Vikan


Vikan - 09.05.1968, Page 31

Vikan - 09.05.1968, Page 31
Fyrsta barniS Framhald af bls. 15 göngu, líkamlegum, tilfinningalífið fer fIjótt úr skorðum. Það er ekki óalgengt að konur verði miður sín og þunglyndar eft- ir barnsburð, jafnvel þótt með- göngutími og fæðing hafi verið með eðlilegum hætti. Slfkt óstand getur oft eyðilagt ástandið á heimilinu. Ég hef þekkt ungan eiginmann, sem var að verða viti sínu fjær, vegna þess að konan hans var varla til viðtals, eftir að hún hafði fætt barn þeirra. Hann fór að lokum til læknis henn- ar, sem sagði honum að þetta gæti verið fullkomlega eðlilegt, hún hefði verið andlega og líkamlega þreytt um meðgöngutímann, þótt hún hefði ekki látið bera á því. Ungu konunni fannst sjálfri að hún gæti ekki staðið í stöðu sinni sem eiginkona og móðir, og það lagðist á skap hennar. En rósemi og hvfld getur læknað mörg mein, og þess vegna vil ég ráðleggja ungum mæðrum að yfirvega ástand sitt og ofreyna sig ekki fyrst f stað. Ég veit að margar konur eru neyddar til að vinna utan heimilis, og verða þá oft að fara til vinnu mjög fljótlega, en það er mjög mik- ilsvert að þær geri þá ekki of háar kröfur til sjálfrar sín fyrstu vikurn- ar. Þær mega ekki vera með sam- vizkubit, þótt þær verði að láta hússtörfin sitja eitthvað á hakan- um, og ekki taka tillit til þótt bóndinn verði kannski stúrinn vegna þess. Unga móðirin ætti heldur að fá samvizkubit fyrir það að æða í skápahreingerningar, heldur en að láta það bíða betri tfma! Konan verður líka að gæta þess að hinn ungi faðir fái strax hlut- deild í öllu sem barninu viðkemur, Þannig að það læri að elska hann og virða á uppvaxtarárunum. Það er eitt sem ég vil vara ung- ar konur við, og það er að kalla eiginmanninn ,,pabba", þótt það sé það heiti sem barnið notar við föður sinn! Honum gæti fundizt það óþægilegt að vera aðeins ,,pabbi" í augum eiginkonu sinnar. Hann vill vera maðurinn í lífi konu sinnar, þótt hann sé mjög stoltur af konuheitinu. Hún vill líka örugglega vera konan í lífi hans, um leið og hún er móðir barn- anna.... Það er stórum áfanga náð f lífi hjónanna, þegar fyrsta barnið er komið. Þau eiga eftir að upplifa margt saman, en ég heid að ekkert jafnist á við tilkomu fyrsta barns- ins 'A’ Dautt tré Framhald af bls. 13 Hann var morðingi. Hann hafði myrt rangan mann. Hvað tók nú við? Hugsanirnar fóru um hug hans eins og eldingar. Átti hann að gefa sig fram við lögregluna? Nei, hann hafði ekki kjark til þess. Betra fannst honum, að þeir kæmust sjálfir að hinu sanna og ákærðu hann. Hann ætlaði að þegja eins og steinn. Honum var borgið, ef hann gerði það. Engan mundi gruna hann um slíkan verknað. Borgið? En hvað um manninn, sem hafði hringt; manninn, sem hafði fylgzt með öllu sem gerðist hér úr glugganum sínum? í fyrra- málið mundi einhver, sem ætti leið um skóginn, finna Ifkið. Það yrði á allra vitorði, að morð hefði ver- ið framið. Þessi ókunni maður mundi óðara grípa símtólið og hringja í lögregluna til þess að upplýsa, hver hefði framið ódæð- ið. En nú — í kvöld — vissi hann ekkert um morðið og mundi senni- lega hringja eins og venjulega. Hann átti sér semsagt ofurlitla von. Ef ókunni maðurinn hefði ekki séð, þegar Georg settist upp f bílinn hans, gat hann ekki borið vini um neitt. Og ef hann hafði séð það, þá var ef til vill hægt að leiða honum fyrir sjónir, hversu hrapalleg mistök hefðu átt sér stað, mistök, sem hann átti alla sök á. Ef til vill mundi það verða til þess, að hann þegði. Klukkan ellefu sat John og beið við sfmann. Hann sat grafkyrr eins og myndastytta. Biðin var hræði- leg. Mínúturnar snigluðust áfram. Ekki hringdi síminn. En John hélt áfram að bíða, án þess að vita, að hann mundi aldrei framar heyra ákunnu röddina í sfmanum. Hún var þögnuð að fullu og öllu. Eig- andi hennar lá liðið Ifk á bak við dautt tré f dimmum skógi. ☆ SíSasti keisarinn Framhald af bls. 9 aftur til þess, að Japanir sögðu sig úr bandalaginu. Japanir gerðu Mandsjuriu að sjálfstæðu ríki undir nafninu Mandsjukuo. Til þess að undirstrika sjálfstæði landsins, fóru Japanir að svipast um eftir keisara fyrir landið og völdu hinn afsetta barnakeisara í Kína, Pu Yi. Árið 1934 var hann lcrýndur keisari yfir ríkinu Mandsjukuo og skírður upp á nýtt og kallaður Kang Te. Sérstakar ástæður lágu til þess, að Pu Yi var valinn til þess að verða keisari í Mandsjukuo. Hann var síðasti afkomandi kín- versku keisaraættarinnar, og til- heyrði ætlinni Ching, sem réð ríkjum í Kína frá 1644 til 1912, þegar Pu Yi var rekinn frá völd- um í fyrsta sinn. Og það höfðu einmitl verið Mandsjuar sem komu Chin-ættinni til valda á sínum tíma og síðan hafði ættin stjórnað Kína af mikilli harð- neskju og kynþáttamisrétti. allt þar til byltingin var gerð 1912. í 300 ár höfðu Ching-keisararn- ir haft Mandsjua í öllum æðstu UTÁVERl r WM': 11 1S Pilkington’s postulín veggflísar Stærðir; 7V2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. aamn-ti Sarrystaines linoleum parket gólfflisar I>tær?5ír 10 cm v 00 '*rr* orj 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ 18. tbi. vnCAN S1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.