði
að koma einhverjum í skilning
um eitthvað myndi hann segja
það afdráttarlaust, og einskis
láta ógetið.
— Frá alríkislögreglunni?
spurði Walmo mildilega.
Bros mannsins var þurrlegt. —
Langt í frá. Ég heiti Bart Breck-
enridge. Ég mun á næstunni
starfa í yðar lögsagnarumdæmi
með yðar leyfi. Ég hef gengið
frá mínum málum við ríkislög-
regluna og borgarlögregluna. Hér
eru skilríki mín.
Walmo leit á þau. Þau gáfu
til kynna að Bart Breckenridge
hefði leyfi sem einkalögreglu-
maður frá öllum nauðsynlegum
skrifstofum og umboðum og væri
í þjónustu fyrirtækis, sem hafði
gott orð á sér um öll Bandarík-
in og Walmo kannaðist vel við
það'.
— Þetta sýnist í lagi. Ef þetta
er borgaralegt mál þakka ég fyr-
ir kurteisisheimsóknina, Breck-
enridge. Ef þetta er eitthvað
varðandi glæpamál er stefna
okkar að halda sem beztri sam-
vinnu, svo ekkert fari í rugling.
Fáið yður sæti.
— Þakka yður fyrir. Við höf-
um tekizt það verkefni á hend-
ur að gera lítið áberandi rann-
Framhald á bls. 36.