Vikan - 15.08.1968, Page 14
Þanni£ leit
Cliff Richard
út í þann tíð, klæddur að hætti
rokksöngvara þeirra tíma í
vinnuskyrtu, peysu og sport-
jakka. Hárgreiðslan er að hætti
Elvisar. Um þetta leyti hafði
hann sent frá sér tvær fyrstu
plöturnar með lögunum „Living
Doll“ og „Move it“.
Sviðsframkoma Cliffs var með sama laginu og Elvisar — hálfgerð akro-
■ batik, en þetta kunnu aðdáendur vel að meta, og í hvert skipti sem Cliff
kom fram ætlaði allt um koll að keyra. Tommy Steele, sem hingað til hafði verið eftirlæti
allra rokk-unnenda, hvarf algerlega í skuggann fyrir Cliff. Þetta var byrjun á þeim frægð-
arferli, sem nú hefur staðið í 10 ár.
Fjölskylda Cliff hefur tekið virkan þátt í starfi hans, og keppinautar Cliff í sviðsljós-
inu hafa látið svo um mælt, að enginn söngvari eigi svo góða auglýsingastjóra sem Cliff
— en þar er átt við foreldrana og systumar þrjár, Jacque, Donellu og Joan.
ANDRÉS INDRIÐASON
ND ER CLIFF
RICHARD
A TOPPNHM
Cliff Richard hefur nú staðið í sviðs-
ijósinu í 10 ár. Fyrir 10 árum var hann
að vísu aðeins Harry Webb, einn af
þúsundum rokk-söngvara í Bretlandi,
sem kepptust við að líkjast Elvis Pres-
ley eins mikið og kostur var. Elvis var
fyrirmyndin í þann tíð, og allir söngv-
arar vildu vera eins og hann. A þessu
ári stendur Cliff Richard á hátindi
frægðar sinnar, og það er vegna lagsins
„Congratulations“, sem komist hefur of-
arlega á blað á vinsældalistunum í ótal
löndum. í þessum myndum rekjum við
feril Cliíf sem söngvara frá árinu 1959.
Fyrir tveimur árum létu
■ brezku músikblöðin í
veðri vaka, að Cliff ætlaði að hætta með öllu
að syngja en gerast trúboði þess í stað. IIm
það leyti starfaði hann með trúboðanum Billy
Graham. Kom hann fram á samkomum, söng
og prédikaði. Svo lýsti Cliff því yfir, að pop
og trú færu ágæta vel saman, og vörpuðu þá
aðdáendur öndinni léttar.
Nú er Cliff
farinn að
leika í kvikmyndum. Fyrsta
hlutverk hans var i myndinni
„Serious Charge“, en síðan kom
„Expresso Bongo“. Sú mynd var
sýnd hér og einnig kvikmyndin
„Summer Holiday“. í þeirri
mynd ók hann strætisvagni, ein-
um þessara sérkennilegu og
skemmtilegu tveggja hæða
vagna, sem setja svip sinn á
göturnar í London. Úr kvik-
myndinni „Summer Holiday“
var lagið „The Young Ones“,
sem varð mjög vinsælt.
V Sam-
■ vinna
Cliff Richard og The Sha-
dows hefur verið happa-
drjúg. Á myndinni sjást
þeir ásamt Harry Webb,
sem ætlaði fyrst að taka sér
nafnið Russ Clifford en ein-
hverjum fannst það ekki
nógu gott, og þá datt hon-
um í hug Cliff Richard, og
með því heiti höfum við
alltaf þekkt hann.
14 VIKAN 32- tbl-