Vikan


Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 2

Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 2
K" SMITH-CORONA 30 GERÐIR Stórkostlegt úrval rit-og reikni- véla til sýnis og reynslu i nýjum giæsilegum sýningarsal; ásamt Tayiorix bókhaldsvélum og fullkomnum samstæöum skrifsto húsgögnum SKRIFSTOFUTÆKNI Armúla 3, kíiiiI ■III HIHI. V y Málið er í athugun Skyndilega og óvænt fylktu skólanemendur liði hér á dög- unum; marséruðu með kröfu- spjöld um bæinn og stað- næmdust við Alþingishúsið. Gangan var farin til að mót- mæla úreltu skólakerfi. Og unglingarnir létu sér ekki nægja að sýna hæstvirtum alþingismönnum vilja sinn í verki; þeir linntu ekki lát- um, fyrr en þeir fengu áheym hjá sjálfum menntamálaráð- herra og gátu flutt honum kröfur sínar. Þetta uppátæki unglinganna rétt í þann mund sem lang- varandi vetrarsnjóa tók að leysa og sunnanvindur boð- aði komu vors, hafa líklega fáir tekið alvarlega. Við sjá- um daglega í fréttum sjón- varps og blaða myndir af mótmælagöngum og uppþot- um úti í heimi. Þar ber mikið á unglingum í átökum við lögreglu. „Skólagangan“ kynni að vera áhrif frá þessu. Kn það hafa fleiri en nem- endur skorið upp herör gegn ríkjandi skólakerfi. Margir kennarar, sérstaklega hinir ungu, hafa einnig mótmælt; hver af öðrum munduðu þeir til dæmis pennann nýverið í menningarriti samvinnufélag- anna, sem lætur sig flest vandamál þjóðfélagsins varða. Þar voru mörg orð og stór sögð um vankanta nú- verandi skólakerfis. Allt ber þetta að sama brunni: Bæði nemendur og kennarar álíta skólakerfið löngu úrelt orðið. Og þessum tveim aðilum er málið skyld- ast. Samt bólar ekki á neinni breytingu. Allt situr við það sama, þótt einhverjar „til- raunir" kunni að vera gerð- ar. Aðgerðarleysi og aum- ingjadómur virðast einkenna störf þeirra, sem eiga að ráða fræðslumáium okkar. En hversu lengi láta menn sér lynda hið sígilda svar: Málið er í athugun, nefnd hefur verið skipuð. ... ? G. Gr. 2 VIKAN 18-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.