Vikan


Vikan - 28.03.1968, Page 21

Vikan - 28.03.1968, Page 21
HENNY HERMANNS DOTTIR RAUÐAGERÐI 10 REYKJAVÍK NO. 6 TIL ÚRSLITA Hún er 16 ára, fædd 13. janúar 1952, dóttir Unnar Arngrímsdóttur og Her- manns Ragnars Stefánssonar. Hún er 168,5 sm á hæð, bláeyg og ljóshærð. Hún er að læra að verða danskennari, en það er þriggja ára nám. Síðastlið- ið sumar var hún i Danmörku og lærði þar dans í einkatímum og I skóla, en hún leggur líka stund á ball- ett, stepp og jassballett. Þetta er tólfta árið, sem hún er í ballett. Hún á ekki margar tómstundir, þvl auk námsins er hún öðrum þræði í Þjóðleikhúsinu, þar sem hún hefur verið statisti. Einstaka sinnum fer hún þó í bíó og um helgar fer hún á böll, oft á menntaskólaböll eða verzlunarskólaböll, en stundum í Búð- ina. Hún segir að það sé tvennt ólíkt að dansa á balli og dansa í sambandi við danskennslu, hvort tveggja þó skemmtilegt, því hún hafi mjog gam- an af dansi yfirleitt. Hún segist ekki hafa orðið þess vör, að strákarnir þori ekki að bjóða henni upp vegna þess, hve miklu framar hún standi þeim í danskúnstinni, að minnsta kosti þurfi hún ekki að sitja, þegar hún, fari á böll. Hún segist verða nokkuö vör við ölvun unglinga, sér í lagi stráka, stundum um of. Hún telur að þeir neyti áfengis vegha feimni; til að auka sér kjark. Hún álítur að unglingavandamál sé til, og að skólarnir geti hjálpað til að bæta úr því, með því að hafa oftar opið hús og málfundi og þéttari dans- æfingar. Aðspurð um það, hvort hún teldi að það yki strákunum kjark, ef danskennsla yrði upp tekin í skólun- um, svo þeir þyrftu ekki að súpa sér hann til, svaraði hún, að það væri örugglega spor í rétta átt. Hún álítur, að ungar stúlkur eigi ekki að ganga í hjónaband fyrr en um tvítugt og mannsefnin eigi þá að vera 23—24 ára. Hún er ekki hrifin af löngum trúlof- unum en telur nauðsynlegt, að kynn- ingartími hjónaefnanna sé nægur. Henný biður alltaf um leyfi ef hún ætlar út og fær það ekki fyrr en hún tilgreinir, hvert ferðinni er heitið. — Hún fer aldrei út til þess að fara bara eitthvað, hún fer í ákveðnum til- gangi á ákveðinn stað. Væri hún ekki íslenzk, kysi hún helzt að vera norsk (sem hún er að 1 8) eða dönsk. Henni líkar veðrátta þessara landa vel og málin, þar að auki eru löndin falleg. Varðandi hlutskipti íslenzkra kvenna sögunnar vildi hún búa yfir kjarki og viljastyrk Helgu Haraldsdóttur, sem synti með drengina sína úr Harðar- hólma til lands, hafa hár Hallgerðar á Hlíðarenda — og svo gæti verið gaman að verða fyrsta landnámskona einhvers staðar eins og Auður Djúp- úðga. ☆ 12. tbl. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.