Vikan


Vikan - 09.05.1968, Page 14

Vikan - 09.05.1968, Page 14
FYRSTA BARNIÐ Barnið krefst mikils af foreldr- unum! Fyrstu vikumar geta spillt sambúðinni milli hjóna, ef hún leyfir honum ekki að taka þátt í hamingju sinni og auknu erfiði vegna hvítvoðungsins — eða að liann tekur ekki tillit til þess að hún getur verið eftir sig, bæði líkamlega og sálarlega, eftir bams- burðinn. En fyrsta barnið getur lika bundið hjónin ennþá sterkari böndum. Þetta talar Evelyn Home um í þessari orðsendingu sinni til ungra stúlkna, sem ætla að ganga í hjónaband ..... \_______________________________/ 14 VIKAN 18 tw- Fyrsta barnið er hápunkturinn f hjónabandi flestra ungra kvenna. Hið stórkostlega hlutverk, að fæða af sér lifandi barn, er um garð geng- ið og konan er bæði hreykin og hamingjusöm. Það er með vilja að ég segi ekki hin unga kona, því að margar konur verða að bfða f mörg ár eftir frumburði sínum. Þser eru ef til vill ennþá hamingjusamari þegar þær halda hinu margþráða barni f örmum sér. . . . Það er eins og allt hjálpist að til að gera barnsburðinn að áhrifarfkum hápunki í Iffi kon- unnar. I níu mánuði fylgist konan með þvf hvernig barnið þroskast í henni sjálfri. Fyrsu mánuðirnir eru ekki svo lengi að Ifða, en sfð- ustu mánuðina getur biðtíminn oft orðið óend- anlega langur. Svo koma fyrstu hrfðarverkirn- ir, sem alltaf koma móðurinni á óvart, burtséð frá því hve vandlega hún hefur undirbúið alla hluti. Það hafa verið skrifaðar margar bækur um uppeldi barna og aðbúnað. En það sem ég ætla að tala um er aðallega sambandið milli hjónanna, þegar þau eru allt í einu orðin þriggja manna fjölskylda, en ekki bara tvö ein! Það hefur líka verið skrifað margt hjartnæmt um það hvernig lítið barn getur tengt hjónin órjúfandi böndum, og þar fram eftir götunum. En það er líka staðreynd að barnið getur lika eyðilagt sambandið milli hjónanna. Það er ef til vill erfitt fyrir unga föðurinn að viðurkenna að honum finnst nýfædda barnið næsta hrollvekjandi. En það getur hent að honum finnist það, þeg- ar hann stendur með þennan litla böggul f örm- um sér og horfir á örsmátt andlitið, sem grettir sig móti birtunni, en sléttir svo úr hrukkunum í værum svefni, og þegar hann lítur á litlu hend- urnar, finnst honum ótrúlegt að nokkur hlutur sé svo lítill. Hann horfir einnig á hýjunginn á kollinum, þar sem húðin er svo þunn, að hún er næstum gegnsæ. Hann er þögull af andakt og hræðslu um að eitthvað voðalegt geti kom- ið fyrir, vegna þess að þessi litla vera er svo ótrúlega veikbyggð og hjálparvana, eins og hún geti brotnað við minnstu hreyfingu. Ungi faðirinn er kannski hræddur um að eitt- hvað hendi barnið, ef litið er af þvf, þótt ekki sé nema um augnablik að ræða, það gæti jafn- vel dáið, og þá væri það honum að kenna. Já, þetta er aðeins ein hlið málsins. Skynsöm móðir getur frætt manninn sinn um það að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.