Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 17
Spurningunni um það hvers-
vegna konur skrökvi svolítið að
að .eiginmönnum sínum, er hægt
að svara með tveim orðum: Af ást!.
En það er auðvitað skilyrði
að sannleikurinn komi þá alls,
ekki í ljós. Það er aðeins í réttai’-
síiI sem fólk verður að sverja að
segja sannleikann og ekkert annað
en sannleikann. í hjónabandinu gilda.
allt aðrar reglur. í æfilöngu hjónabandi
er það nauðsynlegast að konan geri
mann sinn hamingjusaman. Að liún
taki tillit til hans. Að hún forði ;
honum frá því að sýna sínar
verstu hliðar.
Ef eiginkonan kaupir rán-
dýrt franskt ilmvatn og segir
bónda sínum að það sé ósköp
ódýrt, þá forðar h ún honum
frá ergelsi og jafnvel rífrildi út
af smámunum.
Þetta er aðeins livít lygi, kvenleg
tillitssemi....
Það að konur eru oft snillingar í að
fara svolítið á bak við eiginmennina kemur
af því að þær hafa daglega æfingu.
Unga brúðurin er varla kornin úr
brúðarkjólnum, þegaj’ hún kernst að
því að hún þarf að sýna töluverða
kænsku þegar um peninga er að ræða.
Ef konan heldur heimilisreikning og
maðurinn veit nokkurn veginn livað mat-
væli kosta, þá er það ofur auðvelt að hjálpa
svolítið upp á reikningshaldið, með því að
bæta á reikningin t.d. svo og svo mörgum tvinna-
keflum eða prjónagarni. Kai’lmenn hafa yfirleitt eldvi
hugmynd um verð slíkra hluta, hafa aðeins óljósar hug-
myndir um til hvers þeir eru notaðir.
Það vill oft brenna við að buddan er orðin ískyggilega
létt, síðustu viku mánaðarins, en maðurinn ekki alveg á því
að fara í sultarkúr þá er nauðsynlegt að hafa ráð undir hverju rifi.
Nýlega í samkeppni í blaði einu í IiOndon um bezta ráðið til
að rnæta því vandræðaástandi sem oft skapast í lok mánaðar, þe
ar buddan er að verða galtóm. Fyrstu verðlaun hlaut eftirfarandi hollráð.
„Ef peningarnir duga ekki lengur fyrir sómasamlegri máltíð, þegar maður-
inn kemur heim frá vinnu, þá er um að gera að leggja sig alla fram við
að dúka borðið fallega, nota beztu matardiskana og áhöld, skreyta boi’ðið
neð kertaljósi eða einhverju handbæru. Svo skaltu fara fram í eldlxús og setja
hækil (hann kostar sama og ekkert) í ofnskúffuna og steikja liann svo kirfilega að
liann verði sem brennd kol. Ibúðin verður auðvitað full af í’eyk, og það er ekki nauð-
synlegt að lofta út! Þegar maðurinn kemur heim, situr þú grátandi yfir því að kjötið
sein átti að duga í tvær til þrjár máltíðir, er algerlega ónýtt. Svo geturðu reynt að
tína til einhvei’ja grænmetisafganga. Þá er ekkert líklegra en maðurinn þinn segi: — Gráttu
ekki ástin mín, við borðum bara úti.“
Þetta dugar auðvitað ekki nema fyrsta eða fyrstu árin.
Elestir slíkir smáprettir eiga rót sína að rekja til fjái’málanna. Maðurinn á að halda að hann liafi
kvænzt fyrirmyndarkonu, fjármálaséníi, sem aldrei rati í nein vandræði.
Ég þeldci eina konu, sem alltaf keypti sunnudagskökuna í bakaríi, en setti svo glasúr eða krexn á
hana, og maðurinn hennar hélt alltaf að hún væri heimabökuð og borðaði hana með betri lyst, vegna
þess að hann vissi ekki að þetta var alltaf bakarískaka.
Vinkona mín sagði: Ég þekki eina konu, sem heklur því fram að hún hafi aldrei farið á bak
við manninn sinn og aldrei skrökvað. í hjónaböndum, þar sem bóndinn fær vínið alveg óbland-
að, er oft meira um rifrildi og óánægju, en þar sem húsnxóðirin leggur sig fram við að draga þunna
slæðu yfir sannleikann. Maðurinn minn, til dæmis, hefir ekki hugmynd um það að ég laumast
til að vinna við þýðingar, við og við, til að gera mér kleift að eignast Framhald á bls. 50
, ■ ■
■■'
32. tbi. VIKAN 17