Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 14
1 -rfM j&jottenmgum FRAMHALDSSAGAN 15. HLUTI KOSSAR JOFFREYS! HVERNIG HEFÐI HÚN GETAÐ GLEYMT ÞEIM? HÚN MUNDI HVAÐ HÚN HAFÐI ORÐIÐ UNDRANDI, I FYRSTA SKIPTI SEM HANN KYSSTI HANA, OG HVE KOSSINN GAGNTÚK HANA. LENGI FRAMAN AF HAFÐI HÚN TEKIÐ YLMJÚKAN SÆTLEIK VARA HANS FRAM YFIR UNAÐ ASTRlÐUNNAR. Þetta var ekkert nema skelfingin. Stormurinn æddi útifyrir og fyrir fótum hennar var myrkur lestarinnar en nóttin fyrir ofan, hún klifraði áfram og kastaðist til hliðar, af óumbreytanlegu ruggi skips- ins, en uppi, vissi hún að var lykillinn sem gat leysta hana frá draum- unum. Svo fann hún hann allt í einu — svarið var ást. Ást laus við þessar eitruðu blóðsugur: stolt og hræðslu. Undir fingruna hennar urðu tréþrepin i kaðalstiganum allt í einu að sterkum og ósveigjanlegum öxlum, sem hún þrýsti sér að og hélt dauðahaldi í og það lá við að liði yfir hana. Fæturnir urðu veikburða. Ekkert skildi hana nú frá ginnungagapinu nema tveir handleggir, sem héldu svo fast um hana að hún fann til. Hún hélt dauðahaldi um þessar axlir, eins og slanga sem vefur sig um trjábol. Líf hennar var ekki lengur hennar eigið. Varir hans snertu hennar og hún drakk þorstlát lifið af vörum hans. Án koss af þessum vörum hefði hún dáið. Allan líkama hennar þyrsti í þá linnulausu ást, sem þessi ósýnilegi munnur gaf henni. Öll vörn hennar var brotin á bak aítur. Likaminn var að fullu og öllu á valdi þessa ástriðufulla koss, og hún var orðin eins og rekaviðardrumbur, sem skoppar á öldum hinnar eilífu nætur. Ekkert var lengur til, nema snertingin af þessum hlýju og kunnuglegu vörum. Ójá. Hún þekkti þær aftur. Hún vaknaði, kófsveitt og lafmóð. Settist upp i rúminu, hélt annarri hendi að hjartastað, til að reyna að halda aftur af hjartslættinum. Það var langt síðan svona lagað hafði gerzt. Það hlaut að stafa af því sem gerzt hafði niður i lestinni. Siðan hafði sungið fyrir eyrum hennar sönglið í þessum frumstæða manni sem jagar sig upp í hámark fullnægju þrár sinnar. Hljóðið var alls- staðar, blandaðist saman við gjálfrið í sjónum og stunurnar í sofandi fólkinu. — Hún sat þarna, flötum beinum, afar æst og litaðist um og henni dauðbrá þegar hún sá að maður kraup við hlið hennar. Það var Gabriel Berne. — Varst það þú? stamaði hún. — Varst það þú ....... sem .......? Kysstir þú mig? — Kyssti þig? hann endurtók orðin i hvíslingum og undrunin stóð skýrum stöfum á andliti hans, þegar hann hristi höfuðið. — Ég heyrði þig stynja í svefninum. Eg gat ekki sofið svo ég kom. Hafði nóttin hulið ómeðvitaða sælu hennar? — Það var ekkert. Mig var bara að dreyma. En hann kom nær, ennþá á hnjánum. Ennþá nær. Allur líkami hennar hlaut að anga af þeirri ástarsælu sem hún hafði lifað i draumnum og með tilliti. til þess hvernig komið var fyrir honum sjálfum gat varla farið hjá því að hann skynjaði kall aldanna. Handleggir vöfðust um Angelique í annað sinn, en í þetta sinn var það ekki draumur, né heldur var það hann. Hún var nægilega vel vakandi til að gera sér grein fyrir því. Þrátt fyrir ákaft eirðarleysið sem oft gagntók hana var hugur hennar nógu skýr til að afneita þessúm framandi atlotum. Hún sagði biðjandi: — Nei, ekki gera þetta. En hún var eins og lömuð. Hún minntist þess að Maitre Berne var ofsalega sterkur, því hún hafði séð hann kyrkja mann. — Átti hún að kalla á hjálp? Hún var svo þurr í kverkunum að hún kom ekki upp nokkru hljóði og þar að auki var þetta allt svo 14 VTKAN 12- tw- hræðilegt og ótrúlegt að hún gat ekki trúað því að þetta væri að gerast. Hún reyndi að berjast á móti. —- Við göngum öll af göflunum um borð í þessu skipi, hugsaði hún örvæntingarfull. Nóttin huldí þau og hver hreyfing hans var svo varkár að það lá ekki Ijóst fyrir hvað hann ætlaði sér, þó fann hún engu að síður að hann álaði sér nær og nær, af þögulli einbeittni. Hún hrökk við, þegar hún fann hönd koma við kinn sér, rykkti til höfðinu og beit eins íast í höndina og hún gat. Fyrst reyndi hann að fá hana til að sleppa, en hún beit fastar og fastar, þangað til hann rumdi af sársauka. — Tikin þin! Munnur Angelique var fullur af blóði og þegar hún að lokum sleppti, voru sársaukadrættir á andliti Gabriels Berne. — Farðu, másaði hún. — Farðu burt frá mér .......... Hvernig vog- arðu þér að haga þér svona, rétt við hliðina á börnunum okkar? Hann fikraði sig í burtu. Honorine bylti sér í svefni. Alda reis og skall þunglega á einu kýr- auganu. Angelique átti nú aftur léttara um andardrátt. Nóttin myndi brátt taka enda og dögunin koma. Deilur voru óumflýjanlegar, þeg- ar hópur af eðlislega ofsafengnu fólki, sem ek-ki vissi hvað framtíðin bar í skauti sinu neyddist til að búa saman á þröngum bás, í litlu skipi. En hugur hennar róaðist fyrr en likaminn og þarna lá hún, enn mjög æst og gat ekki gleymt þvi að hún hafði vaknað í klóm ástriðu- þrunginnai' sælu. Hún hafði beðið eftir manni, en ekki þessum manni. Hún var að- skilin frá þeim manni sem hún unni og hún beið hans opnum örmum. — Taktu mig að hjarta þér .......... Komdu, leystu mig, ......... þú sem ert svo sterkur. Ó, hversvegna hef ég misst þig? Ef þú vísar mér frá þér nú mun ég deyja! Hún tautaði lágt við sjálfa sig og naut ylsins, sem líkami hennar hafði kennt, í endurfundnum unaði. Hvernig gat hún hafa verið svona köld við hann? Var það þannig sem ástfangin kona hagaði sér. Hann hefði getað imyndað sér að hún elskaði hann ekki lengur, en í draumn- um hafði hún þekkt aftur varir hans. Kossar Joffreys! Hvernig hefði hún getað gleymt þeim? Hún mundi hvað hún hafði orðið undrandi, í fyrsta skipti sem hann kyssti hana, og hve kossinn gagntók hana. Lengi framanaf hafði hún tekið yl- mjúkan sætleika vana hans, fram yfir untað ástriðunnar. Að hvíla í örmum hans með munn við munn, hafði hún notið hins ljúfa algleym- is, þeirri endalausu hamingju, sem er gjöf karlmannsins til konunn- ar sem elskar hann. Síðar hafði hún komizt að því að engar karlmannsvarir gátu full- nægt henni á sama hátt og hans. Hún hafði álitið kossinn mjög náin atlot, sem hún hefði ekki rétt til að deila með neinum nema honum. Hún hafði, þegar nauðsynlega þurfti, látið kossa yfir sig ganga, sem óhjákvæmlegan forleik holdlegrar ástar. Þegar einhver hafði viljað kyssa hana hafði hún ævinlaga reynt að víkja sér undan og snúa sér sem fyrst að sjálfum ástarleiknum. Elsk- hugar höfðu svalað henni, en hún minntist vara þeirra aldrei með ánægju.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.