Vikan


Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 37

Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 37
Paö er sama d hver sidd kjólsins er... défilé 30B0Den PÓRHALLUR SIIURJÓNSSir simi 18450 Pingholtsstr. 11. fulltilbúið í höndum Rösslers í Sviss. En hann vissi ekki hvað hann átti við það að gera. Hann hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við Rússana gegnum milliliði — vildi ógjam- an snúa sér til kommúnista í eig- in persónu. Um síðir leitaði hann þó til góðs vinar síns, sem var kommúnisti. Sá hét Christian Schneider og hafði hjálpað hon- um til að setja upp móttökutæk- in, án þess að vita til hvers þau voru ætluð. Rössler sagðist blátt áfram hafa yfir að ráða mjög dýrmæt- um upplýsingum og spurði hvort Schneider gæti hjálpað honum um rétt sambönd. Yfirmaður rússnesku upplýs- ingaþjónustunnar í Sviss varð ekkert yfir sig hrifinn við þetta tilboð, en bauðst þó til að taka við upplýsingunum (gegnum tvo milliliði, Schneider og kvenmann að nafni Rachel Dúbendorfer) og koma þeim áfram til aðal- stöðva rússnesku leyniþjónust- unnar (sem þá var þekkt undir upphafsstöfunum MGB) í Moskvu. En ekki vildi hann á- byrgjast hvort þær yrðu þegnar með þökkum. Af öryggisástæðum átti Rössl- er aldrei að fá að hitta yfir- mann þennan sjálfur. Þótt svo að njósnastarfsemin tæki ærinn tíma, hélt Rössler stöðugt áfram að gefa út og skrifa. Um þetta ieyti hafði hann í huga útgáfu rits um hernaðarskipulag þýzka hersins. Til að fá myndir í það sneri hann sér til þekktasta korta- útgáfufyrirtækisins í Sviss, Géó- Press í Genf. Forstjóri fyrirtækis þessa heim- sólti Rössler sjálfur til að ræða óskir haris. Hann hét Alexander Rado og átti í engum vandræð- um með að bæta úr myndaskorti Rösslers eins og bezt varð á kosið. Rössler frétti aldrei að hann var einn af helztu njósnur- um Rússa og stjórnaði umfram allt þeim hluta njósnastarfsemi þeirra, í Sviss, sem beindi'st gegn Þýzkalandi. Rado hafði undir sér um fimmtíu njósnara af öllum mögulegum þjóðemum; þar á meðal var Englendingurinn Alex. ander Foote, sem fljótlega sá hvílíka geysiþýðingu upplýsing- ar Rösslers höfðu. Þar eð hann var líka kunnáttumaður um radíótækni, var það hann, sem kom áfram til Moskvu þeim upplýsingum frá Rado, sem mest lá á. í janúarbyrjun 1941 fór Alex- ander Foote að senda skeyti — samkvæmt skipun — hvem mið- vikudag og laugardag til Moskvu. Hann vissi ekki einu sinni hvort Moskva veitti skeytunum mót- töku, en hélt áfram að senda engu að síður. Tólfta marz svar- aði Moskva. Fimmtánda marz var Foote á fótum alla nóttina og sendi óhemju magn upplýs- inga, þar á meðal langa skýrslu frá Lucy um árásina á Rússland og liðssafnað við hina tilvonandi austurvíglínu. Nítjánda marz svaraði MGB með hryssingslegri ofanígjöf. Hvernig, sögðu þeir sovézku, gæti Rado tekið mark á njósnara, sem hann ekki einu sinni vissi skírn- arnafnið á —- vel á minnzt voru það einmilt Rússarnir, sem skírðu Rössler Lucy — og sem ekki vildi láta uppi hverjar heim- ildir hans væm? Upplýsingar hans voru slíkar, að þær gátu verið frá þýzku yfirherstjói-ninni — væru þær sannar. Lucy skyldi stimplaður ómerkingur. Fyrstu mánuði ársins 1941 hlýtur Rössler að hafa hneigzt að því að gefa allt upp á bátinn. Tuttugasta og sjöunda marz 1941 gat hann upplýst að Þjóðverjar hefðu ákveðið að fresta Aðgerð Barbarossa um mánuð — fram til fimmtánda júní 1941. Tveim- ur dögum síðar sendi Rado þetta til Moskvu gegnum Foote, þrátt fyrir skipanir MBG. Svarið var skammt og skorinort: Hættið að hlusta á svona þvætting. Aiexander Rado tók þetta til greina. Milliliðurinn Christian Schneider sá áhuga hans dvína og ályktaði að skeyti Rösslers væru ekki lengur send áfram. Schneider reyndi að fá fram breytingu á þessu ástandi, en árangurslaust. Þegar Rössler heyrði að enginn tók hann trúan- legan, sagði hann: — Því miður, Schneider minn, þá koma atburðirnir til með að sýna og sanna að við höfðum rétt fyrir okkur. Sá tími kemur að þeir í Moskvu verða guðs- fegnir því að fá að hlusta á okk- ur. í maí sendi Lucy ekkert til Moskvu; Rado geymdi fyrir hann upplýsingamar, þótt hvorugur þekkti til hins. Þremur milljón- um þýskra hermanna var safnað að landamærum Sovétríkjanna — Rado las árásaráætlanir þeirra í smáatriðum og fór að eiga erfitt með svefn. Nú hafði verið fast- ákveðið að árásin hæfist tutt- ugasta og annan júlí. Að lokum stóðst Rado ekki mátið og ákvað að senda fréttirnar til Moskvu, hvað sem yfirmenn hans þar segðu. Þetta gerði hann á sér- stökum senditíma dagana fjórt- ánda, sextánda, seytjánda og átj- ánda júní. Eina svar MGB var: Skilið. Haldið áfram. Tuttugasta og annan júní réð- ust Þjóðverjar á Rússa. Það máttu þeir í MGB eiga að þeir létu ekki særða hégómagirni verða sér neina hindrun í vegi til nýrra viðhorfa. f hálfan þriðja l2. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.