Vikan


Vikan - 15.08.1968, Síða 4

Vikan - 15.08.1968, Síða 4
Þjónustustúlkan sem varð stjarna á heimsmælikvarða Hver er Faye Dunaway? Fyrir rúmu ári hafði enginn heyrt hennar getið. Nú er allt fullt af ungum stúlkum, sem klæða sig eftir Bonnie- tízkunni, með alpahúfu> í hálfsíðum kjól með V-hálsmáli. Faye Dunaway skapaði Bonnie í kvikmyndinni. Þegar maður hefir séð árang- urinn, er auðvelt að trúa því sem sagt er: að hún hafi lifað á harðsoðnum eggjum, meðan á upptöku myndarinnar stóð, þrælað sjálfri sér út og grátið yfir hlutverkinu, bundið þunga sandpoka um úlnliði og mitti, til þess að ná hinum þrjózkulega, ákveðna svip, sem hin raunverulega Bonnie hafði, og sem sést greini- lega á myndum af henni, sem eru til í mynda- safni lögreglunnar. Hún reyndi að lifa sig inn í tilfinningar Bonnie. Hún skapaði Bonnie, sem manni finnst mjög sennileg, þrátt fyrir það að Faye Dunaway er Ijóshærð, fersk og fögur, en hin raunverulega Bonnie Parker var rauðhærð, beinaber og Ijót. Og með þessu framlagi sínu til banda- rískrar kvikmyndagerðar, bjargaði hún kvik- myndaheiðri Hollywood, sem ekki hefir haft upp á að bjóða neina ameríska stjörnu, síðan Marilyn Monroe leið. Julie, Vanessa, Lynn, — á hverju ári skýt- ur einhver brezk stjarna upp kollinum í Holly- wood, hristir Ijósa lokkana fyrir framan kvik- myndavélina, og verður stjarna ársins. Á undan þeim brezku voru það ítölsku stjörn- urnar, heitar og ástríðufullar. Þær frönsku hafa alltaf verið innan um, þær eru lífsglað- ar og fágaðar, að minnsta kosti á yfirborð- inu. Og hvað hafa Ameríkanar haft upp á að bjóða? Sykursætar Debbiar og Dorisar, segja þeir í klögutón í Newsweek. Þangað til hin hálfklædda Faye Dunaway tekur nokkur letileg skref á móti okkur, í fyrsta atriðinu í „Bonnie og Clyde", gengur að glugganum, lítur niður á Warren Beatty, sem er að stela bíl móður hennar og öskrar: „Hæ, bo-oy". Þarna var hún, amerísk stúlka, alin upp á eplapæ í Suðurríkjunum, skátaforingi, feg- urðardrottning í menntaskóla. Hún var ekki beinaber, en hún var greindarleg, alúðleg og virtist veraldarvön. Hver er þá Faye Dunaway? Það er hægt að sjá myndir af henni [ blöðum um allan heim. Það eru myndir af Faye Dunaway ( London og París, við frumsýningar á „Bonnie og Clyde", Faye Dunaway í Indlandi, þar sem hún er að ræða framtíðaráætlanir með unnusta sínum, Ijósmyndaranum Jerry Schat- zenberg. Faye er alltaf með alpahúfuna á skakk, yfir öðru eyranu, og nokkuð leyndar- dómsfullt, þunglyndislegt bros. En hún segir ekkert. Það hefir hvergi sézt viðtal við Faye Dunaway. Það gæti ef til vill verið ný Garbo, sem Hollywood er að reyna að framleiða. En það er talað um hana. Það getur kannski gefið einhverja hugmynd um hana. Arthur Penn, sá sem stjórnaði „Bonnie og Clyde", segir: — Ég hef aldrei verið öruggari um neina aðra leikkonu en hana, síðan ég réði Ann Bancroft til að leika í „Tvö á saltinu". Ég vildi láta Faye sýna Suðurríkjastúlku úr verka- mannastétt, stúlku sem var viðkvæm og kæru- laus. Ég á ekki við kynþokka, Bonnie var lífsreynd kona. Þegar ég skýrði þetta fyrir Faye, skildi hún það strax — og ég var viss um að hún gæti leikið þetta hlutverk. Warren Beatty, framleiðandinn var fyrst í vafa, honum fannst Faye allt of lagleg. Hann hafði hugsað sér litla, dökkhærða stúlku. En hann ákvað að ráða Faye: — Ég held að það hefðu orðið hræðileg mistök, ef við hefðum ekki ráðið Faye í þetta hlutverk, segir hann. Einn meðleikari hennar. — Ég hef aldrei þekkt nokkra manneskju með annan eins járnvilja til að slá í gegn sem kvikmynda- leikkona eins og Faye Dunaway. Dr. Zimmerman, forstjóri stúdentaleikhúss- ins við háskólann í Florida: — Af öllum þeim nemendum sem hingað hafa komið með það takmark fyrir augum að slá í gegn sem leikkonur, er það hún sem mesta möguleika hafði til að ná tindinum. Elia Kazan: — Það er eitthvað athyglisvert við Faye .... Hún sleppir sjálfri sér lausri, án umhugsunar, og er algerlega tillitslaus gagnvart sjálfri sér. Hún er alltaf reiðubúin til að stökkva, alltaf með ákveðið takmark fyrir augum .... Leikkonan Tuesday Weld: — Faye Dunaway er að útliti eins og nútímakonur eiga að vera, ekki eins og glansandi sexbrúða. Candice Bergen: — Ég dáist að henni. Hún hefir viljastyrk, sem mig skortir. Ég spilaði einu sinni Matador við Faye, og eftir fimm mínútur var hún búin að eignast hvert ein- asta hótel á taflborðinu. Þannig er hún. Hún verður örugglega mikils virði fyrir Banda- ríkin. Við hliðina á henni eru við hinar að- eins smástirni. Hvernig fór Faye Dunaway að þessu? Mik- ið er það auðvitað að þakka Bonniear hlut- verkinu. En mest er það að þakka járnhörð- um vilja hennar til að ná takmarkinu. Hún byrjaði þegar hún var fimm ára að læra ballett, framsögn og fór í spilatíma. Hún lagði stund á listasögu og leiklist við há- skólana í Florida og Boston. Hún kostaði sig líka sjálf, vann fyrir sér sem þjónustustúlka á veitingahúsi. Hún var rétt búin að Ijúka háskólanámi, þegar hún fékk hlutverk hjá Elia Kazan, i „Maður allra árstíða", og var þar með komin á Broadway. Móðir hennar hefir sagt: — Ég vissi að Faye var búin að ákveða að slá í gegn, og að hún gæti framkvæmt það. Faye Dunaway hefir stjakað við einum og öðrum á leið sinni upp á stjörnuhimininn, að- allega eru það hárgreiðslumeistarar og förð- unarmeistarar, sem hafa orðið fyrir barðinu á henni, sömuleiðis kvenlegir keppinautar, en hún hefir líka marga trygga aðdáendur, og það eru aðallega framleiðendur. Framhald á bls. 39 Hver er Faye Duna- way? Fyrir rúmu ári var hún algerlega óþekkt. Nú er allt fullt af ungum stúlkum, sem klæða sig eftir Bonnie tízk- unni, með alpahúfur, í hálfsíðum kjólum með V.-hálsmálil > Með kvik- myndinni „Bonnie og Clyde“ va«t5 Faye Duna- way heims- stjara....... 4 VIKAN :i2' tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.