Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 16
EFTiR CHRISTINE RANDEL
Það sem áður er komið:
Barbara Marsten er nýkomin
frá Nýja Sjálandi og heldur til
sem stendur í litlu, skozku veit-
ingahúsi. Skammt þar frá er
gömul höll, The Towers. Hún
laumast inn í garðinn og virðir
fyrir sér íbúa hallarinnar: hall-
arfrúna, Lady Macfarlane, sem
er yfir áttrætt og lasburða, og
ungan frænda hennar Rick Fras-
er sem á að erfa öll hennar auð-
æfi. Margir álíta að það hafi
verið hann sem myrti son gömlu
konunnar, þótt dómstólarnir
yrðu að sýkna hann, vegna
skorts á sönnunargögnum. — f
þriðja sinn sem hún fer inn í
garðinn, kemur sú gamla auga á
hana og fær taugaáfall, þegar
hún sér stúlkuna með rauða hár-
ið. Hún heldur að Barbara sé
Lísa, sonardóttir hennar, sem
rænt var fyrir ellefu árum. Af
æsingunni fær hún hjartakast
og Rick Fraser veitir Barböru
verstu útreið sem hún hefur á
ævinni fengið og bannar henni
að stíga fæti inn í garðinn fram-
ar. Barbara segir Peter Conway
hvað gerzt hefur en Peter er vin-
gjarnlegur, ungur maður, kenn-
ari á heimavistarskóla I ná-
grenninu. Hann varar hana við
Rick Fraser, en hún er hrædd
um gömlu konuna og næsta dag
fer hún til hallarinnar, þrátt fyr-
ir viðvaranir Peters. Henni er
hleypt inn til sjúklingsins, þar
sem læknirinn álítur að það
muni róa hana. Og þegar gamla
konan biður „Lísu“ að vera kyrr
lofar Barbara að yfirgefa hana
ekki. Rick Fraser verður illur
viðskiptis, þegar hann finnur
hana þar. Hann gerir hana orð-
lausa með því að benda henni
á að ef Lady Macfarlane nái sér
og komist að því að Barbara sé
ekki Lísa verði hún fyrir djúp-
um vonbrigðum. Hann lætur
hana vera um nóttina í bama-
herbergi Lísu, sem enginn hefur
fengið að koma inn í þessi ár,
og Barbara les dagbók lítillar,
óhamingjusamrar stúlku, sem
hún finnur í púltinu. Um morg-
uninn segir hún Rick Fraser, í
áheyrn læknisins og hjúkmnar-
konunnar Dobie: — Lady Mac-
farlane verður ekki fyrir von-
brogðum. Ég er Lísa, sonardóttir
hennar.
— Ég hef annað þarfara að
gera en standa hér og hlusta á
sögur, sagði Rick Fraser kulda-
lega. — En fyrir alla muni —
ég hef þegar séð sýnishom af
hæfileikum yðar sem leikkonu
og listamanni. Ég get ekki sagt
að ég hafi orðið djúpt snortinn,
en kannske eruð þér betri að
segja sögur.
■—- Ég verð bara að senda ein-
hvern fyrst til Lady Macfarlane,
muldraði Dobie og hringdi bjöll-
unni. Þau biðu þegjandi þar til
Daisy hafði komið, fengið sín
fyrirmæli og var farin aftur.
— Það er eins gott að við fá-
um okkur sæti, sagði Craig og
Barbara lét fallast þakklát niður
í stól. Hnén titruðu undir henni
svo hún átti fullt í fangi með að
standa á fótunum. Læknirinn og
Dobie settust einnig en Rick
Fraser stóð kyrr.
— Þér fáið fimm mínúlur,
sagði hann stuttaralega og leit á
klukkuna.
Æðisleg löngun til að grípa til
fótanna og flýja greip hana, enn
var það ekki of seint. Hún þurfti
ekki annað en segja að þetta
væri ekki satt, viðurkenna að
Rick Fraser hefði rétt fyrir sér
og fara síðan með hlátur hans
klingjandi í eyrunum. Og láta
þau um að róa Macfarlane eins
vel og þau gætu.
— Fjórar mínútur, sagði hann
þreytulega.
Hún renndi niður munnvatni
sínu.
— Þetta. er einkennileg saga
og ég vissi ekki nákvæmlega
vhernig hún var fyrr en nú al-
veg síðustu dagana, en það er
bezt að ég byrji á upphafinu.
Hún hélt áfram af meiri hraða
og forðaðist að horfast í augu
við þau.
— Ég man ekki eftir neinu af
sjálfu ráninu, bara að ég vakn-
aði í ókunnu rúmi. Síðar fékk
ég að vita að ég hafði verið
svæfð með klóroformi, næstum
hættulega. Ég var meðvitundar-
laus í meira en sólarhring og
veik í viku á eftir. Þessa viku
hugsaði kona um mig. Hún var
vingjarnleg og góð við mig og ég
var alls ekki hrædd. Hún átti
dóttur á aldur við mig og mér
féll einnig vel við hana. Mér
hafði alltaf fundizt ég vera ein-
mana og....
— Sleppið hörkunni og blóm-
unum, greip Fraser stuttaralega
fram í. Haldið yður við stað-
reyndimar og leggið fram sönn-
unargögn — ef þér hafið ein-
hver.
Hún dró djúpt andann og hélt
áfram:
— Konan var gift Ný-Sjá-
lendingi og átti þrjú böm. Hún
hafði komið til Englands með
dóttur sína til að heilsa upp á
móður sína sem var lasin. Eftir
nokkra mánuði dó móðirin en þá
voru peningarnir búnir og. .. .
— Og þá rændi þessa góða og
16 VIKAN 18-