Vikan - 15.08.1968, Side 28
FRAMHALDSSAGAN - NiÐURLAG
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON
— Er hann alveg áreiöanlega dáinn? spurði hann örvæntingar-
fullur í von um einhvert kraftaverk.
— Ég lagði hann í gröfina með mínum eigin höndum, sagði Angel-
ique með einkennilega holri röddu.
— Svo ég finn ekki þann bróður minn framar? Hann kyngdi kekk-
inum, sem myndaðist í hálsi hans. — Mig langaöi svo.... ég beið
eftir honum .... ég var viss um að hann kæmi .... Ég hefði sýnt
honum rauða granítið okkar frá Keewatin og allar þessar dásam-
legu steinategundir, sem eru hérna neðanjarðar. Maður þarf ekki
annað en svipast um eftir þeim. En til hvers er það? Ég var bú-
inn að kenna honum svo margt....
Ungar axlir hans hristust af ekka. sem hann reyndi að bæla niö-
ur. —- Hversvegna, hrópaði hann ofsafullur, — hversvegna hindrað-
irðu mig í að iara með hann burtu meðan enn var tíma til, og af
hverju get ég ekki farið aftur og drepið þessa andskotans aumin.gja.
Hann reis á fætur og veifaði sverðinu út 1 loftið. — Guð ætti ekki
að láta svona lagað viðgangast. Ég bið hann ekki oftar.
— Þú mátt ekki guðlasta, Florimond, sagði hún. — Beiskja leiðir
mann ekkert. Þú ættir að vera jafn gáfaður og faðir þinn, sem
hefur beðið okkur að flytja ekki með okkur allt okkar gamla hatur,
til þessa nýja lands. Það væri fremur til spillis en bóta, að for-
mæla því sem liðið er og súta mistökin. Við verðum að horfa fram
á við. „Látum hina dauðu grafa hina dauðu” stendur í Bibliunni.
Hefurðu nokkurn tíma hugsað um það Florimond hvílikt kraftaverk
það er að við fundumst hér í dag? Ég ætti ekki heldur að vera hér,
ég ætti einnig að vera margfaldlega dáin.
Hann starði á hana, talandi, dökk augu hans gneistuðu af eldi
æskunnar, hann yppti öxlum og svo féll hann á kné við hlið hennar,
tók utan um mitti hennar og hvildi andlitið á öxl hennar.
— E'n mamma, mamma mín. Þú getur aldrei dáið. Nei, þú lifir að
eilífu.
Hún brosti umburðarlynd við þessum unga risa, sem nú þegar
var þó nokkrum þumlungum hærri en hún, en samt svo mikið barn
ennþá og þur.fti á návist hennar að halda, þurfti á því að halda að
hún ávítaði hann, leiðbeindi honum og huggaði hann.
Hún strauk slétt ennið og þykkan, svartan hárflókann.
- Veiztu að litli drengurinn, sem fæddist í fyrradag var skirður
Charles-Henri? Hver veit nema hin unga sál bróður þíns hafi kom-
ið aftur til okkar í þessum litla, fallega barnslíkama. Þú getur kennt
honum allt sem þú kannt ....
— Já.
Florimond hleypti í brýrnar og virtist með hugann langt í burtu.
Svo andvarpaði hann.
— En ég kann bara svo margt nú orðið, eins og hann gæti ekki
gert upp við sig hvar hann ætti að byrja kennsluna. Þú hefur alveg
rétt fyrir þér með þennan hóp, sem þú komst með með þér hing-
að; það eina sem hann getur sem stendur er, að tauta tilvitnanir
úr Biblíunni. Þetta fólk þarfnast þjálfunar í hvernig það á að lifa
hér. Ég þori að veðja, Cantor, að það þekkir ekki muninn á kvartsi og
blágrýti eða hefur minnstu hugmynd um hvernig á að veiða.
Og án þess að bíða eftir svari bróður síns, sem sat og sló sam-
hljóma á gítarinn tók Florimond að segja frá því undirstöðunámi,
sem þeir höfðu hlotið sem ungir Evrópumenn í því að bjarga sér
hér um slóðir. Hann og Cantor höfðu lært ásamt Indíánabörnunum
að ganga á beði af föllnum þurrum laufum svo léttum skrefum að
jafnvel minkurinn, sem var svo var um sig, skefldist ekki. Þeir höfðu
lært að renna sér milli trjánna eins op skuggar. Að dulbúa sig með
húðurn villidýra, til þess að lokka lifandi skepnur t.il sín, að leika
á þær með því að her.ma eftir þeirra eigin hljóðum, til þess að fá
þær það nærri að þeir gætu veitt þær. Þetta var spennandi líf, þar
sem leikni hvers manns var margfaldlega launuð og þótt Indián-
arnir deildu öllu, sem þeir áttu með afganginum af hópnum bjuggu
þeir yfir einstakri gjafmildi. Cantor og hann voru svo leiknir í að
skjóta af boga að þeir gátu skotið ör í aðra á flugi. En skemmti-
legustu veiðarnar áttu sér stað að vetri til. þegar stóru villidýrin,
sem þeir voru á hnotskóg eftir voru stirð af kulda og sukku djúpt
í snjóinn við hvert fótmál, en ofsækendurnir hljóðlátir og léttfættir
28 VTKAN 32- tbL
i snjóþrúgunum áttu, til þess að gera, auðvelt með að komast ná-
lægt áður en þeir létu örvarnar fljúga af streng.
Þeir voru jafn leiknir í að nota harpún og boga, og jafnvel faðir
þeirra viðurkenndi það. Þegar fiskurinn hafði verið stunginn varð
að þjóta út í ískalt vatnið og ffytja hann á land. Þetta var sko líf
i lagi! Þeir voru báðir góðir sundmenn og fannst ekkert athuga-
vert við það að láta straumhörðustu fjallafljót fleyta sér í léttum
birkibarkareintrjáningum með straumnum, og til þess að lifa hér
urðu þeir hvort sem var að fara að eins og laxinn, sem kunni að
stikla fossa.
— Og ég ímynda mér, að ,þú sætir hundleiður með fingurna þakta
af bleki í Harwardskólanum, sagði Angelique stríðnislega.
Florimond andvarpaði. — Við gerum það líka.
Illuta af hverju ári dvöldu Þeir við nám í þeim fræga skóla. Hlut-
fallið milli nemanda og kennara i Ameríku var jafnvel enn hærra
en París. Menntun var hið mikla tækifæri Ameríku og Maine stóð
öllum nýja heiminum fremst í Þeirri grein. Og auðvitað fór ekki
hjá því að hann, Florimond, væri efstur i stærðfræði og náttúru-
vísindum, en hans raunverulega líf var hér í skóginum og loksins
hafði faðir þeirra samþykkt að taka þá með í leiðangur. Áttu þeir
ekki að fara upp i Appalachian, þar sem hægt var að veiða svarta-
birni og jafnvel lengra, upp í land hinna miklu vatna, að upptökum
föður allra fljóta.
— Það lítur út fyrir að vera mikið af vötnum hér í Maine.
- Urs, við köllum það tjarnir hér. Þeir sem koma frá litlu, gömlu
Evró|)u segja að það séu fimm þúsund vötn i Maine, hérna megin
við Ontario. Þau eru i rauninni fimmtíu þúsund og Hudson eitt er
stærra en gamla Miðjarðarhafið þitt.
—- Mér sýnist að þú sért á leið með að verða eins og Crawley eða
P-errot, eins og loðdýraveiðimennirnir yfirleitt.
—- Ég vildi að það væri satt, en loðdýraveiðimennirnir eru langt
á undan okkur og pabbi hefur sagt okkur hvað eftir annað, að nú
til dags þurfi fólk að læra meira en það gerði áður, til að skilja
öll leyndarmál náttúrunnar.
—• Og hefur Cantor gaman af því sama og þú? spurði Angelique.
— Auðvitað, svaraði Florimond með rödd, sem bauð ekki upp á
nein mótmæli, án þess að gefa yngri bróður sínum tækifæri til að
í.vava fyrir sig sjálfur. Cantor yppti aðeins öxlum. — Auðvitað gerir
liann það, endurtók hann og röddin varð barnaleg og mjó. — Hann
er miklu betri en ég í öllum sundíþróttum, auðvitað lærði hann það
líka langt á undan mér. Og hann er líka betri sjómaður en ég, vegna
þess að hann fór til sjós á undan mér. Á leiðinni til Ameriku lærði
ég ekki annað en meiða mig i fingrunum á hnútunum, og ég gæti
bætt því við að ég lærði að áætla hraða skips með því að nota sextant,
pólstjörnuna og sólina, Hugsanir hans komu svo þétt og hratt að
hann náði varla andanum á milli.
Einlægni og kæti Florimond þurrkaði gersamlega út þau að-
skilnaðarár, sem þau höfðu á milli sin. Sem barn hafði hann alltaf
átt auðvelt með að umgangast móður sína og hafa félagsskap af
henni og frá því að fundum þeirra bar nú saman að nýju hafði sami
hátturinn verið á hafður, samband þsirra var hlýtt og ástúðlegt eins
og ævinlega fyrr.
Það verður erfiðara að ná aftur sambandi við Cantor. því hann hafði
ek'ki verið annað en lítið barn og töluvert mikið inn í sig genginn,
þegar leiðir þeirra skildust, Og nú var þetta orðinn þreklegur ungl-
ingur, mjög sjálfstæður piltur, sem í mörg ár hafði farið gersamlega
á mis við öll kvenleg áhrif.
— Og hvað um þig, Cantor. Minnist þú bernsku þinnar nokkuð?
Hann leit niður allt i einu feiminn og sló nokkra hjáróma hljóma
á gitarinn.
— Ég man eftir Barbe, sagði hann. — Af hverju kom hún ekki
með þér?
Angelique átti fullt i fangi með að láta ekki tilfinningarnar á sér
sjá, en hún vissi að að þessu sinni hafði hún ekki kjark til að segja
þeim vannleikann.
— Barbe yfirgaf mig, ég átti ekki fleiri litla drengi handa henni
til að líta eftir, svo hún fór aftur til þorpsins síns.. . Hún .... hún
er.... hún giftist.