Vikan


Vikan - 28.03.1968, Page 7

Vikan - 28.03.1968, Page 7
 "N Áróðursbækur Hið vel þekkta ameríska útgáfu- fyrirtæki Frederick A. Praeger gaf árið 1966 út bók með heitinu „Hvers vegna Víetnam?“ Höf- undur hennar er Frank N. Tra- ger, prófessor við New York há- skóla. Bókin hallaðist þungt á sveif með Víetnamstefnu Banda- ríkjastjórnar og hóf Lyndon B. Johnson og stjórn hans til skýj- anna. Newsweek hrósaði bókinni í ritdómi og í sérstakri útgáfu blaðsins um stríðið í Víetnam, sem út kom 10. júlí í fyrra, var „Hvers vegna Víetnam?" talin með tíu beztu bókum um átök- in í Suðaustur-Asíu. Nú hefur þingnefnd ljóstrað því upp, að bókin var samin eft- ir pöntun frá áróðursdeild Banda- ríkjastjórnar, USIA. Annað velþekkt útgúfufyrir- tæki, Doubleday, hefur einnig orðið uppvíst að því að troða stigu stjómarinnar. Bók með titlinum „Caribbean Crisis: Sub- version Fails in the Dominican Republic“ eftir Time-blaðamann- inn Jay Mallin, var að öllu leyti kostuð af USIA. Bókin var „af- sökun“ fyrir bandarísku flota- innrásina í Dóminíska lýðveldið árið 1965. Seinna fékk Mallin 5 þúsund dollara fyrir að skrifa bók með heitinu „Terror in Vi- etnam“. Hún var gefin út hjá D. Van Nostrand forlaginu. Sömu aðilar hafa upplýst, að USA hefur nú hin síðari árin eytt yfir milljón dollurum í út- gáfu „klæðskerasaumaðra“ bóka, flestra með andkommúnistískum áróðri. Að hlutlaus forlög í einkaeign taka slíkt að sér stafar af því, að USIA kaupir árlega og dreifir til undirdeilda sinna ca. 15 milljónum eintaka. Forleggj- ararnir eiga því erfitt með að af- neita svo öruggum bíssnis. — f samningnum milli forleggjaranna og USIA stendur, að útgáfa við- komandi bókar skuli gerð án þess að „ljóstrað sé upp um tengsl stjómar við fyrirtækið“. Nazistar vilja stofna verndarsveit ■ Vesturþýzku nýnazistamir eru nú að undirbúa stofnun sérstakra „stormsveita“ pólitískrar lög- gæzlu, sem á að halda uppi reglu á fundum flokksins. , Nazistaleiðtoginn Adolf von Thadden skýrði nýlega frá þessu ■ á blaðamannafundi í Berlín, en gætti þess vandlega að minnast ■ ekki á gömlu nazistísku verndar- sveitina, Sturm-Abteilung (SA). ‘ Hinn „nýi Adolf“ Þýzkalands stakk hins vegar upp á nafninu Schutz-Geimenschaft (Verndar- , samband) og bauð öðrum vest- urþýzkum flokkum að ganga í • eins konar verndarsamvinnu gegn fundartruflendum. Ástæðan • til þessarar hugmyndar er sú, að við nazistamót í Ulm 1967 • fórst blaðamaður af reykeitrun í uppþoti, sem öfgamenn til vinstri efndu til. Hinir vesturþýzku flokkamir hafa hins vegar engan áhuga haft. Nazistarnir ætla samt að hafa til þess sérstaka menn — með bindi um handlegginn.....- að hal.da uppi reglu á komandi mót- um, en því hlutverki gegndu SA sveitir Hitlers í eina tíð. Hitler stofnaði SA árið 1921. Stofnunin varð pólitísk lögregla og prísuð meðal annars í Horst Wessel söngnum. Eftir 30. júní 1934, þegar hópur óþægra topp- nazista var drepinn að undirlagi Hitlers, glataði SA hins vegar öllu raunverulegu stjórnmála- legu gildi og varð nánast skraut- sýningasveit í sambandi við greftranir og þess háttar. Hitler kaus heldur vernd SS (Schutz- Staffeln), úrvalssveitarinriar þeklctu. 12. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.