Vikan


Vikan - 15.08.1968, Síða 18

Vikan - 15.08.1968, Síða 18
r HOLLRÁD FVRIR EIGINMENN 1. Ef konan þín er ekki í eins góöu skapi og þú óskar, þá skaltu reyna aö hugleiöa hvort það getur ekki verið á einhvern hátt verið þér að kenna. 2. Notaðu ekki dagblaðið fyrir skerm, þegar þú drekkur morgunkaffið með konunni þinni. Ef þú þarft endilega að lesa, meðan þú borð- ar, skaltu láta blaðið liggja á borðinu. Kon- an þín getur þá séð ofan á kollinn á þér, og sagt þér hvort þú hefir greitt nógu vel yfir skallann. 3. Ef þú þarft eitthvað að þrefa við konuna þína, áður en þú ferð til vinnu, skaltu ekki skella hurðum. Það hefir engin áhrif á hana, en nágrannarnir halda þá ef til vill eitthvað misjafnt um þig. 4. Ef þú þarft endilega að viðra tilfinningar þínar, áður en þú yfirgefur svefnherbergið á morgnana, skaltu athuga það að gullkorn- in verða kannski að engu, ef þú stendur á nærbuxunum einum. Næst, þegar þú þarft að fá útrás í morgunsárið, muntu sjá að orð þin fá meiri hljómgrunn og að frekar er hlustað á þig, ef þú ert komin í buxur og jakka. 5. Ef þú þarft að halda þig í rúminu, vegna þess að þú hefir fengið kvef, eða einhverja umferðarpest, máttu ekki ætlast til þess að fjölskyldan rjúki um koll af meðaumkun með þér. Þú mátt heldur ekki ætlast til þess að kon- an þín og börnin gangi um húsið eins og þú sért deyjandi eða dáinn. Karlmenn láta ekki bugast, þótt þeir verði fyrir þeim ósköp- um að fá kvef. 6. Þú skalt taka eftir því að með aldrinum færðu æ meiri löngun til að láta Ijós þitt skína í samkvæmum, heldur þá kannski ræður, og átt erfitt með að hætta. Það hefir verið sagt að konur eigi að temja sér það að þegja á mannamótum, en það væri líka gott að geta þess að það getur líka verið hollt fvrir karlmenn. 7. Þegar þú (nauðugur) færð konu þinni mat- arpeningana, eða réttir henni peninga fyrir nýjum hatti, skaltu varast að láta það líta þannig út að þú sért að gefa henni h.iartað úr brjósti þér. Ef þú ert þundinn við smámuni, þá afhjúp- ar þú siálfan þig sem smásál. Það er ekki nóg þótt þú hafir einu sinni borið sigur úr býtum, ef þú kannt ekki að stjórna. 8. Gerðu aldrei konu þína hlægilega í viður- vist annarra. Ef þér finnst hún eitthvað kjánaleg á mannamótum, t.d. ef hún legg- ur það í vana sinn að hneigja sig djúpt, upp á gamla móðinn, þá skaltu heldur benda henni á það síðar og við betra tækifæri. Ef þú ferð að henni með nærgætni, þá geturðu örugglega fengið hana til að láta að vilja þínum. 18 VIKAN 32- tw'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.