Vikan


Vikan - 28.03.1968, Page 12

Vikan - 28.03.1968, Page 12
1_J ann kemur til dyranna á rauðri sport- * skyrtu og býður mér að ganga í bæinn. — Ég var að grafa upp fyrstu Dátaplötuna, segir hann. Langt síðan maður hefur hlustað á þetta. Ég flýtti mér nú samt að taka hana af plötuspilaranum aftur. Ég skal segja þér, að ég fæ gæsahúð í hvert skipti, sem ég heyri lagið „Cadillac"! Komumaður sýnir svipbrigði undrunar. — /lí, þetta var svo yfirdrifið hjá okkur. Maður var að rembast við að vera töff. "D únar Gunnarsson lék með Dátum í tvö *■ ' ár. Nú er hann mikilvægur póstur í hinni ágætu hljómsveit Ólafs Gauks, söngvari og bassaleikari. — Nei, ég hafði aldrei snert á bassa, þeg- ar ég byrjaði hjá Gauknum. Ég var hálf smeykur við þetta í byrjun, en þetta hefur víst blessast einhvern veginn, held ég. Hann skiptir um plötu á plötuspilaranum, og við hlustum á Supremes næsta hálftím- ann. Svo býður hann mér upp á kók og sezt við svo búið í bóndastólinn á heimili sínu og lætur fara vel um sig. LJ vaðan hefur þú músikgáfuna? — Tja, þessu er ekki gott að svara. Hann rórillar sér í stólnum og veltir vöng- um um stund. — Ætli hún sé ekki komin úr móðurætt- inni. Ég lærði á gítar hjá mömmu, þegar ég var 12 ára. Vinnukonugrip, þú veizt. Það var alltaf gítar á heimilinu. Bara svona venjulegur kassagítar. Ég held mér sé óhætt að segja, að þessi gítar hafi kveikt í mér áhugann á músikinni. Þetta þróaðist svona smátt og smátt út frá vinnukonugripunum. Svo var það einhvern tíma, þegar ég var á 14. árinu, að ég eignaðist rafmagnsgítar, sem ég gat tengt vi,ð útvarp. "D únar er fæddur í Reykjavík 10. marz **• 1947. Foreldrar hans eru Þórunn Elfa Eiðsdóttir og Gunnar A. Magnússon, kaup- maður. Systkini eru þrjú, ein systir og tveir bræður, og þau eru öll yngri. Rúnar stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en lauk síðan gagnfræðaprófi hjá séra Þorgrími á Staðarstað. Eftir það sótti hann námskeið í hagnýtum verzlunarfræðum við Verzlunar- skólann. Það væri synd að segja, að verzl- unarlærdómurinn hafi haft hagnýta þýðingu, því músikin hefur ávallt setið í fyrirrúmi eftir að námi lauk. og nú sinnir Rúnar auð- vitað ekki öðru. — Fólk er stundum að spyrja mig að því, hvað ég geri. Þegar ég svara því til að ég sé í sextett Ólafs Gauks, verða Rúnar og unnusta hans, Sigrún Jónatansdóttir, ásamt syninum, sem bráffum verffur tveggja ára. Hann heitir Þórarinn Gxmnar. VIÐ HEIMSÆKJUM RÚNAR GUNNARSSON, SEM HEFUR GETIÐ SÉR GOTT ORÐ SEM LAGAHÖFUNDUR OG SÖNGVARI MUSIK OGIWUAMUST ERU HELZTU HUGÐAREFNIN - LJÓSMYNDIR: KARL JEPPESEN menn eitt spurningarmerki í framan og spyrja: En hvað gerirðu þá á daginn? Fólk heldur, að það sé einhver leikaraskapur að vera í hljómsveit! Fæstir gera sér grein fyrir því, að það liggur töluverð vinna bak við hvert einasta lag, sem hljómsveitin flyt- ur. Og sú vinna fer fram að deginum. Auk þess kemur meira til hjá Hljómsveit Ólafs Gauks, undirbúningur og æfingar vegna sjón- varpsþáttanna. L7 yrsta hljómsveitin, sem þú lékst með, *- var Dátar, ekki satt? — Jú, það má segja það. Að vísu vorum við þrír félagarnir á Staðarstað, sem komum saman stöku sinnum til að gutla á hljóðfæri og spila brids, en það var nú mest upp á grín. Það var nú raunar nokkuð sérkenni- legur aðdragandi að stofnun Dáta. Ég frétti sumsé gegnum kunningja minn, að strákur úti í bæ væri að smala í hljómsveit. Þessi strákur var Hilmar Kristjánsson. Ég gaf mig fram, en síðan auglýsti stóri bróðir Hilmars, Þráinn, eftir trommara. Ekki stóð á svörum, en að hæfnisprófi loknu var Stefán Jóhannsson úrskurðaður skárstur. Síðan kom Jón Pétur Jónsson, bassaleikari, inn i mynd- ina, og þar með voru Dátar komnir á kreik. „Stóri bróðir“ fékk Þóri Baldursson til að æfa okkur, og hann gaf okkur hollar leið- beiningar og kom okkur á sporið fyrstu mán- uðina. Þaff er alltaf hægt aff gei'a sér tíma til aff hjálpa til viff uppvaskiff! Feðgarnir í ró og næffi. i> 12 VIKAN 12- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.