Vikan


Vikan - 09.05.1968, Side 7

Vikan - 09.05.1968, Side 7
 Kæra Vika! Hvað á ég: að gera? Hvernig á ég að losna við þennan leiðin- lega skeggvöxt á kinn- beinunum? Með fyrirfram þökk. Siggi. Við gerum varla annað núorðið en skeggræða um skegg. Þetta er þriðja bréf- ið um það efni á stuttum tíma. Þú mátt alls ekki raka þig á kinnbeinunum. Það gerir illt verra. Hættu því og vittu hvort þetta lagast ekki. Að öðrum kosti verðurðu að stelast í háreyðingarvökva mömmu þinnar eða kærustu, þú veizt þetta sem þær bera á lappimar á sér, þegar enginn sér! ÁRÁS AFTAN FRÁ. Kæri Póstur! Þú verður að hjálpa mér áður en ég verð vitlaus. Vandinn er sá, að ég er að farast úr myrkfælni, sem ég veit að er sjúkleg. Ég þori alls ekki að sofna nema hafa gengið tryggi- lega úr skugga um að all- ir gluggarnir á jarðhæð- inni séu kræktir aftur og verð að taka á öllu mínu til að hafa mig í að draga gtuggatjötdin frá til að ganga úr skugga um að þeir séu rammtokaðir, því það er enginn vandi til dæmis að skjóta gegnum gler. Ég þori ekki að loka á eftir mér salernisdyrun- um né vera í herbergi nema þar sé fleira fólk, og fari ég út að ganga eða í búðir um miðjan daginn víkur min sjúklega hræðsla við allt og alla ekki frá mér. Sólarhring- inn á enda óttast ég árás aftan frá, úr launsári eða meðan ég sef. Hvað á ég að gera til að losna við þetta? Segðu mér ekki að fara til læknis. Það þori ég ekki. Með kveðju og fyrirfram þökk. N. Ó. Seldu sjónvarpstækið þitt! ÞÚSUND-KOSSA-RÁÐ. Vika mín! Þú ert svo dugleg að leysa vanda fólks, að ég leita til þín um ráð. Svo er mál með vexti, að ég er 31 árs og úr sveit. Ég er ógift, og hef aldrei ver- ið svo mikið sem trúlofuð. En þegar ég var 17 ára eignaðist ég barn, sem hef- ur alizt upp hjá foreldrum mínum, og þetta barn — sonur — hefur miktu fremur verið eins og bróð- ir minn en sonur minn. f fyrrasumar réði ég mig í vinnu í Reykjavík en hef ekki verið þar áður. Nú hef ég kynnzt manni, sem mér þykir afar vænt um, og hann elskar mig líka. En því miður sagði ég hon- um ekki strax, að ég ætti barn, og nú get ég ekki komið mér til þess. Hann er þremur árum yngri en ég og ég er eina konan í lífi hans til þessa. Það sem heldur fyrir mér vöku er tilhugsunin um það, hvað hann muni gera, þegar hann fréttir, að ég á son, sem á að fermast í vor. Hvernig bregzt hann við, og hvernig á ég að fara að því að segja honum þetta svo það komi honum sem minnst úr jafnvægi? Þúsund kossar, ef ráðið dugir! Þín Ein úr sveit. Allt frá upphafi vega hafa konur notað það ágæta ráð, þegar þær hafa þurft að segja mönnum sínum einhver ótíðindi, að gefa þeim fyrst vel að eta og driekka, því mettur maður stekkur sjaldan upp á nef sér. Þú skalt reyna þetta góða ráð, og ef mað- urinn bregzt reiður við og lætur öllum illum látum, þá hefur hann heldur aldr- ei elskað þig. Og þú mátt vera fegin að losna við hann. Láttu okkur vita hvort háðið dugir. Ef það gerir það, máttu búast við, að við bönkum upp á hjá þér einn góðan veðurdag — til þess að þiggja iaun- in. Þetta er eitthvað skrítið, hér er pabbadagskort frá einkaritaranum , þínum og Kalla litla syni hennar! z'---------------------------1-------\ LJÓSAÚRVAL: Loftljós Veggljós Standlampar Borðlampar og ýmsar gjafavörur. HEIMÍLISTÆKI: Frystikistur Frystiskápar Kæliskápar Eldavélar og fleira. VERZLUNARTÆKI: Djúpfrystir Kæliborð Kælihillur Kæliklefar í þrem stærðum og fleira. Sendum gegn póstkröfu. RAFTÆKJAVERZLUN 16. GnOiónsson Stigahlíð 45 - Suðurveri - Sími 37637 i8. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.