Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 13
til máls eða sýnt eins ótvíræð gáfumerki. Roger er afbragð
á alla lund. llann verður að vera mestur.
llann leit út um gluggann.
— Sjáðu prófessorinn þarna niðri. Óvenjulegt að sjá hann
úr flugsýn. Hefurðu nokkurn tíma hugsað út í, hvað fugl-
unum hlýtur að þykja við asnaleg? Með stóra hausa og ör-
smáa fætur.
Hann dró súkkulaðiplötu úr pússi sínu og skipti henni
í tvennt.
— Það gleður mig að sjá, að þú álítur þig ekki of góða
til að lesa Polson, sagði liann og maulaði súkkulaðið. —
Það er í tízku núna að segja að hann sé gamaldags, en það
er mikið vit í honum samt.
Við spjölluðum um fyrirlestra og námsbækur og fræðilega
hagfræði.
Sólin var horfin handan við borgina og ég spurði: — Er
ekki komið mál til að fara niður?
Þegar við vorum aftur komin niður til gifshausanna, sagði
hann: — Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt í kvöld?
— Ég ætti að lesa Polson, sagði ég fýlulega.
— Láttu hann hvíla í friði til morguns. Eg á tvo miða
í happening-leikhúsið. Viltu koma með?
í raun og veru langaði mig ekkert sérlega
til að sjá hvað áhugamannaflokkur
skólans liafði fengið út úr þessari
nýjustu og mjög svo nýtízkulegu
tilraun, en ég sagði: Beztu þakk-
ir. Það gæti verið gaman.
Carrie og Susan, stelpurnar
sem ég bjó með, voru sem bet-
ur fór ekki heima, svo ég
hafði baðið út af fyrir mig.
Ég gljáburstaði hárið og
óskaði þess — kannski í tíu-
þúsundasta sinn, kannski
hundrað-þúsundasta — að ég
væri falleg. Lið fyrir lið var
andlitið kannske ekki sem
verst, en heildin var harla lítils
virði. Kannski ætti ég að flikka
svolítið upp á sköpunarverkið með
málningu? Carrie hafði gefið mér
andlitsfarða í afmælisgjöf, en ég var
ekki farin að reyna hann enn.
Með óvönum fingrum tók ég að reyna að
ganga frá augnskugga. En það mistókst, og ég þurrk-
aði allt af mér aftur. övo grandskoðaði ég naitt lítilfjörlega
klæðasafn. Susan, sem var jafnstór mér, hafði oft boðið mér
að nota eitthvað af hennar fötum. Ég mátaði peysu af henni.
Hún var með gullglans sem fór vel við hár Susan, en und-
irstrikaði aðeins hvað ég var hræðilega litlaus. Það endaði
með því, að ég fór í gamla, rauðbrúna kjólinn minn, sem ég
hafði notað við hvert hátíðlegt tækifæri, síðan ég byrjaði í
háskólanum.
Ég lét fallast í stólinn við spegilinn og mér hraus hugur við
því, sem ég sá. Gat ég ekki gert eitthvað annað? Kannske
sett festi um hálsinn. Ég leitaði í skúffunni, en Carrie hafði
tekið til láns einu hálsfestina, sem ég átti. Svo kom ég auga
á öskjuna með gamla hringnum. Ég brosti og minntist Gray-
son ömmu, meðan ég renndi mjóa gullhringnum á fingur mér.
TJm leið var dyrabjöllunni hringt.
— Ertu viss um, að þig langi á happeninginn? spurði
Roger. — Það er nýtt leikrit á Royal. Það hefur fengið góða
gagnrýni. Eigum við ekki heldur að fara þangað?
— Þú átt miða á happeninginn.
—Archie gaf mér þá, svo þeir skipta engu.
Það var auðvelt að tala við Roger, og hann kom mér til
að finnast ég athyglisverð og skemmtileg. Við samkjöftuð-
um ekki alla leiðina í strætisvagninum, né meðan við stóðum
í biðröðinni utan við leikhúsið.
Leikritið var mjög vel samið og fullt af skemmtilegum
tilsvörum. Ég skemmti mér konunglega.
I ldéinu kom Roger með konfektöslcju. — Eg lifi á súkku-
laði — það er mín einasta huggun í baráttunni við alvöru
lífsins — próf, frænlcur og ást.
Hann horfði brosandi á mig. En þótt hann brosti, fann
ég, að honum var ekki um prófið gei'ið. Hvernig líkaði hon-
um nú, að Gail Manning var með öðrum? Ég fékk mér kon-
fekt.
— Má ég sjá hringinn þinn? spurði hann og tók um hönd
mér. — Hvaðan er hann?
— Frá Italíu, sagði ég. — Flórens. Frá ungum manni með
svart, hrokkið hár........
— Italíu! Það getur svo sem verið......Má ég sjá hann
aftur?
Ég reyndi að draga hann af mér, en liann var þröngur og
ég náði lionum eklci. Hann lyfti á mér hendinni og skoðaði
hringinn — það var slanga, sem beit í halann á sér. Höfuð-
ið var fallega lagað, greinilega handgert, sann-
kallað listaverk.
—Veizt þú, hvar maðurinn náði í
hann?
— Nei.
— Getur þú komizt að því?
— Varla. Ilann dó fyrir sex-
tíu árum.
— Hringurinn getur verið
etrúrískur. Frá þeim tíma, er
Róm var bara þyrping leir-
kofa. Svo getur líka verið,
að liann sé eftirlíking, gerð-
ur af einhverjum gullsmiðn-
um á Ponte Vecchio.
Ég sneri hringnuin. — Þessi
maður var listamaður. Hann
liét Paolo. Aimna hitti hann,
þegar hún var á skemmtiferð um
Italíu. Þau urðu ástfangin, og
hann gaf henni þennan hring. Fjöl-
skylda hennar vildi, að hún gengi að
eiga Robin Grayson. Ilún neitaði, og stakk
af til Flórens og Paolos. En þá var Paolo dáinn.
Hún kom aftur og gekk að eiga Robin Grayson. Þeg-
ar liann dó, flutti hún til okkar. Ilún var óskaplega góð
AÚð mig. Sagði mér svo margt skemmtlegt. Mér fannst mest
gaman, þegar hún sagði mér frá hringnum. Ég kallaði hann
Ástarhringinn........
Nú var slökkt í salnum. Roger starði fast á tjaldið, sem
verið var að draga frá. Auðvitað átti maður ekki að segja
langar sögur af ömmu sinni, þegar maður var í fyrsta sinni
að skennnta sér með ungum manni. Ég átti víst margt ólært.
Einhverra hluta vegna var síðari hluti leikritsins ekki nærri
eins skemmtilegur, og þegar ég kom heim, var ég þakklát
fyrir að Roger hafði elcki haft áhuga á að koma upp og
fá kaffi. Við höfðum lítið ræðzt við á heimleiðinni.
Næsta morgun svaf ég yfir mig. Ég var þung í liöfðinu og
örg sjálfri mér. Ivvöldið áður hafði ekki lukkazt sérlega vel.
Venjulega gekk ég í skólann, en nú hafði ég ekki tíma til
annars en gleypa í mig mjólkurglas og þjóta út til að ná í
stræt.ó. Eg lét fallast á eina auða sætið. Á næstu stöð komu
fleiri stúdentar, þeirra á meðal Roger. Hann var geðvonzku-
legur á svipinn og bar þess merki, að hafa haft hraðann á með
morgunsnyrtinguna. Ég hugsaði mér að hlífa lionum við að
þurfa að sýna kurteisi og glaðværð svona - Framhald á bls. 34.
32. tbi. vikan 1S