Vikan


Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 34

Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 34
IROPAST H| Bylting á sviði ^ ryðhreinsunar Hinir einstæðu eiginleikar IROPAST hafa þegar valdið byltingu á sviði ryðhreinsunar, enda nýttir í stórum stíl við hreinsun á ryði og gjallhúð. IROPAST er borið á með pensli eða spaða og síðan fjarlægt með vatni eftir nokkrar klst.. IROPAST eyðir fullkomlega öllu ryði en hefur þó hvorki skaðleg áhrif á hreinan málm né málningu. RYDHREINSIÐ MEÐ IROPAST OG ÞÉR MUNUÐ NÁ UNDRAVERÐUM ÁRANGRI. Einkaumboð: ["■ (Sioiaaj Laugavegi 178 Sími 38000 að . . . selia eitt af börnum þínum? Til þess að barnið aetti betri ævi ( vændum og til að fá peninga fyrir mat handa hinum .... Hann hló. — Ég á dálítið erfitt með að setja siálfan mig í spor móður, sem væri í slíkum vandræð- um. Þú verður að fyrirgefa mér, að ég fylgist ekki rétt vel með. — Þá skulum við setja dæmið öðruvísi upp. Hugsaðu þér að þessi vesalings móðir kæmi til mín og . . . spyrði mig hvort ég vildi ekki kaupa af henni barn? Fyndist þér það vera hræðilegt, siðferðislega séð, ef . . .. Hann hætti ekki að brosa, en það kom einhver hugsandi glampi ( augu hans. — Þú ert alltof veik- lunduð, vina mín. Hjarta þitt er alltof meyrt. Það er kannski þess- vegna sem ég elska þig svo heitt, og að þú höfðar til verndartilfinn- ingarinnar í mér. En hversvegna tal- arðu svona mikið um svona óraun- verulega þvælu, vina mín? Kaupa barn! Þetta er hreinlega sjúklegt hugmyndaflug sem þú hefir. Og þótt slíkt og þvílíkt væri hugsan- legt og framkvæmanlegf, myndi það aldrei gera hvorugan partinn hamingjusamari, nema þá um stund- arsakir. Slík vandamál verður allt- af að fjalla um á allt öðrum grund- velli, þjóðfélagslega, fjárhagslega og þar fram eftir götunum. Bros hans var orðið innilegra, það var hvorki föðurlegt eða strlðnislegt lengur. — Gerðu mér nú greiða, ástin, hélt hann áfram, — vertu nú skynsöm stúlka og komdu niður á jörðina. Við skulum reyna að njóta frídaganna, þeir eru ekki of margir. Eg fór að hugsa um það að Kurt hafði haft mjög erilsamt ár, og að honum veitti ekki af allri þeirri hvíld sem hann gat fengið. Mér fannst ég allt ( einu vera orðin svikari, bæði gagnvart Kurt og Pa- quito.... Og auðvitað gagnvart mömmu Paquitos líka. Ég gat ekki skilið það sjálf, hvernig mér var innanbrjósts. En tíminn leið og ég gat ekki fengið mig til að skrifta fyrir Kurt ennþá. Ég gat heldur ekki geymt barnið í taukörfunni von úr viti .... Þegar við Kurt fórum niður í borð- salinn, næsta morgun, þóttist ég hafa gleymt einhverju, og flýtti mér upp aftur. Ég hafði læðzt fram og gáð að Paquito klukkan sex um morguninn, ég átti ekki gott með svefn um nóttina. Þá svaf hann vært, og þar sem ég vissi að Maria Carmen byrjaði að vinna klukkan sjö, var ég tiltölulega róleg. Stúlk- an var líka glöð og kát, en mér til skelfingar fór hún að segja mér að hún ætti frí daginn eftir, svo að hún neyddist til að segja stúlkunni, sem leysti hana af, frá leyndarmál- inu, ef ég gæti ekki fundið lausn á þessum vandræðum. Ég hafði auð- vitað, hálft f hvoru, verið með þetta í huga, en samt sem áður brá mér svo við þessa frétt, að mér fannst ég ætla að kafna. Ég fullvissaði stúlkuna um það að ég myndi örugglega finna einhverja lausn fyrir hádegið, og ég fór mér hægt niður ( borðsalinn, var að reyna að láta mér detta eitthvað ( huga til að segja Kurt ( hvaða vandræðum ég væri. — Ástin m(n, ætlaði ég að byrja, með blíðasta málróm sem ég gæti framleitt, — ég hefði auðvitað átt að segja þér þetta fyrr, en ég var hrædd um að þú yrðir reiður . . . já, það er þannig mál með vexti að ég, já það er mjög skrýtið ... en það er nú þannig að ég hitti fátæka sígauna- konu í gærmorgun, þegar ég fór ein út að ganga, og . . . já þá skeði hvorki meira né minna en að ég . . . Nei, þetta gat ég ekki gert. Kurt var sjálfur svo hreinn og beinn og hann hafði andstyggð á fólki sem fór í kringum hlutina, eins og kött- ur kringum heitan graut. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en að ganga beint fram og segja: — Kurt, veiztu hvað ég gerði í gær- morgun? Þú mátt ekki hlæja, en ég keypti dásamlegt lítið barn fyrir þúsund peseta. Trúirðu mér ekki? Komdu þá með mér og ég skal sýna þér.... Nei, þetta var ennþá verra! Ekki eitt augnablik datt mér ( hug að hann myndi segja: — En dásamlegt, ástin mínl Mig hefir alltaf langað til að eignast Ktinn svarteygðan Spánverja! Hversvegna sagðirðu mér þetta ekki strax? Ég hlýt að hafa verið viti mínu fjær. Hvernig sem maður leit á þetta, var ekkert hægt að segja annað en það að þetta var hrein- asta brjálæði, Hávær rödd dyravarðarins rauf hugsanagang minn. Ég nam staðar á fyrstu hæð og leit niður ( forsal- inn. Þessi þrekni maður baðaði út handleggjunum í áttina að konu, sem klædd var svörtum, slitnum kjól, og ég heyrði setningabrot: — Hvað viljið þér, þér hafið ekkert hér að gera, og ýmislegt fleira í þá áttina. Ég fór að skjálfa, frá hvirfli til ilja. Sígaunakonan var þarna kom- in. Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst niður stigann, en þegar hún kom auga á mig, fylgdi hún hljóð- lega á eftir mér út um hverfi- dyrnar. Við störðum hvor á aðra, áður en við komum upp nokkru orði. Augu hennar voru full reiði og haturs. Loksins hvæsti hún út úr sér: — Hvar er drengurinn minn? Fáðu mér hann aftur, fáðu mér hann strax aftur . . . Og svo þrýsti hún böggluðuum peningaseðli ( lófa minn. Ég hljóp í hálfgerðri blindni upp stigana og reif næstum því Paquito upp úr þvottakörfunni, en Maria Carmen horfði furðu lostin á mig. — Að hugsa sér hve hugsunarlaus fábjáni ég hefi verið! snökti ég og þrýsti litlu, mjúku kinninni upp að andliti mínu. — Heimsk og órétt- lát. Hvernig gat ég látið mér detta í hug að matur og föt, já og jafn- vel þak yfir höfuðið væri það nauð- synlegasta? Elsku litli Paquito! Þú verður miklu hamingjusamari hjá móður þinni, jafnvel þótt þú eign- ist aldrei sæmileg föt og verðir stundum svangur. Þú færð heldur aldrei að vita að þú varst dreng- urinn minn í einn sólarhring, og heldur ekki hve mér þykir óendan- lega vænt um þigl Dyravörðurinn varð mállaus þeg- ar hann sá mig koma hlaupandi, með drenginn í fanginu, en ég lét sem ég sæi hann ekki. Svo rétti ég litla böggulinn til hennar, sem átti allan réttinn á honum, en ég fann sáran sting í hjartanu, þegar ég sá augu hans Ijóma. Hann fann það, þótt lítill væri, að nú var hann kominn heim. Ég reyndi að stinga peningaseðl- inum að konunni, en hún lét sem hún sæi það ekki. Hún kyssti Pa- quito, og hélt svo af stað með hann, stoit og með beint bakið. Ég var stjörf þegar ég sá hana hraða sér fyrir hornið, sá hana hverfa með Paquito minn .... Það eru til minningar sem kona ekki vill gefa nelnum hlutdeild (, ekki einu sinni manninum sem hún elskar. Paquito átti að verða slík minning ! lífi mínu. Hann átti alltaf að eiga þann hluta af hjarta mínu, sem hann sigraði. Ég myndi aldrei gleyma litlu, sterku höndunum hans, svörtu augunum og glaðlegu hjal- inu. En það yrði ævilangt mitt eigið leyndarmál. — Það er nú meiri tíminn sem þið kvenfólkið þurfið til að fegra ykkur, sagði Kurt, þegar ég settist við borðið. — En þegar árangurinn er slfkur, er það þess virði að bíða eftir þér. Hann leit á mig, athug- ulum augum, svo bætti hann við: — Ég veit ekki hvað þetta er með þig, elskan. Þú ert fallegri nij en bú hefur nokkru sinni verið, hverju sem það er að þakka. Við höfum útsýni frá borðinu okkar yfir sólbjart hafið og hvíta ströndina. Þetta var heimur Paquit- os. Hafið. Pálmarnir, sólin og ó- endanlegur sandurinn, sem var svo skemmtilegur fyrir börnin, þar var örugglega gott fyrir litla drengi að leika sér . . . Nú var vetur á Norðurlöndum. Skyldi Paquito nokkurn tíma geta þolað kulda og snjó? — Þú ert þó ekki að gráta, ástin mfn, sagði Kurt skyndilega. — Ég græt aðeins vegna þess hve ég er hamingjusöm, svaraði ég, sannleikanum samkvæmt. — Vegna þess að allt er eins og það á að vera .... Krydd Framhald af bls. 48 Þar að auki eru til ýmsar krydd- blöndur, sem gott er að grípa til, og kann ég ekki að telja þær allar upp. Það er t. d. til ágætt kryddsalt, sem heitir SEASON ALL og er notað bæði við kjöt og fisk og grænmeti, m. a. mjög gott í kjötfars. Svo er krydd- blanda mikið notuð á Norðurlöndum, sem nefnd er „Fjögur krydd" góð : lifur og ailan innmat, kjötfars, tún- fisk og tómatsalat og i ýmsar súpur, en í því er aðallega estragon, salvia, basilikum, timian, rosmarin, lárviðar- lauf, fennikel, oreganum og kúmen, þannig að þið sjáið að óhætt er fyrir ykkur, að reyna að blanda fleiri en einu kryddi saman, variega í byrjun, auðvitað. Blandað brúnkökukrydd er til, og þannig mætti lengi telja. Svo er líka ýmiskonar grænmeti, er hálftelst til krydds, svo sem stein- selja, og fæst hún raunar þurrkuð í litlum laufum líka. Karsi, graslaukur og margt fleira er notað til þess að gefa matnum bragð og lit. ☆ 34 VIKAN 12- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.