Vikan


Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 44

Vikan - 28.03.1968, Qupperneq 44
Músik og málaralist Höggdeyfar í ameríska bíla: BUICK CHEVROLET I CHEVROLET II CHRYSLER DODGE FORD FAIRLANE FALCON MERCURY PLYMOUTH PONTIAC RAMBLER JEEP-WILLYS í evrópska bíla: COMMER FÍAT FORD enskir FORD þýzkir HILLMAN MERCEDES BENZ OPEL RENAULT SAAB SIMCA SINGER VAUXHALL VOLVO VOLKSWAGEN VATNSLÁSAR 1 MARGAR GERÐIR LOFTNETSSTENGUR í MIKLU ÚRVALI ALLT Á SAMA STAÐ EGILL VILHJÁLMSSON HF. LAUGAVEGI 118 - SÍMI 2-22-40 V. Schellenberg hafði aflað sönn- unar um að Svisslendingar vissu um njósnimar, en lengra komst hann ekki á þeim vegi. Honum tókst ekki að plokka neinar upp- lýsingar upp úr Masson. En ekki hvarflaði að honum að gefast upp. Hann greip nú til þess ráðs að senda heilan her njósnara inn í Sviss til að þefa uppi sendistöð þá, er þar var starfrækt fyrir Rússa. Masson varð fljótlega var við aðsókn þessa og ákvað að sjá til þess, að engin sendistöð yrði handa Schellenberg að finna. — Annars gat hlutleysi Sviss verið í hættu. Hefðu Þjóðverjar þefað uppi Lucy-hópinn, hefðu þeir getað notað hann sem átyllu til tafarlausrar árásar. Tuttugasta nóvember 1943 var barið að dyrum hjá Alexander Foote. Meðan gestirnir voru að brjóta sér leið gegnum tvær þykkar hurðir, tókst honum að eyðileggja loftskeytatæki sín svo rækilega, að af þeim sást hvorki tangur né tetur. Eins fór hann með dulmálslykla sína og upp- lýsingar, sem hann hafði undir höndum þá stundina. Honum létli ólýsanlega þegar hann sá að hin- ir aðgangshörðu komumenn voru frá svissnesku gagnnjósnaþjón- ustunni — ekki frá SD, eins og hann hafði grunað. Síðar kom í Ijós að Masson mátti ekki seinni vera; SD hafði ákveðið að hremma Foote tuttugasta og þriðja nóvember. En njósnarar Schellenbergs héldu snuðri sínu áfram. Níunda maí 1944 lét Masson setja Rössl- er og félaga hans alla í fangelsi, því aðeins þar voru þeir fullkom- lega öruggir fyrir SD. Schellen- berg sá að hann gat ekkert frek- ara gert í málinu. Hann var sigr- aður. Áttunda seplember sama ár var Rössler og félögum sleppt út; Masson leit þá svo á að hætt- an væri hjá liðin. í september náði Rössler að nýju loftskeyta- sambandi við bækistöðvar yfir- herstjórnarinnar í Berlín og fór aftur að taka við upplýsingum þaðan. Nú hafði hann ekki leng- ur beint samband við Moskvu og sendi því hin óhemju mikilvægu leyndarmál, sem hann stöðugt fékk í hendur, til Vesturveld- anna, en þar var þeim enn sem fyrr ekki gefinn sá gaumur, sem vert hefði verið. En úrslit stríðs- ins voru fyrirsjáanleg hvort eð var: örlög nasismans ráðin. ENDIR. Framhald af bls. 13 •— Nei, nei. Ég er bara gutlari. Læt mér nægja bókstafahljóma. — Nú hefurðu samið allmörg lög, Rúnar, bæði fyrir hljóm- plötu og Hljómsveit Ólafs. Á hvaða lagi hefurðu mestar mæt- ur? Hann hugsar sig um en segir svo: — Ég býst við, að lagið „Úr glugganum" geti orðið nokkuð gott. Þetta lag var flutt í síðasta sjónvarpsþætti hljómsveitarinn- innar. Söngurinn á því var þá hálf mislukkaður en ég held að lagið sjálft sé ekki svo galið. \T ar það ekki stórt hopp ^ að fara úr Dátum yfir í Hljómsveit Ólafs Gauks. — Jú, viðbrigðin voru mikil enda vinnubrögðin með allt öðr- um hætti. Annars vorum við hættir í Dátum, þegar ég fór til Gauksins. Það var eitthvað los á hljómsveitinni og kæruleysi, svo við ákváðum að hætta. Þetta kom mörgum á óvart, skal ég játa, enda vorum við með 12 laga plötu í bígerð um þær mund- ir og vorum langt komnir með að æfa lögin. — Þú varst að minnast á ólík vinnubrögð? Já, maður lifandi. Hjá Dát- unum varð músikin til hjá okk- ur öllum í sameiningu. Allir lögðu á ráðin og allt varð þetta til eftir eyranu. Hjá Gauknum fær maður bara blað —- og vesgú! Þar dansa allir limir eftir einu höfði. Ólafur útsetur allt sjálf- ur og stjórnar sinni hljómsveit af mikilli röggsemi. — Er þetta ekki góður skóli fyrir ungan hljómlistarmann? - Tvímælalaust. Ég h^f kynnzt alls konar músik í stað þess að áður var „beat“ músikin ríkjandi. Og ég hef líka lært að spila á bassa. Það var ég raunar hræddastur við, þegar Ólafur bað mig að koma í hljómsv°itina! En á nú beal músikin ekki enn sterk ítök í þér? — Jú, sú baktería loðir enn við mann og það gengur áreiðan- lega seint að hrista hana af sér. Og svo er það sjónvarpið? — Það hefur verið al- veg sérstaklega skemmtilegt að fá að kynnast því, hvernig þættir eru gerðir fyrir sjónvarp. Sjón- varpið er sannkallaður ævintýra- heimur. Ég er viss um, að enginn getur gert sér í hugarlund, nema sá, sem reynt hefur, hvílík vinna liggur að baki einum sjónvarps- þætti. — Ertu nervus fyrir framan myndavélarnar? — Aldrei í upptökunum. En ég er oft nervus á æfingum, þegar starfsfólkið flykkist í stúdíóið til að horfa á. Þá fæ ég verulegan Hi fcxnVmcjargjafa Svtfnpokar - TjÖld Á Mabarsebk - Ftr&aprímusar. Sportval | Laugavegi 116 44 VIKAN 12- *w.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.