Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 9
 SVIPMYNDIR ÚR 2. HLUTI TEXTI: GYLFI GRÖNDAL Tuttugu og fimm metra há obel- SéS í gegnum súlnaskóginn í iska í Lúxor. Karnak. íx \s\' merki í Ijósi dagsins; standa viS sfinxinn og horfa upp eftir honum; gera sér í hugarlund, hvernig and- lit hans muni hafa litið út, áður en það var skemmt. Á skrautsýning- unni í gærkveldi virtust augu hans lukt, en það hefur verið sjónblekk- ing. Þau eru galopin, — þessi augu sem hafa séð sólina rísa við fljót lífsins í fimm þúsund ár. Hér hafa Napoleon, Caesar og Alexander mikli kropið í kvikum sandinum,- lit- ið síðan upp — í kyrr augu eilífs dauða. Við stöndum við Keops-pýramíd- ann: steinn við stein, stall af stalli. Gaman væri að klifra upp á topp- inn! Til skamms tíma var ferða- mönnum leyft það, en nú er slík fjallganga bönnuð. Maður lætur sér nægja að taka upp lítinn stein til minja og stinga honum í vasann — til að setja í stofuna, þegar heim kemur. Annars þarf ekki áþreifan- lega hluti til að minna á pýramíd- ana og sfinxinn. Þeir verða vafa- laust með hinu síðasta sem týnist úr hverfulu minni í tímans flaumi. Slíkt er aðdráttarafl þeirra. tíðarvon og draumur landsbúa, sem loksins er að rætast, Smíði hennar á að Ijúka síðari hluta þessa árs, ef áætlanir standast. Þegar hún er tekin til starfa eykst ræktað land um helming. Eftir það á enginn að þurfa að líða skort. Hún tryggir nægilegt vatn til að veita yfir landið allt árið um kring. Þurrkurinn, hinn gamli ógnvaldur, er þar með úr sögunni. Einnig ver hún landið gegn flóðum. Vonir standa til, að unnt reynist að rækta hrísgrjón til útflutnings. Og hún mun sjá landinu fyrir nægilegu rafmagni til iðnreksturs. Stíflan mun auka þjóðartekjurn- ar um 234 milljónir punda á ári. Kostnaðarverðið er áætlað 425 milljónir punda, svo að hún kemur til með að borga sig á tæpum tveim- ur árum. Við skoðum þetta mikilfeng- lega mannvirki. Framkvæmdir eru í fullum gangi. Stórvirkar vélar og verkamenn í þúsundatali keppast við að gera að veruleika drauminn um bætt kjör og blómlegra líf. Assúan er lítill bær, talsvert minni en Reykjavík, en hefur vax- ið ört á siðustu árum vegna stífl- unnar, sem er 25 kílómetrum sunn- ar. Enn eru það andstæður sem blasa við. Að þessu sinni eru það þó ekki fornöldin og nútíðin sem stangast á, heldur hverfi af ný- tízkulegum húsum annars vegar og hrörlegir leirkofar hins vegar. f nýju húsunum búa starfsmenn stífl- unnar, en þorpsbúar í kofunum. Hið Arabi á asna sínum. Pálmatré í baksýn. t m ||* ’'/• yiú wtmimm Þessar risavöxnu súlur fundust í Lúxor fyrir fimmtíu árum. Það er flogið með tveggja hreyfla rússneskri vél, sem Ifkist Fokker Friendship, suður á bóginn — alla leið til Assúan. Það nafn þekkja flestir vegna stíflunnar, sem við það er tengt. Þegar komið er svona sunnar- lega, er talið nær óhugsandi, að ekki sé steikjandi sólskin og heið- blár himinn. Og enda þótt stöðug- leiki veðurfarsins sé á hverfanda hveli á þessum sfðustu og verstu tímum, reynist þetta rétt. Loksins fáum við að njóta hins eina og sanna veðurs þessa lands. Assúan-stíflan hefur verið kölluð musteri lífsins. Er það vissulega réttnefni. Hún er stórfellt átak til þess að beizla og gernýta lífæð landsins: Nílarfljótið. Hún er fram- eina sem er sameiginlegt með þess- um ólíku vistarverum er eyðilegt umhverfið: gular klappir á stangli, en foksandur á milli. Einkennilegt atvik ber fyrir augu, er við ökum um bæinn f átt að gisthúsi okkar. Járnbrautarlest kem- ur brunandi. Hópur fólks stendur og bíður eftir henni. Hún stanzar ekki, heldur hægir aðeins á sér. Fólkið þeysist að henni. Aðeins ör- fáir komast inn í hana, en flestir klifra upp á vagnana og setjast þar. Lítill snáði verður undir í þvög- unni. Hann rís eldsnöggt á fætur og hleypur. En hann verður of seinn. Hann stendur einn eftir og horfir á lestina hverfa í fjarska. Þetta litla atvik verður mér lengi Framhald á bls. 29. 12. tw. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.