Vikan


Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 13

Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 13
— Og var ykkur innan handar, þegar fyrsta hljómplatan með Dátum var gerð? — Hann útsetti öll lögin á plötunni, en íslenzku lögin voru raunar eftir hann. Auk þess spilaði hann með okkur á orgel og söng í einu iagi. ■—• Varst þú farinn að setja saman lög um þetta leyti? —- Nei, það var ekki fyrr en við fórum að undirbúa aðra plötu hljómsveitarinnar að mér datt í hug að spreyta mig á því. — Og lögin voru þar öll eftir þig? — Já. — Þar var Gvendur á eyrinni, ekki satt? —- Jú, Gvendur var þar. — Kanntu alltaf jafn vel við Gvend? -— Já, ég hef alltaf verið dús við hann. Þegar ég spilaði þetta lag fyrst fyrir bræður rnína, þótti þeim skelfing lítið í það varið. En það rættist úr því! Skársta lagið á plötunni fannst mér samt „Fyrir þig“. Þar á ég við lagið sjálft, ekki flutninginn. Mér fannst útkoman á Dátaplötunni eiginlega ekki nógu góð. Það runnu á mig tvær grírnur, þegar ég heyrði Hljóma teika þetta lag í sjónvarpsþætti á jólunum. Það var frábært. C emurðu lögin þín út frá einhverri ákveðinni formúlu? Hvernig verða þau til? — Yfirleitt verða þau til útfrá einhverjum hljómagangi, sem ég hef dottið oná. Fyrst hljómagangurinn, síðan laglínan. Stund- um verða líkt til iög hjá mér fyrir áhrif einhverra Ijóða eða texta. — Spilarðu á önnur hljóðfæri en gítar -—- og bassa? - Nei, því miður, en mig hefur lengi langað til að læra á píanó. — Lestu nótur? Framhald á bls. 44. 12. tbi. vikan 13 Hér er Rúnar vi'ð eitt málverka sinna, málað með olíulitum. Fyrirmynd- ina sá Rúnar í einhverju blaði en sonurinn segir að myndin sé af afa! Bila, bila . . .“ segir Þórarinn litli og lætur Dátaplötuna á plötuspilarann. Snemma beyg- ist krókurinn!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.